Ólafur: Bið stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2019 21:37 Ólafur var afar óhress með frammistöðu sinna manna. vísir/bára „Fyrstu viðbrögð eru að biðja stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins í kvöld og óska HK til hamingju með sigurinn. Þeir verðskulduðu hann. Þetta var mjög slök frammistaða hjá FH-liðinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. FH var 2-0 undir í hálfleik og þrátt fyrir fjölmargar sóknir í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. „Í byrjun seinni hálfleiks áttum við upphlaup en það hékk ekkert saman hjá okkur í kvöld. Þegar við ætluðum að fara hátt og pressa var vörnin gisin. Sendingar, gegnumbrot, í raun allt, var ekki í lagi. Við áttum ekkert annað skilið en að tap í þessum leik. Þetta var döpur frammistaða frá A til Ö og mikil vonbrigði.“ Í síðustu þremur deildarleikjum fyrir leikinn í kvöld hafði FH fengið sjö stig af níu mögulegum. Ólafur segir því svekkjandi að hafa tekið skref aftur á bak í kvöld. „Þessi dýfa var djúp. Stundum hefur maður verið spurður hvort það sé krísa í liðunum sem maður hefur verið að þjálfa og það er alveg óhætt að segja að þegar heildarbragurinn á liðinu er eins og hann er fer maður að spyrja sig hvort það sé krísa,“ sagði Ólafur. „Við þurfum að grafa ansi djúpt, leikmenn og þjálfarateymi, til að fá svör. Það sem við vorum búnir að gera í tveimur leikjum á undan gefur andskotann ekkert.“ Félagaskiptaglugginn rennur út um mánaðarmótin. Ólafur vonast til að geta styrkt lið FH. „Ég vona að við gerum eitthvað,“ sagði Ólafur. FH missti af Kristjáni Flóka Finnbogasyni til KR. Í viðtali við Fótbolta.net sagði hann að KR hefði verið meira spennandi en FH. Ólafur vildi lítið tjá sig um þau ummæli. „Kristján Flóki valdi KR og ég hef ekkert út á það að setja. Við vildum fá hann og hann vissi af því. Mönnum er frjálst að velja og við virðum hans ákvörðun,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. 22. júlí 2019 22:00 Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Sport „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru að biðja stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins í kvöld og óska HK til hamingju með sigurinn. Þeir verðskulduðu hann. Þetta var mjög slök frammistaða hjá FH-liðinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. FH var 2-0 undir í hálfleik og þrátt fyrir fjölmargar sóknir í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. „Í byrjun seinni hálfleiks áttum við upphlaup en það hékk ekkert saman hjá okkur í kvöld. Þegar við ætluðum að fara hátt og pressa var vörnin gisin. Sendingar, gegnumbrot, í raun allt, var ekki í lagi. Við áttum ekkert annað skilið en að tap í þessum leik. Þetta var döpur frammistaða frá A til Ö og mikil vonbrigði.“ Í síðustu þremur deildarleikjum fyrir leikinn í kvöld hafði FH fengið sjö stig af níu mögulegum. Ólafur segir því svekkjandi að hafa tekið skref aftur á bak í kvöld. „Þessi dýfa var djúp. Stundum hefur maður verið spurður hvort það sé krísa í liðunum sem maður hefur verið að þjálfa og það er alveg óhætt að segja að þegar heildarbragurinn á liðinu er eins og hann er fer maður að spyrja sig hvort það sé krísa,“ sagði Ólafur. „Við þurfum að grafa ansi djúpt, leikmenn og þjálfarateymi, til að fá svör. Það sem við vorum búnir að gera í tveimur leikjum á undan gefur andskotann ekkert.“ Félagaskiptaglugginn rennur út um mánaðarmótin. Ólafur vonast til að geta styrkt lið FH. „Ég vona að við gerum eitthvað,“ sagði Ólafur. FH missti af Kristjáni Flóka Finnbogasyni til KR. Í viðtali við Fótbolta.net sagði hann að KR hefði verið meira spennandi en FH. Ólafur vildi lítið tjá sig um þau ummæli. „Kristján Flóki valdi KR og ég hef ekkert út á það að setja. Við vildum fá hann og hann vissi af því. Mönnum er frjálst að velja og við virðum hans ákvörðun,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. 22. júlí 2019 22:00 Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Sport „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. 22. júlí 2019 22:00