Gleymdi vegabréfinu sínu og 40 kylfingar fengu ekki kylfurnar sínar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 12:00 Lexi Thompson með kylfusveininum sínum sem þurfti að sækja vegabréfið. Getty/Stuart Franklin Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson er ekki sú vinsælasta meðal kylfinganna sem eru að fara að keppa á Opna breska risamóti kvenna í golfi í þessari viku. Það er nefnilega Lexi Thompson að kenna að fjörutíu þeirra misstu af mikilvægum æfingahring á mánudaginn. Flestir kylfingarnir á Opna breska meistaramótinu eru að keppa á risamótum tvær vikur í röð því á sunnudaginn lauk keppni á Evian risamótinu í Frakklandi. Kylfingarnir sjálfir flugu til Englands en það var fengin sendiferðabíll til að flytja golfpokana, kylfurnar og allan farangur keppendanna.Lexi Thompson’s lost passport costs nearly 40 golfers a Women’s British Open practice round https://t.co/MBYvRz9aWW — Post Sports (@PostSports) July 30, 2019Þegar Lexi Thompson mætti út á flugvelli í Genf þá áttaði hún sig á því að hún var ekki með vegabréfið sitt. Hún hafði sett vegabréfið í töskuna sem var í sendiferðabílnum. Ian Wright, fyrrum kylfusveinn Seve Ballesteros heitins, fékk það verkefni að keyra bílnum en ferðalagið átti að taka tólf tíma. Það átti hins vegar eftir að breytast. Þegar hann var búinn að keyra í 45 mínútur frá Genf þá fékk hann símtal um að stoppa svo að kylfusveinn Lexi Thompson gæti komið til hans og náð í vegabréfð hennar. Það tók sinn tíma að finna tösku Lexi Thompson og í samtali við Golf Channel sagðist Ian Wright hafa þurft að taka næstum því helminginn af öllum töskunum út. Bílinn var troðinn af töskum. Ian Wright var allt annað en sáttur. Umboðsmaður Lexi Thompson afsakaði sína konu. „Þetta voru mistök og hún gat aldrei vitað að þau hefðu svona miklar afleiðingar fyrir alla hina kylfinganna,“ sagði Bobby Kreusler, umboðsmaður Lexi Thompson. Já vandræði Ian Wright voru nefnilega rétt að byrja þegar hann var loksins búinn að finna vegabréfið og koma töskunum aftur inn í bílinn. Hann keyrði alla nóttina en missti samt af ferjunni yfir til Englands. Þegar hann komst loksins yfir Ermarsundið daginn eftir þá lenti hann í morgunumferðinni í kringum London. Hann komst loksins á staðinn klukkan fimm. Þá voru mótshaldarar búnir að loka vellinum og kylfingarnir 40 sem voru með kylfurnar sínar í bílnum gátu því ekki spilað völlinn í gær. Það væri síðan eftir öllu að Lexi Thompson myndi síðan vinna Opna breska mótið í ár. Þessi 24 ára Flórída stelpa hefur unnið eitt risamóti (ANA Inspiration 2014) en hefur best náð áttunda sæti á Opna breska en það var árið 2016. Lexi missti af niðurskurðinum á Evian mótinu. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson er ekki sú vinsælasta meðal kylfinganna sem eru að fara að keppa á Opna breska risamóti kvenna í golfi í þessari viku. Það er nefnilega Lexi Thompson að kenna að fjörutíu þeirra misstu af mikilvægum æfingahring á mánudaginn. Flestir kylfingarnir á Opna breska meistaramótinu eru að keppa á risamótum tvær vikur í röð því á sunnudaginn lauk keppni á Evian risamótinu í Frakklandi. Kylfingarnir sjálfir flugu til Englands en það var fengin sendiferðabíll til að flytja golfpokana, kylfurnar og allan farangur keppendanna.Lexi Thompson’s lost passport costs nearly 40 golfers a Women’s British Open practice round https://t.co/MBYvRz9aWW — Post Sports (@PostSports) July 30, 2019Þegar Lexi Thompson mætti út á flugvelli í Genf þá áttaði hún sig á því að hún var ekki með vegabréfið sitt. Hún hafði sett vegabréfið í töskuna sem var í sendiferðabílnum. Ian Wright, fyrrum kylfusveinn Seve Ballesteros heitins, fékk það verkefni að keyra bílnum en ferðalagið átti að taka tólf tíma. Það átti hins vegar eftir að breytast. Þegar hann var búinn að keyra í 45 mínútur frá Genf þá fékk hann símtal um að stoppa svo að kylfusveinn Lexi Thompson gæti komið til hans og náð í vegabréfð hennar. Það tók sinn tíma að finna tösku Lexi Thompson og í samtali við Golf Channel sagðist Ian Wright hafa þurft að taka næstum því helminginn af öllum töskunum út. Bílinn var troðinn af töskum. Ian Wright var allt annað en sáttur. Umboðsmaður Lexi Thompson afsakaði sína konu. „Þetta voru mistök og hún gat aldrei vitað að þau hefðu svona miklar afleiðingar fyrir alla hina kylfinganna,“ sagði Bobby Kreusler, umboðsmaður Lexi Thompson. Já vandræði Ian Wright voru nefnilega rétt að byrja þegar hann var loksins búinn að finna vegabréfið og koma töskunum aftur inn í bílinn. Hann keyrði alla nóttina en missti samt af ferjunni yfir til Englands. Þegar hann komst loksins yfir Ermarsundið daginn eftir þá lenti hann í morgunumferðinni í kringum London. Hann komst loksins á staðinn klukkan fimm. Þá voru mótshaldarar búnir að loka vellinum og kylfingarnir 40 sem voru með kylfurnar sínar í bílnum gátu því ekki spilað völlinn í gær. Það væri síðan eftir öllu að Lexi Thompson myndi síðan vinna Opna breska mótið í ár. Þessi 24 ára Flórída stelpa hefur unnið eitt risamóti (ANA Inspiration 2014) en hefur best náð áttunda sæti á Opna breska en það var árið 2016. Lexi missti af niðurskurðinum á Evian mótinu.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira