Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Selfoss 2-1 | Blikar sluppu með skrekkinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. júlí 2019 22:00 Blikar fagna öðru marka sinna í kvöld vísir/bára Breiðablik stöðvaði sigurgöngu Selfoss í Pepsi Max deild kvenna með sigri á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sluppu með skrekkinn eftir að hafa verið nánast í nauðvörn í lok leiks. Fyrir þennan leik hafði Selfoss ekki tapað leik síðan í byrjun júní, unnið þrjá í röð í deildinni og komið í úrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum. Því var ekkert úr vegi að Selfyssingar gætu strítt sterku liði Blika, en eftir aðeins örfáar mínútur af leiknum var ljóst að svo yrði líklega ekki. Breiðablik byrjaði að ógna marki strax á fyrstu mínútunum. Selfoss náði að koma sér í tvær vænlegar sóknir sem þó varð ekkert úr á áður en sóknartilburðir Blika báru árangur og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta markið eftir 21 mínútu. Markið gerði ekkert til þess að efla Selfyssinga í að reyna að jafna leikinn heldur urðu sóknaryfirburðir Blika bara meiri. Undir lok fyrri hálfleiks átti Hildur Antonsdóttir góðan sprett sem endaði í fyrirgjöf fyrir markið þar sem Alexandra Jóhannsdóttir stýrði boltanum í netið af stuttu færi. Blikar fóru með sanngjarna 2-0 forystu inn í hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri endaði en þegar komið var fram á 68. mínútu fékk Magdalena Anna Reimus stungusendingu inn fyrir vörn Blika og lagði boltann í netið. Eftir það snerist leikurinn við. Það var eins og Blikar féllu eitthvað inn í skelina og Selfyssingar gengu á lagið. Magdalena átti annað mjög svipað færi stuttu seinna en setti þá boltann fram hjá markinu. Undir lokin lá við að Blikar væru í nauðvörn, Selfyssingar sóttu jöfnunarmarkið stíft en þær uppskáru ekki úr klafsinu og þurftu að sætta sig við tap. Breiðablik heldur því í við Val á toppi deildarinnar en bilið í markatölunni hækkar því Valskonur unnu þriggja marka sigur í kvöld.vísir/báraAf hverju vann Breiðablik? Taflan segir skýrt og greinilega að Breiðablik og Valur eru bestu liðin í þessari deild og það sást í rúmlega klukkutíma í dag. Það sást hins vegar líka mjög vel að Blikar eru ekki ósigrandi og að það er ekki að ástæðulausu að Selfoss er komið í bikarúrslit. Breiðablik hefði líklega átt að vera búið að koma sér í betri forystu og þá hefðu þær sloppið við þetta stress undir lok leiksins. En, þær kunna að verjast og gerðu það vel og héldu út.Hverjar stóðu upp úr? Það er mjög erfitt að velja einhvern einn leikmann út. Hildur Antonsdóttir átti frábæran sprett í marki Alexöndru sem hún lagði upp, Berglind Björg kom sér oft í mjög góð færi, varnarlína Blika var heilt yfir mjög sterk þó þær hafi misst Magdalenu tvisvar illa inn fyrir sig. Hjá Selfyssingum fóru Magdalena og Hólmfríður Magnúsdóttir að láta meira finna fyrir sér undir lokin en það var lítið að frétta frá þeim í fyrri hálfleik.Hvað gekk illa? Gestirnir að austan fengu boltann ekki mikið bróðurpartinn af leiknum og þegar þær fengu hann þá gerðist lítið sem ekkert. En þær sýndu karakter og komu til baka. Að sama skapi gekk Blikum frekar illa að nýta færin sín. Þær hefðu hæglega geta verið búnar að skora í það minnsta tvö, þrjú mörk í viðbót áður en Selfyssingar náðu sínu inn.Hvað gerist næst? Blikar taka á móti Keflavík á laugardaginn. Selfyssingar leika ekki fyrr en á þriðjudag, þær fá HK/Víking austur fyrir fjall.vísir/báraSteini: Ætla ekki að kommenta á dómarann og það er ástæða fyrir því „Sáttur við þrjú stig. Við spiluðum góðar 65 mínútur, vorum miklu betri og áttum að vera búnar að skora fleiri mörk. Svo kom smá stress þegar við fengum á okkur markið en við fengum alveg færi eftir það,“ sagði Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari Breiðabliks. „Sigurinn var sanngjarn en það lá óþarflega mikið á okkur í restina.“ „Þriðja markið, þetta fræga þriðja mark, það er alltaf talað um að það geti haft stór áhrif á leikinn og það gerði það í dag, það setti smá kraft í þær. Áður en þær skoruðu var í rauninni ekkert að gerast, við stýrðum leiknum, vorum miklu betri og vorum að skapa færi en þær hættu aldrei.“ Það var nokkur hiti í stúkunni út í dómarann, beggja vegna, og Þorsteinn sjálfur lét í sér heyra á hliðarlínunni. Hann vildi þó lítið tjá sig um sitt álit á störfum dómarans í leikslok. „Ég ætla ekkert að kommenta á það og það er ástæða fyrir því,“ sagði Þorsteinn Halldórsson.vísir/báraAlfreð: Verðum að trúa því að við séum bestar Þjálfari Selfyssinga, Alfreð Elías Jóhannsson, sagði tapið hafa verið grútsvekkjandi. „Ég hef oft sagt það í fjölmiðlum að við erum í fantaformi, og það er hundsvekkjandi að við skildum tapa þessum leik,“ sagði Alfreð. „Það segir okkur hvert við erum komnar. Við viljum vera metnar á móti þessum bestu liðum og við gáfum þeim leik. En það var klárlega nánast eitt lið á vellinum í 65 mínútur. Síðan snerist dæmið við.“ Hann sagði það hafa verið karakter í stelpunum sem bjó til endurkomuna frekar en að hann hefði breytt einhverju. „Þær eru bestar þegar þær vilja það. Við verðum bara að trúa því að við séum bestar.“ Þrátt fyrir óánægju í stúkunni var Alfreð sáttur með frammistöðu dómarans í kvöld. „Mér fannst hann frábær. Mér fannst hann mjög góður og get ekkert sett út á hann. Þetta er einn af þeim betri í deildinni sem hefur dæmt hjá mér, hann dæmdi síðasta leik líka og var mjög góður þar. Ég ætla ekkert að kvarta, það var aðallega bara fólkið í stúkunni held ég sem sá ekki leikinn.“vísir/báraAgla María: Einu færin þeirra voru þessi sem Magdalena kemst í „Þetta var hörku leikur, eins og við áttum von á. Þær eru með hörku lið, búnar að vera á miklu skriði og ekki fá á sig mörk í ég veit ekki hvað mörgum leikjum, þannig að við erum bara mjög ánægðar með að hafa náð þessum sigri. Þetta hefði alveg getað endað í jafntefli,“ sagði Agla María Albertsdóttir. „Mér fannst við ekki einbeitingarlausar,“ sagði Agla María spurð að því hvað hefði farið úrskeiðis sem hleypti Selfyssingum inn í leikinn. „Þetta hefði alveg getað fallið líka með okkur, við fengum nokkur færi. Einu færin þeirra í raun og veru eru þessi færi sem Magdalena kemst í og hún klárar annað þeirra.“ Agla María gat ekki neitað því að það hefði verið byrjað að fara um þær undir lokin. „Auðvitað var alveg stress, við vorum einu marki yfir, en það var mjög gott að ná að klára þetta.“ Breiðablik hélt pressunni á topplið Vals með sigrinum og það er bara eitt markmið í Kópavoginum. „Við ætlum að vinna alla leiki sem eftir eru og ætlum að standa uppi sem sigurvegarar í lok móts.“vísir/báraHólmfríður: Það hefur enginn trú á okkur „Mér fannst við ekki spila vel í fyrri hálfleik en við komum brjálaðar út í seinni hálfleik og stóðum vel í þeim. Skorum eitt mark og hefðum getað gert betur og allavega jafnað leikinn því mér fannst við vera betri aðilinn síðustu 30 mínúturnar,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir í leikslok. Í hálfleik benti lítið til þess að Selfoss myndi koma til baka, heimakonur voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik. „Nei, það hefur enginn trú á okkur,“ sagði Hólmfríður. „En það er mikilvægt að við höfum trú á okkur sjálfum og gefumst aldrei upp. Selfoss-liðið er þekkt fyrir það.“ „Við erum allar í þrusu formi og við ætluðum okkur að koma til baka. Við höfum gert það áður og hvort sem það er Breiðablik eða eitthvað annað lið, það skiptir ekki máli.“ „Við höfum trú á okkur, en Breiðablik er líka með þrusugott lið og með frábæra leikmenn í hverri stöðu en við gáfum þeim góðan leik í dag.“ Fyrir leikinn hafði Selfoss ekki tapað leik í deild og bikar síðan 5. júní. Hefur þetta tap einhver áhrif á þær upp á framhaldið? „Stundum er bara gott að fá spark í rassinn.“ „Það er ekkert alltaf þannig að maður á að vinna alla leiki, við komum bara brjálaðar í næsta leik,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna
Breiðablik stöðvaði sigurgöngu Selfoss í Pepsi Max deild kvenna með sigri á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sluppu með skrekkinn eftir að hafa verið nánast í nauðvörn í lok leiks. Fyrir þennan leik hafði Selfoss ekki tapað leik síðan í byrjun júní, unnið þrjá í röð í deildinni og komið í úrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum. Því var ekkert úr vegi að Selfyssingar gætu strítt sterku liði Blika, en eftir aðeins örfáar mínútur af leiknum var ljóst að svo yrði líklega ekki. Breiðablik byrjaði að ógna marki strax á fyrstu mínútunum. Selfoss náði að koma sér í tvær vænlegar sóknir sem þó varð ekkert úr á áður en sóknartilburðir Blika báru árangur og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta markið eftir 21 mínútu. Markið gerði ekkert til þess að efla Selfyssinga í að reyna að jafna leikinn heldur urðu sóknaryfirburðir Blika bara meiri. Undir lok fyrri hálfleiks átti Hildur Antonsdóttir góðan sprett sem endaði í fyrirgjöf fyrir markið þar sem Alexandra Jóhannsdóttir stýrði boltanum í netið af stuttu færi. Blikar fóru með sanngjarna 2-0 forystu inn í hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri endaði en þegar komið var fram á 68. mínútu fékk Magdalena Anna Reimus stungusendingu inn fyrir vörn Blika og lagði boltann í netið. Eftir það snerist leikurinn við. Það var eins og Blikar féllu eitthvað inn í skelina og Selfyssingar gengu á lagið. Magdalena átti annað mjög svipað færi stuttu seinna en setti þá boltann fram hjá markinu. Undir lokin lá við að Blikar væru í nauðvörn, Selfyssingar sóttu jöfnunarmarkið stíft en þær uppskáru ekki úr klafsinu og þurftu að sætta sig við tap. Breiðablik heldur því í við Val á toppi deildarinnar en bilið í markatölunni hækkar því Valskonur unnu þriggja marka sigur í kvöld.vísir/báraAf hverju vann Breiðablik? Taflan segir skýrt og greinilega að Breiðablik og Valur eru bestu liðin í þessari deild og það sást í rúmlega klukkutíma í dag. Það sást hins vegar líka mjög vel að Blikar eru ekki ósigrandi og að það er ekki að ástæðulausu að Selfoss er komið í bikarúrslit. Breiðablik hefði líklega átt að vera búið að koma sér í betri forystu og þá hefðu þær sloppið við þetta stress undir lok leiksins. En, þær kunna að verjast og gerðu það vel og héldu út.Hverjar stóðu upp úr? Það er mjög erfitt að velja einhvern einn leikmann út. Hildur Antonsdóttir átti frábæran sprett í marki Alexöndru sem hún lagði upp, Berglind Björg kom sér oft í mjög góð færi, varnarlína Blika var heilt yfir mjög sterk þó þær hafi misst Magdalenu tvisvar illa inn fyrir sig. Hjá Selfyssingum fóru Magdalena og Hólmfríður Magnúsdóttir að láta meira finna fyrir sér undir lokin en það var lítið að frétta frá þeim í fyrri hálfleik.Hvað gekk illa? Gestirnir að austan fengu boltann ekki mikið bróðurpartinn af leiknum og þegar þær fengu hann þá gerðist lítið sem ekkert. En þær sýndu karakter og komu til baka. Að sama skapi gekk Blikum frekar illa að nýta færin sín. Þær hefðu hæglega geta verið búnar að skora í það minnsta tvö, þrjú mörk í viðbót áður en Selfyssingar náðu sínu inn.Hvað gerist næst? Blikar taka á móti Keflavík á laugardaginn. Selfyssingar leika ekki fyrr en á þriðjudag, þær fá HK/Víking austur fyrir fjall.vísir/báraSteini: Ætla ekki að kommenta á dómarann og það er ástæða fyrir því „Sáttur við þrjú stig. Við spiluðum góðar 65 mínútur, vorum miklu betri og áttum að vera búnar að skora fleiri mörk. Svo kom smá stress þegar við fengum á okkur markið en við fengum alveg færi eftir það,“ sagði Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari Breiðabliks. „Sigurinn var sanngjarn en það lá óþarflega mikið á okkur í restina.“ „Þriðja markið, þetta fræga þriðja mark, það er alltaf talað um að það geti haft stór áhrif á leikinn og það gerði það í dag, það setti smá kraft í þær. Áður en þær skoruðu var í rauninni ekkert að gerast, við stýrðum leiknum, vorum miklu betri og vorum að skapa færi en þær hættu aldrei.“ Það var nokkur hiti í stúkunni út í dómarann, beggja vegna, og Þorsteinn sjálfur lét í sér heyra á hliðarlínunni. Hann vildi þó lítið tjá sig um sitt álit á störfum dómarans í leikslok. „Ég ætla ekkert að kommenta á það og það er ástæða fyrir því,“ sagði Þorsteinn Halldórsson.vísir/báraAlfreð: Verðum að trúa því að við séum bestar Þjálfari Selfyssinga, Alfreð Elías Jóhannsson, sagði tapið hafa verið grútsvekkjandi. „Ég hef oft sagt það í fjölmiðlum að við erum í fantaformi, og það er hundsvekkjandi að við skildum tapa þessum leik,“ sagði Alfreð. „Það segir okkur hvert við erum komnar. Við viljum vera metnar á móti þessum bestu liðum og við gáfum þeim leik. En það var klárlega nánast eitt lið á vellinum í 65 mínútur. Síðan snerist dæmið við.“ Hann sagði það hafa verið karakter í stelpunum sem bjó til endurkomuna frekar en að hann hefði breytt einhverju. „Þær eru bestar þegar þær vilja það. Við verðum bara að trúa því að við séum bestar.“ Þrátt fyrir óánægju í stúkunni var Alfreð sáttur með frammistöðu dómarans í kvöld. „Mér fannst hann frábær. Mér fannst hann mjög góður og get ekkert sett út á hann. Þetta er einn af þeim betri í deildinni sem hefur dæmt hjá mér, hann dæmdi síðasta leik líka og var mjög góður þar. Ég ætla ekkert að kvarta, það var aðallega bara fólkið í stúkunni held ég sem sá ekki leikinn.“vísir/báraAgla María: Einu færin þeirra voru þessi sem Magdalena kemst í „Þetta var hörku leikur, eins og við áttum von á. Þær eru með hörku lið, búnar að vera á miklu skriði og ekki fá á sig mörk í ég veit ekki hvað mörgum leikjum, þannig að við erum bara mjög ánægðar með að hafa náð þessum sigri. Þetta hefði alveg getað endað í jafntefli,“ sagði Agla María Albertsdóttir. „Mér fannst við ekki einbeitingarlausar,“ sagði Agla María spurð að því hvað hefði farið úrskeiðis sem hleypti Selfyssingum inn í leikinn. „Þetta hefði alveg getað fallið líka með okkur, við fengum nokkur færi. Einu færin þeirra í raun og veru eru þessi færi sem Magdalena kemst í og hún klárar annað þeirra.“ Agla María gat ekki neitað því að það hefði verið byrjað að fara um þær undir lokin. „Auðvitað var alveg stress, við vorum einu marki yfir, en það var mjög gott að ná að klára þetta.“ Breiðablik hélt pressunni á topplið Vals með sigrinum og það er bara eitt markmið í Kópavoginum. „Við ætlum að vinna alla leiki sem eftir eru og ætlum að standa uppi sem sigurvegarar í lok móts.“vísir/báraHólmfríður: Það hefur enginn trú á okkur „Mér fannst við ekki spila vel í fyrri hálfleik en við komum brjálaðar út í seinni hálfleik og stóðum vel í þeim. Skorum eitt mark og hefðum getað gert betur og allavega jafnað leikinn því mér fannst við vera betri aðilinn síðustu 30 mínúturnar,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir í leikslok. Í hálfleik benti lítið til þess að Selfoss myndi koma til baka, heimakonur voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik. „Nei, það hefur enginn trú á okkur,“ sagði Hólmfríður. „En það er mikilvægt að við höfum trú á okkur sjálfum og gefumst aldrei upp. Selfoss-liðið er þekkt fyrir það.“ „Við erum allar í þrusu formi og við ætluðum okkur að koma til baka. Við höfum gert það áður og hvort sem það er Breiðablik eða eitthvað annað lið, það skiptir ekki máli.“ „Við höfum trú á okkur, en Breiðablik er líka með þrusugott lið og með frábæra leikmenn í hverri stöðu en við gáfum þeim góðan leik í dag.“ Fyrir leikinn hafði Selfoss ekki tapað leik í deild og bikar síðan 5. júní. Hefur þetta tap einhver áhrif á þær upp á framhaldið? „Stundum er bara gott að fá spark í rassinn.“ „Það er ekkert alltaf þannig að maður á að vinna alla leiki, við komum bara brjálaðar í næsta leik,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti