„Það er allt farið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2019 11:06 Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, sem er til húsa að Fornubúðum 3. Vísir/Vilhelm Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. Framkvæmdastjóri IP-útgerðar segir tjónið gríðarlegt fyrir fyrirtækið. Tilkynnt var um eldsvoðann á fjórða tímanum í nótt. Fiskmarkaður Suðurnesja er með starfsemi í einum hluta hússins en virðist hafa sloppið ágætlega úr brunanum.Sjá einnig: Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Eldurinn kom upp í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core eru með starfsemi. Hið fyrrnefnda er útgerðarfyrirtæki, sem gerir út fiskiskip en hefur einnig stundað hrefnuveiðar, og hið síðarnefnda framleiðir matvæli unnin úr sjávarafurðum, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. „Það er allt farið,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Vísi. „Það var hringt í mig rétt fyrir sjö og ég er búinn að vera niður frá síðan þá.“ Gunnar segist ekki geta lagt mat á fjárhagslegt tjón af völdum brunans að svo stöddu en ítrekar að orðið hafi altjón. Viktoría Gísladóttir, einn meðeigenda IC Core, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af henni nú á tólfta tímanum.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu í nótt og fram á morgun. Slökkvilið náði þó tökum á eldinum og vinnur að því að slökkva síðustu glæðurnar.Vísir/Jói K.Slökkvilið vinnur nú að því að slökkva í síðustu glæðunum að Fornubúðum 3 en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Þá er enn lokað fyrir umferð um svæðið en skoðað verður upp úr hádegi hvort starfsmönnum nærliggjandi fyrirtækja verði hleypt til vinnu í dag. Húsið að Fornubúð 3 er í eigu fyrirtækisins Haraldar Jónssonar hf. Haraldur Reynir Jónsson, eigandi fyrirtækisins, var á vettvangi í morgun en baðst undan viðtali við fréttastofu. Haraldur tjáði þó Mbl að tjónið á húsinu hlypi líklega á hundruð milljónum króna. Hér að neðan má sjá viðtal við Guðmund Halldórsson varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í morgun. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. Framkvæmdastjóri IP-útgerðar segir tjónið gríðarlegt fyrir fyrirtækið. Tilkynnt var um eldsvoðann á fjórða tímanum í nótt. Fiskmarkaður Suðurnesja er með starfsemi í einum hluta hússins en virðist hafa sloppið ágætlega úr brunanum.Sjá einnig: Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Eldurinn kom upp í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core eru með starfsemi. Hið fyrrnefnda er útgerðarfyrirtæki, sem gerir út fiskiskip en hefur einnig stundað hrefnuveiðar, og hið síðarnefnda framleiðir matvæli unnin úr sjávarafurðum, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. „Það er allt farið,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Vísi. „Það var hringt í mig rétt fyrir sjö og ég er búinn að vera niður frá síðan þá.“ Gunnar segist ekki geta lagt mat á fjárhagslegt tjón af völdum brunans að svo stöddu en ítrekar að orðið hafi altjón. Viktoría Gísladóttir, einn meðeigenda IC Core, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af henni nú á tólfta tímanum.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu í nótt og fram á morgun. Slökkvilið náði þó tökum á eldinum og vinnur að því að slökkva síðustu glæðurnar.Vísir/Jói K.Slökkvilið vinnur nú að því að slökkva í síðustu glæðunum að Fornubúðum 3 en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Þá er enn lokað fyrir umferð um svæðið en skoðað verður upp úr hádegi hvort starfsmönnum nærliggjandi fyrirtækja verði hleypt til vinnu í dag. Húsið að Fornubúð 3 er í eigu fyrirtækisins Haraldar Jónssonar hf. Haraldur Reynir Jónsson, eigandi fyrirtækisins, var á vettvangi í morgun en baðst undan viðtali við fréttastofu. Haraldur tjáði þó Mbl að tjónið á húsinu hlypi líklega á hundruð milljónum króna. Hér að neðan má sjá viðtal við Guðmund Halldórsson varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í morgun.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31
Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20