„Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 14:42 Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Ferðaþjónustuiðnaðurinn er frekur á starfsfólk, launakostnaði er haldið niðri og mikið er um réttindabrot gagnvart starfsfólki í greininni. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem segir að stéttarfélögin áætli að um 70% tíma þeirra sé varið í að berjast fyrir réttindum starfsfólks í ferðaþjónustu. Það skjóti því skökku við að stjórnvöld séu að móta stefnu í ferðaþjónustu til ársins 2030 án samráðs við vinnandi fólk í greininni. „Að móta stefnu í greininni án þess að eyða einni setningu í aðbúnað, menntun og stöðu þeirra sem vinna vinnuna er einhvers konar met í afneitun,“ segir Drífa.Sjá nánar: Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Hún segir stéttarfélög um allt land hamast við að verja réttindi fólks í ferðaþjónustunni og að þar sé ekki allt fallegt sem þau sjái. Drífa tekur mið af umræðu um afnám sérleyfa í leigubílaakstri. „Flestar borgir þar sem til dæmis Uber hefur fest sig í sessi eru í tómum vandræðum einmitt vegna félagslegra undirboða og yfirvöld reyna af fremsta mætti að vinda ofan af þessari þróun. Þau sem keyra bílana eru langt fyrir neðan lágmarkslaun og arðurinn fer til fyrirtækja sem skráð eru í öðrum löndum,“ segir Drífa. Það sé ekki í boði að ræða breytingar á leigubílaakstri án þess að taka tillit til vinnandi fólks í greininni.„Það ríður enginn feitum hesti frá leigubílaakstri í dag og lækkun verðs á leigubílum þýðir launalækkun fyrir þá sem aka. Þetta er eitt skýrasta dæmi um deilihagkerfi og hvernig það getur snúist gegn vinnandi fólki þar sem einstaklingar eru í samkeppni hver við aðra án þess að vera í föstu ráðningarsambandi með þeim réttindum sem fylgir.“ Betra sé að fara varlega í sakirnar og ávallt krefjast þess stefnumótun til framtíðar sé ekki síst unnin út frá hagsmunum vinnandi fólks. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. 6. júní 2019 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ferðaþjónustuiðnaðurinn er frekur á starfsfólk, launakostnaði er haldið niðri og mikið er um réttindabrot gagnvart starfsfólki í greininni. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, sem segir að stéttarfélögin áætli að um 70% tíma þeirra sé varið í að berjast fyrir réttindum starfsfólks í ferðaþjónustu. Það skjóti því skökku við að stjórnvöld séu að móta stefnu í ferðaþjónustu til ársins 2030 án samráðs við vinnandi fólk í greininni. „Að móta stefnu í greininni án þess að eyða einni setningu í aðbúnað, menntun og stöðu þeirra sem vinna vinnuna er einhvers konar met í afneitun,“ segir Drífa.Sjá nánar: Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Hún segir stéttarfélög um allt land hamast við að verja réttindi fólks í ferðaþjónustunni og að þar sé ekki allt fallegt sem þau sjái. Drífa tekur mið af umræðu um afnám sérleyfa í leigubílaakstri. „Flestar borgir þar sem til dæmis Uber hefur fest sig í sessi eru í tómum vandræðum einmitt vegna félagslegra undirboða og yfirvöld reyna af fremsta mætti að vinda ofan af þessari þróun. Þau sem keyra bílana eru langt fyrir neðan lágmarkslaun og arðurinn fer til fyrirtækja sem skráð eru í öðrum löndum,“ segir Drífa. Það sé ekki í boði að ræða breytingar á leigubílaakstri án þess að taka tillit til vinnandi fólks í greininni.„Það ríður enginn feitum hesti frá leigubílaakstri í dag og lækkun verðs á leigubílum þýðir launalækkun fyrir þá sem aka. Þetta er eitt skýrasta dæmi um deilihagkerfi og hvernig það getur snúist gegn vinnandi fólki þar sem einstaklingar eru í samkeppni hver við aðra án þess að vera í föstu ráðningarsambandi með þeim réttindum sem fylgir.“ Betra sé að fara varlega í sakirnar og ávallt krefjast þess stefnumótun til framtíðar sé ekki síst unnin út frá hagsmunum vinnandi fólks.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. 6. júní 2019 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. 6. júní 2019 07:00