Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. júlí 2019 18:45 Kerskálarnir þrír í Straumsvík en þriðja skálanum sem stendur við Reykjanesbraut var lokað í nótt. Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð um lokun þriðja kerskálans í morgun.Rannveig Rist forstjóri RioTinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð í morgun um að hálfur skáli 3 hafi verið tekinn út í gær og í nótt hafi hinn helmingurinn verið tekinn út. Þetta var gert til að bregðast við óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súrálsins. Ákvörðunin um að taka skálann út var tekin til að tryggja öryggi starfsfólks. Þá kom fram að nú þyrfti að að leggja áherslu á að ná kerskálum 1 og 2 á beinu brautina en þar væru samtals 16 ker úti. Þá minnti hún á að þó erfiðleikar væru í rekstrinum þá skipti ekkert meira máli en að allir færu heilir heim. Rannveig gaf ekki kost á viðtali vegna málsins.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá í framhaldið.Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Við erum fyrst og fremst að koma jafnvægi á reksturinn og svo verða ákvarðanir teknar. Það er ekkert hægt að segja til um framvinduna,“ segir Bjarni Már. Þetta er annað sinn frá upphafi árið 1969 sem kerskála er lokað en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfseminni aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Bjarni segir að þrátt fyrir lokunina í dag hafi enginn verið sendur heim. „Það er ennþá verið að vinna á þessu svæðiþað er engin breyting þar á,“ segir Bjarni. Hann segir að engin slys hafi orðið en óstöðugleikinn í kerskálanum stafi af því að verið sé að nota annað súrál en venjulega vegna óstöðugleika á heimsmörkuðum. „Annars vegar er hálfgert viðskiptastríð á heimsmörkuðum og svo lokaði stór súrálsverksmiðja í Braselíu sem hafði áhrif á framboðið,“ segir Bjarni að lokum. Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð um lokun þriðja kerskálans í morgun.Rannveig Rist forstjóri RioTinto á Íslandi sendi starfsfólki skilaboð í morgun um að hálfur skáli 3 hafi verið tekinn út í gær og í nótt hafi hinn helmingurinn verið tekinn út. Þetta var gert til að bregðast við óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súrálsins. Ákvörðunin um að taka skálann út var tekin til að tryggja öryggi starfsfólks. Þá kom fram að nú þyrfti að að leggja áherslu á að ná kerskálum 1 og 2 á beinu brautina en þar væru samtals 16 ker úti. Þá minnti hún á að þó erfiðleikar væru í rekstrinum þá skipti ekkert meira máli en að allir færu heilir heim. Rannveig gaf ekki kost á viðtali vegna málsins.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá í framhaldið.Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Við erum fyrst og fremst að koma jafnvægi á reksturinn og svo verða ákvarðanir teknar. Það er ekkert hægt að segja til um framvinduna,“ segir Bjarni Már. Þetta er annað sinn frá upphafi árið 1969 sem kerskála er lokað en það gerðist síðast árið 2006 þegar rafmagn fór af kerskála þrjú. Þá var tjónið metið á fjórða milljarða og tók mánuði að koma allri starfseminni aftur í gang. Um þriðjungur álframleiðslu álversins fer fram í skála þrjú. Bjarni segir að þrátt fyrir lokunina í dag hafi enginn verið sendur heim. „Það er ennþá verið að vinna á þessu svæðiþað er engin breyting þar á,“ segir Bjarni. Hann segir að engin slys hafi orðið en óstöðugleikinn í kerskálanum stafi af því að verið sé að nota annað súrál en venjulega vegna óstöðugleika á heimsmörkuðum. „Annars vegar er hálfgert viðskiptastríð á heimsmörkuðum og svo lokaði stór súrálsverksmiðja í Braselíu sem hafði áhrif á framboðið,“ segir Bjarni að lokum.
Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira