Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2019 10:08 Frá álverinu í Straumsvík. fréttablaðið/ernir Slökkt hefur verið á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súráls. Ákveðið var að slökkva á kerskálanum til að tryggja öryggi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. Upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Í tilkynningu segir að fyrst hafi verið slökkt á hálfum kerskála 3 og síðar ákveðið að slökkva einnig á hinum helmingnum. Vonir höfðu staðið til þess á föstudag að ástandið færi að batna í skálanum en svo fór ekki. Rannveig Rist forstjóri ISAL færir starfsfólki þakkir fyrir að bregðast hratt og vel við í þeim aðstæðum sem upp komu nú um helgina. Enn sé jafnframt slökkt á sextán kerjum í kerskálum 1 og 2 en lögð verði áhersla á að koma þeim á „beinu brautina“, líkt og segir í tilkynningunni. 160 ker eru í hverjum kerskála í álverinu.Enginn verði sendur heim Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi verið tekin til að bregðast við óstöðugleika í rekstri skálans.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.„Þessi óstöðugleiki er fyrst og fremst rakinn til þess að við höfum verið að fá súrál það sem af er þessu ári sem er aðeins öðruvísi en það sem við eigum að venjast. Þessi ákvörðun er tekin til að bregðast við þessum óróa og fyrst og fremst til að tryggja aðstæður og öryggi starfsfólks.“ Það séu aðallega sviptingar á mörkuðum sem valdi þessum hráefnisbreytingum. „Það hafa verið mjög óvenjulegar aðstæður á súrálsmörkuðum í heiminum undanfarið ár. Það geisar ákveðið viðskiptastríð á stóra sviðinu. Svo var mjög stór súrálsverksmiðja í Brasilíu sem lokaði í fyrra þannig að það var skortur á súráli. Menn hafa þurft að bregðast við með öðrum hætti en verið hefur og við erum að finna að einhverju leyti fyrir því.“ Bjarni segir ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hversu lengi kerskálinn verði lokaður. Skálinn stendur undir um þriðjungi af framleiðslu álversins en Bjarni segir þó að stöðvunin muni ekki hafa áhrif á starfsfólk, enn sé unnið á svæðinu og ekki þurfi að grípa til þess að senda fólk heim. Var einhvern tímann hætta á ferðum?„Nei. Þetta er ákvörðun sem er tekin til að bregðast við og í raun og veru koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá upplýsingafulltrúa Rio Tinto á Íslandi. Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Slökkt hefur verið á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súráls. Ákveðið var að slökkva á kerskálanum til að tryggja öryggi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. Upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Í tilkynningu segir að fyrst hafi verið slökkt á hálfum kerskála 3 og síðar ákveðið að slökkva einnig á hinum helmingnum. Vonir höfðu staðið til þess á föstudag að ástandið færi að batna í skálanum en svo fór ekki. Rannveig Rist forstjóri ISAL færir starfsfólki þakkir fyrir að bregðast hratt og vel við í þeim aðstæðum sem upp komu nú um helgina. Enn sé jafnframt slökkt á sextán kerjum í kerskálum 1 og 2 en lögð verði áhersla á að koma þeim á „beinu brautina“, líkt og segir í tilkynningunni. 160 ker eru í hverjum kerskála í álverinu.Enginn verði sendur heim Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi verið tekin til að bregðast við óstöðugleika í rekstri skálans.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.„Þessi óstöðugleiki er fyrst og fremst rakinn til þess að við höfum verið að fá súrál það sem af er þessu ári sem er aðeins öðruvísi en það sem við eigum að venjast. Þessi ákvörðun er tekin til að bregðast við þessum óróa og fyrst og fremst til að tryggja aðstæður og öryggi starfsfólks.“ Það séu aðallega sviptingar á mörkuðum sem valdi þessum hráefnisbreytingum. „Það hafa verið mjög óvenjulegar aðstæður á súrálsmörkuðum í heiminum undanfarið ár. Það geisar ákveðið viðskiptastríð á stóra sviðinu. Svo var mjög stór súrálsverksmiðja í Brasilíu sem lokaði í fyrra þannig að það var skortur á súráli. Menn hafa þurft að bregðast við með öðrum hætti en verið hefur og við erum að finna að einhverju leyti fyrir því.“ Bjarni segir ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hversu lengi kerskálinn verði lokaður. Skálinn stendur undir um þriðjungi af framleiðslu álversins en Bjarni segir þó að stöðvunin muni ekki hafa áhrif á starfsfólk, enn sé unnið á svæðinu og ekki þurfi að grípa til þess að senda fólk heim. Var einhvern tímann hætta á ferðum?„Nei. Þetta er ákvörðun sem er tekin til að bregðast við og í raun og veru koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá upplýsingafulltrúa Rio Tinto á Íslandi.
Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira