Grunaður um að hafa rænt verðmætu úri vopnaður eftirlíkingu af skammbyssu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. júlí 2019 14:53 Maðurinn var handtekinn eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar. vísir/vilhelm Maðurinn sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og sérsveitar í austurborginni síðastliðinn fimmtudag er grunaður um að hafa rænt verðmætu Breitling-úri af manni sem hugðist selja úrið. Hinn grunaði var vopnaður svartri Glock-skammbyssu sem reyndist vera eftirlíking.Greint var frá því í síðustu viku að karlmaður á þrítugsaldri hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst næstkomandi eftir að hafa ógnað manni með skotvopni og rænt hann verðmætum. Fjórir voru handteknir í tengslum við málið en þremur sleppt úr haldi fljótlega eftir handtöku. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem í dag staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að að maðurinn sem var rændur hafi umræddan dag mælt sér mót við annan mann sem ætlaði að kaupa af honum verðmætt úr. Sagðist kaupandinn að hann myndi mæta í félagi við annan mann.Segist hafa verið á vettvangi en neitar að hafa tekið úrið Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn sem er í haldi lögreglu hafi sest inn í bifreið mannsins sem ætlaði að selja úrið og hótað honum, vopnaður skammbyssu. Krafðist hann þess að fá úrið afhent. Varð maðurinn sem ætlaði að selja úrið við þeirri kröfu. Fór hinn grunaði því næst af vettvangi.Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/vilhelmEftir að brotaþolinn gat veitt upplýsingar um kaupandann voru fjórir handteknir síðar um kvöldið. Sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald skýrði lögreglu frá því við yfirheyrslur að hann væri tilbúinn til þess að vísa á skotvopnið, sem reyndist vera eftirlíking af svartri Glock-skammbyssu.Hefur hann játað að hafa verið á vettvangi og haft byssu meðferðis en neitar hann að hafa tekið úrið og að hafa ógnað brotaþola með skammbyssunni, til að komast yfir úrið. Úrið er enn ófundið. Í úrskurðinum kemur fram að vitni sagt manninn hafi haft í hyggju að kaupa úr og hafi komið til baka með öskju utan af úri. Um er að ræða Breitling úr sem er að sögn brotaþola að verðmæti einnar milljónar.Í úrskurði Landsréttar segir að hinn grunaði sé undir sterkum grun að hafa gerst sekur um alvarlegt ránsbrot og var gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms því staðfestur. Mun maðurinn því sitja í gæsluvarðhaldi til 23. ágúst næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Vopnað rán í Reykjavík: Einn í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst. 26. júlí 2019 15:38 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og sérsveitar í austurborginni síðastliðinn fimmtudag er grunaður um að hafa rænt verðmætu Breitling-úri af manni sem hugðist selja úrið. Hinn grunaði var vopnaður svartri Glock-skammbyssu sem reyndist vera eftirlíking.Greint var frá því í síðustu viku að karlmaður á þrítugsaldri hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst næstkomandi eftir að hafa ógnað manni með skotvopni og rænt hann verðmætum. Fjórir voru handteknir í tengslum við málið en þremur sleppt úr haldi fljótlega eftir handtöku. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem í dag staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að að maðurinn sem var rændur hafi umræddan dag mælt sér mót við annan mann sem ætlaði að kaupa af honum verðmætt úr. Sagðist kaupandinn að hann myndi mæta í félagi við annan mann.Segist hafa verið á vettvangi en neitar að hafa tekið úrið Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn sem er í haldi lögreglu hafi sest inn í bifreið mannsins sem ætlaði að selja úrið og hótað honum, vopnaður skammbyssu. Krafðist hann þess að fá úrið afhent. Varð maðurinn sem ætlaði að selja úrið við þeirri kröfu. Fór hinn grunaði því næst af vettvangi.Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/vilhelmEftir að brotaþolinn gat veitt upplýsingar um kaupandann voru fjórir handteknir síðar um kvöldið. Sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald skýrði lögreglu frá því við yfirheyrslur að hann væri tilbúinn til þess að vísa á skotvopnið, sem reyndist vera eftirlíking af svartri Glock-skammbyssu.Hefur hann játað að hafa verið á vettvangi og haft byssu meðferðis en neitar hann að hafa tekið úrið og að hafa ógnað brotaþola með skammbyssunni, til að komast yfir úrið. Úrið er enn ófundið. Í úrskurðinum kemur fram að vitni sagt manninn hafi haft í hyggju að kaupa úr og hafi komið til baka með öskju utan af úri. Um er að ræða Breitling úr sem er að sögn brotaþola að verðmæti einnar milljónar.Í úrskurði Landsréttar segir að hinn grunaði sé undir sterkum grun að hafa gerst sekur um alvarlegt ránsbrot og var gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms því staðfestur. Mun maðurinn því sitja í gæsluvarðhaldi til 23. ágúst næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Vopnað rán í Reykjavík: Einn í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst. 26. júlí 2019 15:38 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Vopnað rán í Reykjavík: Einn í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst. 26. júlí 2019 15:38