Rannsaka tengsl framboðs og stjórnar Trump við arabíuríki Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2019 11:53 Trump með Mohammed bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í Hvíta húsinu í maí árið 2017. Vísir/EPA Vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og yfirmaður fjáröflunar forsetaframboðs hans er á meðal þeirra sem alríkissaksóknarar rannsaka hvort að hafi brotið lög um málsvara erlendra ríkja. Í skýrslu eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eru náin tengsl hans við valdamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Sádi-Arabíu rakin. Thomas J. Barrack var aðsópsmikill í kosningabaráttu Trump og hefur verið óformlegur ráðgjafi forsetans eftir að hann tók við embætti. Fasteigna- og fjárfestingafyrirtækið Barrack hafa veruleg umsvif í arabaheiminum en sjálfur er hann af líbönskum ættum og talar arabísku. Alríkissaksóknarar hafa nú um skeið rannsakað áhrif erlendra ríkja á forsetaframboð Trump og á ákvarðanir ríkisstjórnar hans. Barrack sá meðal annars um að safna fé fyrir innsetningarhátíð Trump í janúar árið 2017 og sló met með fjáröflun sinni. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort að fulltrúar erlendra ríkja hafi notað bandaríska leppa til að gefa innsetningarnefndinni fé í trássi við lög. New York Time segir að saksóknararnir hafi sérstaklega kannað hvort að Barrack eða aðrir tengdir framboðinu hafi brotið lög sem kveða á um að málsvarar erlendra ríkja í Bandaríkjunum verði að skrá störf sín hjá yfirvöldum. Barrack gaf skýrslu í rannsókninni í síðasta mánuði.Thomas Barrack er vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og sá um fjáröflun fyrir forsetaframboð hans. Til rannsóknar er hvort hann hafi verið óskráður málsvari erlendra ríkja.Vísir/EPASendi arabaríkjum drög að ræðu Trump til athugasemda Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem demórkatinn Elijah Cummings stýrir birti skýrslu í gær þar sem koma fram gögn og tölvupóstar sem varpa ljósi á samskipti Barrack og fleiri sem tengdust framboði Trump við arabíska valdamenn. Trump forseti hefur látið svívirðingum rigna yfir Cummings síðustu daga og sagt heimaborg hans Baltimore „morandi í rottum og nagdýrum“ og að þar vilji „engin manneskja búa“. Í skjölunum kemur meðal annars fram að á sama tíma og Barrack sóttist eftir að verða sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar við Miðausturlönd vann hann að áætlun um samstarf bandarískra fyrirtækja og Sáda um uppbyggingu kjarnorkuvera þar í landi. Fyrirtæki hans skoðaði þá kaup á eina bandaríska framleiðanda stórra kjarnaofna með fjármögnun frá Sádi-Arabíu eða Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Barrack var í nánum samskiptum við Rashid al-Malik, athafnamann frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sem stendur nærri Mohammed bin Zayed, krónprins sem er raunverulegur stjórnandi furstadæmanna. Þá sendi Barrack al-Malik drög að ræðu Trump um orkumál í kosningabaráttunni í maí árið 2016. Það gerði hann til að bjóða þeim að koma að ummælum sem þóknuðust arabaríkjunum. Al-Malik dreifði drögunum á meðal embættismanna í Sádi-Arabíu og furstadæmunum og sendu tillögur þeirra til baka. Á endanum minntist Trump þó aðeins stuttlega á mikilvægi Persaflóaríkjanna í ræðu sinni í Norður-Dakóta. Þá kom Jared Kushner, tengdasonur Trump og nánasti ráðgjafi, í veg fyrir að Barrack yrði skipaður sendifulltrúi í Miðausturlöndum. Þá hefur lítið þokast í áætluninni um að selja Sádum kjarnaofna, meðal annars vegna þess að Sádar hafa ekki viljað gangast undir skilmála Bandaríkjastjórnar sem eiga að koma í veg fyrir dreifingu kjarnavopna.Elijah Cummings er formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar ýmislegt sem tengist Trump forseta og ríkisstjórn hans. Trump hefur kallað kjördæmi Cummings morandi í nagdýrum undnafarna daga.Vísir/EPAMáð út mörk opinberrar stefnumótunar og hagsmuna fyrirtækja og erlendra aðila Aðstoðarmenn Barrack fullyrða við New York Times að hann hafi aldrei tekið við skipunum erlendra embættismanna eða ríkja. Hann hafi aðeins reynt að koma fram sem tengiliður á milli Trump og arabaheimsins. Í skýrslu eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar er þó ýjað sterklega að því að Barrack og aðrir ráðgjafar Trump, þar á meðal Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, hafi átt í augljósum hagsmunaárekstrum. „Hvað Sádi-Arabíu varðar hefur Trump-stjórnin nær gereytt þeim mörkum sem skilja yfirleitt að opinbera stefnumótun frá hagsmunum fyrirtækja og erlendra aðila,“ segir í skýrslunni. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og yfirmaður fjáröflunar forsetaframboðs hans er á meðal þeirra sem alríkissaksóknarar rannsaka hvort að hafi brotið lög um málsvara erlendra ríkja. Í skýrslu eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eru náin tengsl hans við valdamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Sádi-Arabíu rakin. Thomas J. Barrack var aðsópsmikill í kosningabaráttu Trump og hefur verið óformlegur ráðgjafi forsetans eftir að hann tók við embætti. Fasteigna- og fjárfestingafyrirtækið Barrack hafa veruleg umsvif í arabaheiminum en sjálfur er hann af líbönskum ættum og talar arabísku. Alríkissaksóknarar hafa nú um skeið rannsakað áhrif erlendra ríkja á forsetaframboð Trump og á ákvarðanir ríkisstjórnar hans. Barrack sá meðal annars um að safna fé fyrir innsetningarhátíð Trump í janúar árið 2017 og sló met með fjáröflun sinni. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort að fulltrúar erlendra ríkja hafi notað bandaríska leppa til að gefa innsetningarnefndinni fé í trássi við lög. New York Time segir að saksóknararnir hafi sérstaklega kannað hvort að Barrack eða aðrir tengdir framboðinu hafi brotið lög sem kveða á um að málsvarar erlendra ríkja í Bandaríkjunum verði að skrá störf sín hjá yfirvöldum. Barrack gaf skýrslu í rannsókninni í síðasta mánuði.Thomas Barrack er vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og sá um fjáröflun fyrir forsetaframboð hans. Til rannsóknar er hvort hann hafi verið óskráður málsvari erlendra ríkja.Vísir/EPASendi arabaríkjum drög að ræðu Trump til athugasemda Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem demórkatinn Elijah Cummings stýrir birti skýrslu í gær þar sem koma fram gögn og tölvupóstar sem varpa ljósi á samskipti Barrack og fleiri sem tengdust framboði Trump við arabíska valdamenn. Trump forseti hefur látið svívirðingum rigna yfir Cummings síðustu daga og sagt heimaborg hans Baltimore „morandi í rottum og nagdýrum“ og að þar vilji „engin manneskja búa“. Í skjölunum kemur meðal annars fram að á sama tíma og Barrack sóttist eftir að verða sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar við Miðausturlönd vann hann að áætlun um samstarf bandarískra fyrirtækja og Sáda um uppbyggingu kjarnorkuvera þar í landi. Fyrirtæki hans skoðaði þá kaup á eina bandaríska framleiðanda stórra kjarnaofna með fjármögnun frá Sádi-Arabíu eða Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Barrack var í nánum samskiptum við Rashid al-Malik, athafnamann frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sem stendur nærri Mohammed bin Zayed, krónprins sem er raunverulegur stjórnandi furstadæmanna. Þá sendi Barrack al-Malik drög að ræðu Trump um orkumál í kosningabaráttunni í maí árið 2016. Það gerði hann til að bjóða þeim að koma að ummælum sem þóknuðust arabaríkjunum. Al-Malik dreifði drögunum á meðal embættismanna í Sádi-Arabíu og furstadæmunum og sendu tillögur þeirra til baka. Á endanum minntist Trump þó aðeins stuttlega á mikilvægi Persaflóaríkjanna í ræðu sinni í Norður-Dakóta. Þá kom Jared Kushner, tengdasonur Trump og nánasti ráðgjafi, í veg fyrir að Barrack yrði skipaður sendifulltrúi í Miðausturlöndum. Þá hefur lítið þokast í áætluninni um að selja Sádum kjarnaofna, meðal annars vegna þess að Sádar hafa ekki viljað gangast undir skilmála Bandaríkjastjórnar sem eiga að koma í veg fyrir dreifingu kjarnavopna.Elijah Cummings er formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar ýmislegt sem tengist Trump forseta og ríkisstjórn hans. Trump hefur kallað kjördæmi Cummings morandi í nagdýrum undnafarna daga.Vísir/EPAMáð út mörk opinberrar stefnumótunar og hagsmuna fyrirtækja og erlendra aðila Aðstoðarmenn Barrack fullyrða við New York Times að hann hafi aldrei tekið við skipunum erlendra embættismanna eða ríkja. Hann hafi aðeins reynt að koma fram sem tengiliður á milli Trump og arabaheimsins. Í skýrslu eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar er þó ýjað sterklega að því að Barrack og aðrir ráðgjafar Trump, þar á meðal Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, hafi átt í augljósum hagsmunaárekstrum. „Hvað Sádi-Arabíu varðar hefur Trump-stjórnin nær gereytt þeim mörkum sem skilja yfirleitt að opinbera stefnumótun frá hagsmunum fyrirtækja og erlendra aðila,“ segir í skýrslunni.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45