Íslandsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn: „Myndi ekki segja að það væri pressa á mér“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. ágúst 2019 19:30 Flestir af bestu kylfingum landsins koma saman á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer um helgina á Grafarholtsvelli. Íslandsmótið hefst í Grafarholtinu á fimmtudaginn en mótið er lokamót sumarsins. Alls eru 150 keppendur skráðir til leiks og margir af okkar bestu kylfingum. Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, bæði úr Golfklúbbnum Keili, eiga bæði titil að verja og þau eru á meðal keppenda um helgina. „Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu móti og völlurinn er í toppstandi. Það eru mikið af góðum kylfingum og ég get ekki beðið,“ sagði Axel sem hefur unnið mótið í þrígang. En er pressa á honum? „Nei, ég myndi ekki segja að það væri pressa á mér. Ég ætla mér að reyna að vinna þetta mót og ég mun gera mitt í að sýna mikla þolinmæði. Það er eina sem ég get gert.“ Guðrún Brá, er rétt eins og Axel, með báða fæturna á jörðinni og er róleg fyrir keppni helgarinnar. „Það eru nóg af stelpunum. Það er ótrúlega góð skráning og ég ætla að gera mitt besta í að verja titilinn,“ sagði Guðrún Brá. Fréttina í heild sinni má sjá hér að ofan. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Flestir af bestu kylfingum landsins koma saman á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer um helgina á Grafarholtsvelli. Íslandsmótið hefst í Grafarholtinu á fimmtudaginn en mótið er lokamót sumarsins. Alls eru 150 keppendur skráðir til leiks og margir af okkar bestu kylfingum. Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, bæði úr Golfklúbbnum Keili, eiga bæði titil að verja og þau eru á meðal keppenda um helgina. „Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu móti og völlurinn er í toppstandi. Það eru mikið af góðum kylfingum og ég get ekki beðið,“ sagði Axel sem hefur unnið mótið í þrígang. En er pressa á honum? „Nei, ég myndi ekki segja að það væri pressa á mér. Ég ætla mér að reyna að vinna þetta mót og ég mun gera mitt í að sýna mikla þolinmæði. Það er eina sem ég get gert.“ Guðrún Brá, er rétt eins og Axel, með báða fæturna á jörðinni og er róleg fyrir keppni helgarinnar. „Það eru nóg af stelpunum. Það er ótrúlega góð skráning og ég ætla að gera mitt besta í að verja titilinn,“ sagði Guðrún Brá. Fréttina í heild sinni má sjá hér að ofan.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira