Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. júlí 2019 20:30 Hjónin Reynir Guðmundsson og Sigríður Lárusdóttir segja biðina erfiða fyrir fjölskylduna. Stöð 2 Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. Ástæðan er plássleysi á gjörgæslu. Maður sem beðið hefur í einn og hálfan mánuð segir biðina hafa mjög slæm áhrif á hann andlega sem og fjölskyldu hans. Yfirlæknir segir ástandið glatað og óviðunandi. Reynir Guðmundsson, fékk hjartabilun í byrjun júní og þarf að fara í hjartaaðgerð. Hann liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og hefur aðgerðinni ítrekað verið frestað þar sem gjörgæslan getur ekki tekið við honum að aðgerð lokinni vegna skorts á rúmum. „Ég er búin að bíða í 39 daga og það er búið að fresta henni þrisvar sinnum og það er ekki viðeigandi ástand.“ Biðin hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu hans og fjölskyldunnar. „Þetta er erfitt fyrir fjölskylduna, þetta er erfitt fyrir hann og þetta er bara ömurlegt.“ „Það er náttúrulega ekkert boðlegt að bíða í fjörutíu daga eftir aðgerð á spítala, segir Sigríður Lárusdóttir, kona Reynis. Reynir hefur sent alþingismönnum bréf vegna málsins þar sem hann hefur óskað eftir því að farið sé yfir stöðuna sem uppi er á gjörgæsludeildinni. Yfirlæknir tekur í sama streng. „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand sem við búum við akkúrat núna. Okkar sjúklingar þurfa gjörgæslurými eftir opnar hjartaskurðaðgerðir í einn til tvo daga og þetta eru þá kannski einu gjörgæslusjúklingarnir sem hægt er að stýra hérna inn í þessi rými þannig að þeir sitja á hakanum fyrir aðeins veikari sjúklingum,“ segir Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á hjarta- og lungnadeild Landspítalans. Aðgerðirnar skipti umrædda sjúklingana þó gríðarlega miklu máli. Aðgerðirnar séu venjulega framkvæmdar innan nokkurra daga en biðin sé nú um 25 - 30 dagar. Fólkið sé það veikt að það geti ekki beðið heima. Þá velta hjónin fyrir sér kostnaði samfélagsins af því að hafa fólk sem gæti verið í vinnu í biðstöðu. „Ég hef ekkert farið í vinnu heldur. Þannig að þetta kostað samfélagið. það eru fleiri og fleiri manns sem liggja bara hér og geta ekki annað, segir Sigríður. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. Ástæðan er plássleysi á gjörgæslu. Maður sem beðið hefur í einn og hálfan mánuð segir biðina hafa mjög slæm áhrif á hann andlega sem og fjölskyldu hans. Yfirlæknir segir ástandið glatað og óviðunandi. Reynir Guðmundsson, fékk hjartabilun í byrjun júní og þarf að fara í hjartaaðgerð. Hann liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og hefur aðgerðinni ítrekað verið frestað þar sem gjörgæslan getur ekki tekið við honum að aðgerð lokinni vegna skorts á rúmum. „Ég er búin að bíða í 39 daga og það er búið að fresta henni þrisvar sinnum og það er ekki viðeigandi ástand.“ Biðin hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu hans og fjölskyldunnar. „Þetta er erfitt fyrir fjölskylduna, þetta er erfitt fyrir hann og þetta er bara ömurlegt.“ „Það er náttúrulega ekkert boðlegt að bíða í fjörutíu daga eftir aðgerð á spítala, segir Sigríður Lárusdóttir, kona Reynis. Reynir hefur sent alþingismönnum bréf vegna málsins þar sem hann hefur óskað eftir því að farið sé yfir stöðuna sem uppi er á gjörgæsludeildinni. Yfirlæknir tekur í sama streng. „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand sem við búum við akkúrat núna. Okkar sjúklingar þurfa gjörgæslurými eftir opnar hjartaskurðaðgerðir í einn til tvo daga og þetta eru þá kannski einu gjörgæslusjúklingarnir sem hægt er að stýra hérna inn í þessi rými þannig að þeir sitja á hakanum fyrir aðeins veikari sjúklingum,“ segir Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á hjarta- og lungnadeild Landspítalans. Aðgerðirnar skipti umrædda sjúklingana þó gríðarlega miklu máli. Aðgerðirnar séu venjulega framkvæmdar innan nokkurra daga en biðin sé nú um 25 - 30 dagar. Fólkið sé það veikt að það geti ekki beðið heima. Þá velta hjónin fyrir sér kostnaði samfélagsins af því að hafa fólk sem gæti verið í vinnu í biðstöðu. „Ég hef ekkert farið í vinnu heldur. Þannig að þetta kostað samfélagið. það eru fleiri og fleiri manns sem liggja bara hér og geta ekki annað, segir Sigríður.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira