Fjölskylda sem missti barn fyrir borð hyggst lögsækja rekstraraðila skipsins Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2019 21:05 Skemmtiferðaskipið sem um ræðir er það stærsta í heimi. Vísir/AP Bandarísk fjölskylda sem missti dóttur sína þegar hún féll fyrir borð á skemmtiferðaskipi í byrjun júlí, hyggst lögsækja rekstraraðila þess vegna slyssins. Þetta kom fram í viðtali fjölskyldunnar við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Chloe Wiegand, sem var átján mánaða gömul þegar slysið átti sér stað, féll út um opinn glugga á skemmtiferðaskipinu Freedom of the Seas og lét lífið í kjölfarið. Skipið sem er gert út af fyrirtækinu Royal Caribbean Cruises, var við höfn í Púertó Ríkó þegar slysið átti sér stað. Fjölskyldan sem er frá Indiana í Bandaríkjunum, segist ætla að lögsækja fyrirtækið á þeim grundvelli að öryggi um borð hafi verið ófullnægjandi. Michael Winkleman, lögmaður fjölskyldunnar, hefur véfengt lögregluskýrsluna sem lögreglan í Puerto Rico vann í kjölfar slyssins en þar kemur fram að afi stelpunnar hafi misst hana út um gluggann á skipinu á meðan það var við höfn. Lögmaðurinn heldur þess í stað fram að Chloe hafi verið á leiksvæði ætlað börnum þegar hún hafi beðið afa sinn um að lyfta sér upp á handrið svo hún gæti bankað á einn gluggann. Stóð hún þar að hans sögn þegar hún datt skyndilega út um gluggann sem reyndist vera opinn. Móðir barnsins sagði í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina að rekstraraðili skemmtiferðaskipsins hefði getað gert „milljón hluti“ til þess að koma í veg fyrir dauða dóttur sinnar og að óskiljanlegt væri hvers vegna glugginn hafi verið opinn án þess að hafa skerm til að koma í veg fyrir slíkt óhapp. Að þeirra sögn tjáði fyrirtækið Royal Caribbean Cruises þeim að glugginn hafi verið opinn í þeim tilgangi að loftræsta rýmið. Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 19. júlí 2019 22:12 Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vélarbilun olli því að ekki var hægt að draga úr hraða skipsins er það sigldi í gegn um skipaskurð í Feneyjum. 2. júní 2019 12:31 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Bandarísk fjölskylda sem missti dóttur sína þegar hún féll fyrir borð á skemmtiferðaskipi í byrjun júlí, hyggst lögsækja rekstraraðila þess vegna slyssins. Þetta kom fram í viðtali fjölskyldunnar við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Chloe Wiegand, sem var átján mánaða gömul þegar slysið átti sér stað, féll út um opinn glugga á skemmtiferðaskipinu Freedom of the Seas og lét lífið í kjölfarið. Skipið sem er gert út af fyrirtækinu Royal Caribbean Cruises, var við höfn í Púertó Ríkó þegar slysið átti sér stað. Fjölskyldan sem er frá Indiana í Bandaríkjunum, segist ætla að lögsækja fyrirtækið á þeim grundvelli að öryggi um borð hafi verið ófullnægjandi. Michael Winkleman, lögmaður fjölskyldunnar, hefur véfengt lögregluskýrsluna sem lögreglan í Puerto Rico vann í kjölfar slyssins en þar kemur fram að afi stelpunnar hafi misst hana út um gluggann á skipinu á meðan það var við höfn. Lögmaðurinn heldur þess í stað fram að Chloe hafi verið á leiksvæði ætlað börnum þegar hún hafi beðið afa sinn um að lyfta sér upp á handrið svo hún gæti bankað á einn gluggann. Stóð hún þar að hans sögn þegar hún datt skyndilega út um gluggann sem reyndist vera opinn. Móðir barnsins sagði í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina að rekstraraðili skemmtiferðaskipsins hefði getað gert „milljón hluti“ til þess að koma í veg fyrir dauða dóttur sinnar og að óskiljanlegt væri hvers vegna glugginn hafi verið opinn án þess að hafa skerm til að koma í veg fyrir slíkt óhapp. Að þeirra sögn tjáði fyrirtækið Royal Caribbean Cruises þeim að glugginn hafi verið opinn í þeim tilgangi að loftræsta rýmið.
Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 19. júlí 2019 22:12 Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vélarbilun olli því að ekki var hægt að draga úr hraða skipsins er það sigldi í gegn um skipaskurð í Feneyjum. 2. júní 2019 12:31 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 19. júlí 2019 22:12
Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vélarbilun olli því að ekki var hægt að draga úr hraða skipsins er það sigldi í gegn um skipaskurð í Feneyjum. 2. júní 2019 12:31
Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15