Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 16:53 Ein af Boeing 737 MAX 8-þotum Icelandair, en kyrrsetning vélanna hefur sett strik í reikning félagsins frá því í mars. Vísir/vilhelm Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. Framboð var aukið um 8% og var sætanýting 82,9% samanborið við 85,3% í júlí í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Í tilkynningu segir að leiðakerfisbreytingar sem gerðar voru vegna kyrrsetningar MAX véla félagsins skömmu fyrir ferðatímann hafi haft talsverð neikvæð áhrif á sætanýtingu í júlí. Þá fjölgaði farþegum til Íslands um 32% eða um ríflega 60 þúsund. „[…] og hefur félagið aldrei flutt jafnmarga farþega til landsins í júlímánuði eins og í ár, eða samtals tæplega 251 þúsund,“ segir í tilkynningu. Farþegum fjölgaði einnig á heimamarkaði frá Íslandi, eða um 23%, sem nam rúmlega 11 þúsund farþegum. Í tilkynningu er þessi aukning farþega til og frá Íslandi m.a. rakin til „áherslu félagsins á að lágmarka áhrif kyrrsetningar Boeing 737 MAX-véla félagsins og breytinga í samkeppnisumhverfinu með því að tryggja flugframboð á þessum mörkuðum.“ Farþegar Air Iceland Connect voru um 28 þúsund í júlí og fækkaði um 10%, sem er í takt við samdrátt í framleiðslu á milli ára. Sætanýting nam 72,1% og dróst örlítið saman á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 5% milli ára og fraktflutningar jukust um 6%. Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 3% og var herbergjanýting 89,6% samanborið við 84,1% í júlí 2018. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15 Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45 Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. 2. ágúst 2019 10:02 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. Framboð var aukið um 8% og var sætanýting 82,9% samanborið við 85,3% í júlí í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Í tilkynningu segir að leiðakerfisbreytingar sem gerðar voru vegna kyrrsetningar MAX véla félagsins skömmu fyrir ferðatímann hafi haft talsverð neikvæð áhrif á sætanýtingu í júlí. Þá fjölgaði farþegum til Íslands um 32% eða um ríflega 60 þúsund. „[…] og hefur félagið aldrei flutt jafnmarga farþega til landsins í júlímánuði eins og í ár, eða samtals tæplega 251 þúsund,“ segir í tilkynningu. Farþegum fjölgaði einnig á heimamarkaði frá Íslandi, eða um 23%, sem nam rúmlega 11 þúsund farþegum. Í tilkynningu er þessi aukning farþega til og frá Íslandi m.a. rakin til „áherslu félagsins á að lágmarka áhrif kyrrsetningar Boeing 737 MAX-véla félagsins og breytinga í samkeppnisumhverfinu með því að tryggja flugframboð á þessum mörkuðum.“ Farþegar Air Iceland Connect voru um 28 þúsund í júlí og fækkaði um 10%, sem er í takt við samdrátt í framleiðslu á milli ára. Sætanýting nam 72,1% og dróst örlítið saman á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 5% milli ára og fraktflutningar jukust um 6%. Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 3% og var herbergjanýting 89,6% samanborið við 84,1% í júlí 2018.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15 Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45 Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. 2. ágúst 2019 10:02 Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15
Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. 2. ágúst 2019 18:45
Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. 2. ágúst 2019 10:02
Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45