Lögregla í London leitar nú þriggja sundmanna sem saknað er eftir að þeir stungu sér til sunds í ánni Thames. Tilkynnt var um fyrsta sundmanninn í gærkvöldi, annan nokkru síðar við Waterloo-brúna og þann þriðja í grennd við Kingston High Street.
Haft er eftir lögreglu um fyrsta sundmanninn að hann sé talinn 22 ára. Hann hafi verið að synda í ánni ásamt vinum sínum þegar þeir misstu sjónar á honum og hann ekki komið upp á yfirborðið.
Íbúar Vestur-Evrópu búa sig nú undir aðra hitabylgjunni á þessu sumri. Afar heitt hefur verið í Bretlandi síðustu daga en hiti fór yfir 30 stig víða í landinu í gær. Hafa Bretar því í auknum mæli reynt að kæla sig í vötnum og ám. Lögregla í Manchester hefur beint því til foreldra að gæta barna sinna og upplýsa þau um hættur þess að leika sér í vötnum, sérstaklega í ljósi hitabylgjunnar.
Í gærkvöldi fannst lík sundmanns í Gloucesterskíri í suðvesturhluta Englands eftir að hann stakk sér til sunds í stöðuvatni. Maðurinn var úrskurðaður látinn á staðnum.
Leita þriggja sundmanna í Thames

Tengdar fréttir

Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins
Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu.