Sport

Erna Sóley náði bronsinu í Svíþjóð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bronsinu fagnað
Bronsinu fagnað Facebook/Frjálsíþróttasamband Íslands
Erna Sóley Gunnarsdóttir hafnaði í 3.sæti í kúluvarpi á EM U20 í frjálsum íþróttum sem fram hefur farið í Boras í Svíþjóð undanfarna daga.

Erna Sóley kastaði 15,65 metra í sínu síðasta kasti, í sjöttu umferð, og skilaði það henni bronsverðlaunum. Hún var í fjórða sæti fram að síðasta kastinu.

Hin hollenska Jorinde van Klinken vann með þónokkrum yfirburðum en hún kastaði 17,39 metra í fyrsta kasti. Önnur varð Pinar Akyal frá Tyrklandi með kast upp á 16,19 metra. Besta kast Ernu er 16,13 metrar.

Valdimar Hjalti Erlendsson var sömuleiðis á meðal keppenda í úrslitum í kringlukasti karla í morgun en hann hafnaði í tólfta og neðsta sæti með kast upp á 55,75 metra en sigurvegari var Yasiel Sotero frá Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×