Ekki verið tilkynnt um tillögu um Fjarðarheiðargöng Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2019 17:57 Samgöngur til og frá Seyðisfjarðar um Fjarðarheiði geta verið strembnar á öllum árstímum. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar segist ekki hafa verið tilkynnt um að jarðgöng undir Fjarðarheiði hafi orðið ofan á hjá nefnd sem kannaði hvernig best væri að tengja Seyðisfjörð við aðra byggð á Austurlandi. Ríkisútvarpið sagði frá því í dag að nefndin legði til langlengstu jarðgöng á landinu á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Göngin yrðu 13,5 kílómetrar að lengd og kostuðu 25 milljarðar króna samkvæmt kostnaðarmati í samgönguáætlun. RÚV segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, ætli að kynna skýrslu nefndarinnar á miðvikudag en að það hafi heimildir fyrir því að nefndin leggi til göng undir Fjarðarheiði. Í samtali við Vísi segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, að bæjarstjórninni hafi ekki verið tilkynnt um neina niðurstöðu formlega. Mikil leynd hafi hvílt yfir störfum nefndarinnar og segist hún bíða niðurstöðurnar, sem ráðherra geri væntanlega grein fyrir á fundi í næstu viku, spennt. „Þetta er það sem við höfum sagt að við viljum allan tímann. Auðvitað vona ég að það verði ofan á,“ segir hún um möguleg göng undir Fjarðarheiði.Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Lokast og verður illfær að vetri Íbúar á Seyðisfirði hafa verið ósáttir við samgöngur sínar en Fjarðarheiði, einn hæsti þjóðvegur landsins, lokast eða verður illfær reglulega að vetri. Heiðin er 640 metrar þar sem hún er hæst og er sá kafli um tíu kílómetrar að lengd. Aðalheiður segir að því séu aðstæður oft erfiðar á heiðinni. Það eigi ekki aðeins við á veturna því erfitt geti verið fyrir þá sem ekki þekkja til að keyra hana í blindaþoku sem gjarnan gerir þar. Margir treysti sér ekki til að aka heiðina. „Þetta er talsverður farartálmi,“ segir hún. Að sögn RÚV leggur nefndin til að eftir Fjarðarheiðargöng væri hægt að ráðast í framkvæmdir við önnur göng frá Seyðifirði til Mjóafjarðar og þaðan áfram til Norðfjarðar. Þá væri hægt að keyra um Austfirði án þess að fara yfir heiðar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa 673 manns á Seyðisfirði. Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira
Bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar segist ekki hafa verið tilkynnt um að jarðgöng undir Fjarðarheiði hafi orðið ofan á hjá nefnd sem kannaði hvernig best væri að tengja Seyðisfjörð við aðra byggð á Austurlandi. Ríkisútvarpið sagði frá því í dag að nefndin legði til langlengstu jarðgöng á landinu á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Göngin yrðu 13,5 kílómetrar að lengd og kostuðu 25 milljarðar króna samkvæmt kostnaðarmati í samgönguáætlun. RÚV segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, ætli að kynna skýrslu nefndarinnar á miðvikudag en að það hafi heimildir fyrir því að nefndin leggi til göng undir Fjarðarheiði. Í samtali við Vísi segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, að bæjarstjórninni hafi ekki verið tilkynnt um neina niðurstöðu formlega. Mikil leynd hafi hvílt yfir störfum nefndarinnar og segist hún bíða niðurstöðurnar, sem ráðherra geri væntanlega grein fyrir á fundi í næstu viku, spennt. „Þetta er það sem við höfum sagt að við viljum allan tímann. Auðvitað vona ég að það verði ofan á,“ segir hún um möguleg göng undir Fjarðarheiði.Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Lokast og verður illfær að vetri Íbúar á Seyðisfirði hafa verið ósáttir við samgöngur sínar en Fjarðarheiði, einn hæsti þjóðvegur landsins, lokast eða verður illfær reglulega að vetri. Heiðin er 640 metrar þar sem hún er hæst og er sá kafli um tíu kílómetrar að lengd. Aðalheiður segir að því séu aðstæður oft erfiðar á heiðinni. Það eigi ekki aðeins við á veturna því erfitt geti verið fyrir þá sem ekki þekkja til að keyra hana í blindaþoku sem gjarnan gerir þar. Margir treysti sér ekki til að aka heiðina. „Þetta er talsverður farartálmi,“ segir hún. Að sögn RÚV leggur nefndin til að eftir Fjarðarheiðargöng væri hægt að ráðast í framkvæmdir við önnur göng frá Seyðifirði til Mjóafjarðar og þaðan áfram til Norðfjarðar. Þá væri hægt að keyra um Austfirði án þess að fara yfir heiðar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa 673 manns á Seyðisfirði.
Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira