Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 08:01 Ekki er vitað að svo stöddu hvað olli sprengingunni. Á myndinni eru ráðherra skattamála og skattstjóri Danmerkur. Vísir/epa Enginn slasaðist alvarlega þegar sprenging varð í aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar í Kaupmannahöfn á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Viðbúnaður lögreglu og viðbragðsaðila var mikill og stórt svæði girt af fyrir vettvangsrannsókn lögreglu. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar og lágu glerbrot frá rúðunum á víð og dreif um sprengjuvettvang. Lestarsamgöngur liggja nú niðri á milli Østerport og Hellerup. Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. Einn sagðist aldrei hafa heyrt slíkan hávaða. Trine María Ilsøe, upplýsingafulltrúi dönsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi sem hófst klukkan tíu að staðartíma að ekki sé vitað hver hafi komið fyrir sprengjunni en lögreglan sé nú í óða önn að gaumgæfa myndefni úr öryggismyndavélum. Kallað er eftir vitnum og biðlað til almennings að stíga fram ef einhver búi yfir upplýsingum um málið. Jørgen Bergen Skov, yfirrannsóknarlögreglumaður í Danmörku, segir að lögregluyfirvöld horfi málið alvarlegum augum. Þeim varð ljóst að sprengingin var afar kraftmikil þegar horft var á myndskeið af sprengingunni. Skov segir að um viljaverk sé að ræða. „Við köllum þetta árás á byggingu til að undirstrika að þetta er eitthvað sem einhver hefur gert af ásettu ráði.“ Morten Bødskov, ráðherra skattamála, og Merete Agergaard, skattstjóri, könnuðu aðstæður í morgun og var mjög brugðið. Bødskov segir að þetta hafi verið afar ofbeldisfullur verknaður. Hundruð starfsmanna þurfi nú að horfa upp á vinnustaðinn sinn sem hafi verið sprengdur í tætlur. „Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður og algjörlega fáránlegt að þetta geti átt sér stað yfir höfuð.“Eins og sést á ljósmyndinni þá stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/epa Danmörk Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Enginn slasaðist alvarlega þegar sprenging varð í aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar í Kaupmannahöfn á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Viðbúnaður lögreglu og viðbragðsaðila var mikill og stórt svæði girt af fyrir vettvangsrannsókn lögreglu. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar og lágu glerbrot frá rúðunum á víð og dreif um sprengjuvettvang. Lestarsamgöngur liggja nú niðri á milli Østerport og Hellerup. Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. Einn sagðist aldrei hafa heyrt slíkan hávaða. Trine María Ilsøe, upplýsingafulltrúi dönsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi sem hófst klukkan tíu að staðartíma að ekki sé vitað hver hafi komið fyrir sprengjunni en lögreglan sé nú í óða önn að gaumgæfa myndefni úr öryggismyndavélum. Kallað er eftir vitnum og biðlað til almennings að stíga fram ef einhver búi yfir upplýsingum um málið. Jørgen Bergen Skov, yfirrannsóknarlögreglumaður í Danmörku, segir að lögregluyfirvöld horfi málið alvarlegum augum. Þeim varð ljóst að sprengingin var afar kraftmikil þegar horft var á myndskeið af sprengingunni. Skov segir að um viljaverk sé að ræða. „Við köllum þetta árás á byggingu til að undirstrika að þetta er eitthvað sem einhver hefur gert af ásettu ráði.“ Morten Bødskov, ráðherra skattamála, og Merete Agergaard, skattstjóri, könnuðu aðstæður í morgun og var mjög brugðið. Bødskov segir að þetta hafi verið afar ofbeldisfullur verknaður. Hundruð starfsmanna þurfi nú að horfa upp á vinnustaðinn sinn sem hafi verið sprengdur í tætlur. „Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður og algjörlega fáránlegt að þetta geti átt sér stað yfir höfuð.“Eins og sést á ljósmyndinni þá stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/epa
Danmörk Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira