Beitir sér fyrir því að jafnræði ríki með foreldrum þegar tengsl við börn eru skráð Elísabet Inga Sigurðardóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 8. ágúst 2019 20:00 Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að jafnræði ríki með foreldrum barna þegar foreldratengsl eru skráð en í dag getur barn ekki átt tvær mæður. Heilbrigðisráðherra segir málið mikilvægt enda um tímaskekkju að ræða. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að barn sem getið er með tæknifrjóvgun geti ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað eftir kyni en samkvæmt barnalögum er maður sem samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni faðir barns en staðan önnur þegar kona samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni. Hún er ekki skráð móðir heldur foreldri.María Rut og Ingileif eiga von á barni á næstu dögum. Aðeins önnur þeirra fær að vera skráð móðir barnsins.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTÁrið 2017 flutti Svandís Svavarsdóttir, núverandi Heilbrigðisráðherra, þingályktunartillögu þar sem dómsmálaráðherra var falið að setja reglugerð um málið þar sem afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð. Tillagan var á sínum tíma samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. En hvar er málið statt núna? „Eftir því sem ég best veit er málið núna statt hjá dómsmálaráðherra. Mér finnst þetta mjög mikilvægt mál fyrir samkynja pör að þurfa ekki að fara krókaleiðir til þess að innsigla það sem er eðlilegt í því að búa til fjölskyldu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. „Ég hef óskað eftir því í mínu ráðuneyti að fá upplýsingar hvað stendur í vegi fyrir því að hið sama eigi við þegar um tvær mæður er að ræða því lögin gera ráð fyrir að þetta sé hægt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er tímaskekkja frá þeim tíma þegar engin sambönd voru viðurkennd nema gagnkynhneigð samönd og við erum komin inn í aðra öld og aðra tíma,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort hún muni beita sér fyrir því að þessu verði breytt segir hún „Já ég mun gera það,“ sagði Þórdís. Alþingi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Staðan er önnur þegar maður samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni 7. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að jafnræði ríki með foreldrum barna þegar foreldratengsl eru skráð en í dag getur barn ekki átt tvær mæður. Heilbrigðisráðherra segir málið mikilvægt enda um tímaskekkju að ræða. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að barn sem getið er með tæknifrjóvgun geti ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað eftir kyni en samkvæmt barnalögum er maður sem samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni faðir barns en staðan önnur þegar kona samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni. Hún er ekki skráð móðir heldur foreldri.María Rut og Ingileif eiga von á barni á næstu dögum. Aðeins önnur þeirra fær að vera skráð móðir barnsins.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTÁrið 2017 flutti Svandís Svavarsdóttir, núverandi Heilbrigðisráðherra, þingályktunartillögu þar sem dómsmálaráðherra var falið að setja reglugerð um málið þar sem afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð. Tillagan var á sínum tíma samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. En hvar er málið statt núna? „Eftir því sem ég best veit er málið núna statt hjá dómsmálaráðherra. Mér finnst þetta mjög mikilvægt mál fyrir samkynja pör að þurfa ekki að fara krókaleiðir til þess að innsigla það sem er eðlilegt í því að búa til fjölskyldu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. „Ég hef óskað eftir því í mínu ráðuneyti að fá upplýsingar hvað stendur í vegi fyrir því að hið sama eigi við þegar um tvær mæður er að ræða því lögin gera ráð fyrir að þetta sé hægt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er tímaskekkja frá þeim tíma þegar engin sambönd voru viðurkennd nema gagnkynhneigð samönd og við erum komin inn í aðra öld og aðra tíma,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort hún muni beita sér fyrir því að þessu verði breytt segir hún „Já ég mun gera það,“ sagði Þórdís.
Alþingi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Staðan er önnur þegar maður samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni 7. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Staðan er önnur þegar maður samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni 7. ágúst 2019 19:30