Telja sig fá lítinn stuðning þrátt fyrir lífshættulegt ástand Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2019 21:15 Móðir drengs, sem fór hratt inn í heim neyslunnar, segir barnið sitt ítrekað daðra við dauðann. Þrátt fyrir það séu úrræði engin sem styðji hann og fjölskylduna við að koma honum út úr þessum aðstæðum. Mikið sé um ódýrt læknadóp á götum borgarinnar. Í kjölfar umræðunnar um að Landspítalinn hafi ekki, enn sem komið er, tök á að þjónusta ungmenni í neyslu- og fíknivanda og veita með afeitrunarmeðferð, bráðameðferð og aðra þá sjúkrahús þjónustu sem þarf, tjáði Sigríður Þóra Óðinsdóttir, móðir ungs drengs með fíknivanda, sig á Facebook um þann vanda sem fjölskyldan glímir við. Í nóvember í fyrra fól heilbrigðisráðherra Landspítalanum að taka á móti ungmennum í neyslu- og með fíknivanda. Ekki hefur enn tekist að koma því á laggirnar. Ráðherra hefur því samið við SÁÁ að meðferð fyrir börn undir 18 ára aldri verði áfram á Vogi sem stendur. „Hann byrjaði í sinni neyslu bara fyrir ári síðan. Við erum að tala um ár. Neyslan hans breyttist alveg rosalega eftir áramót núna. Þá erum við að tala um þessi harðari efni. Þegar hann er kominn þangað, eða þegar krakkar eru komnir þangað almennt, af því sagan okkar er ekki bara sagan okkar, þá fer þetta rosalega hratt niður,“ segir Sigríður. Hún segir mikiðúrræðaleysi í kerfinu og að sonur sinn falli í raun á milli kerfa. Ef börn séu ekki með greiningu á ofvirkni, athyglisbrest eða eitthvað slíkt, þá hafi þau ekki greiðan aðgang inn í stuðningskerfið. „Í okkar tilfelli þá höfum við ekki náð að koma drengnum í gegnum greiningarferli. Hann þarf að vera í góðu ástandi til að gera það. Ef hann er á slæmum stað þá getur hann ekki farið í greiningarferlið ef hann hefur ekki farið í greiningarferlið þá getur hann ekki fengið þá aðstoð sem er jú klárlega til staðar. En það er ekki aðgangur í fyrir hann,“ segir hún. Úrræðin séu svo fá að sonur hennar sé með neyslufélaga sínum í meðferð eins og staðan er í dag. „Maður veit alveg hvernig sú saga endar af því að svo er bara spurning hvað kemur eftir meðferðina. Það er í raun lítil stuðningur við fjölskylduna sem kemur eftir meðferð,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Móðir drengs, sem fór hratt inn í heim neyslunnar, segir barnið sitt ítrekað daðra við dauðann. Þrátt fyrir það séu úrræði engin sem styðji hann og fjölskylduna við að koma honum út úr þessum aðstæðum. Mikið sé um ódýrt læknadóp á götum borgarinnar. Í kjölfar umræðunnar um að Landspítalinn hafi ekki, enn sem komið er, tök á að þjónusta ungmenni í neyslu- og fíknivanda og veita með afeitrunarmeðferð, bráðameðferð og aðra þá sjúkrahús þjónustu sem þarf, tjáði Sigríður Þóra Óðinsdóttir, móðir ungs drengs með fíknivanda, sig á Facebook um þann vanda sem fjölskyldan glímir við. Í nóvember í fyrra fól heilbrigðisráðherra Landspítalanum að taka á móti ungmennum í neyslu- og með fíknivanda. Ekki hefur enn tekist að koma því á laggirnar. Ráðherra hefur því samið við SÁÁ að meðferð fyrir börn undir 18 ára aldri verði áfram á Vogi sem stendur. „Hann byrjaði í sinni neyslu bara fyrir ári síðan. Við erum að tala um ár. Neyslan hans breyttist alveg rosalega eftir áramót núna. Þá erum við að tala um þessi harðari efni. Þegar hann er kominn þangað, eða þegar krakkar eru komnir þangað almennt, af því sagan okkar er ekki bara sagan okkar, þá fer þetta rosalega hratt niður,“ segir Sigríður. Hún segir mikiðúrræðaleysi í kerfinu og að sonur sinn falli í raun á milli kerfa. Ef börn séu ekki með greiningu á ofvirkni, athyglisbrest eða eitthvað slíkt, þá hafi þau ekki greiðan aðgang inn í stuðningskerfið. „Í okkar tilfelli þá höfum við ekki náð að koma drengnum í gegnum greiningarferli. Hann þarf að vera í góðu ástandi til að gera það. Ef hann er á slæmum stað þá getur hann ekki farið í greiningarferlið ef hann hefur ekki farið í greiningarferlið þá getur hann ekki fengið þá aðstoð sem er jú klárlega til staðar. En það er ekki aðgangur í fyrir hann,“ segir hún. Úrræðin séu svo fá að sonur hennar sé með neyslufélaga sínum í meðferð eins og staðan er í dag. „Maður veit alveg hvernig sú saga endar af því að svo er bara spurning hvað kemur eftir meðferðina. Það er í raun lítil stuðningur við fjölskylduna sem kemur eftir meðferð,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira