„Yfirvöld koma fram við börnin eins og þau séu farangur en ekki manneskjur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 14:00 Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Elsta barnið er á fimmta ári. Talskona No Borders á Íslandi segir yfirvöld ekki koma fram við börnin eins og manneskjur heldur eins og þau séu farangur foreldrana.Við sögðum í fréttum í gær frá máli georgískrar fjölskyldu sem ætlar að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun á grundvelli þess að sonur þeirra hafi átt óslitna búsetu hér á landi frá fæðingu en í lögum um útlendinga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur hér eða hafi átt frá fæðingu óslitið heima hér. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá samtökunum No Borders segir að tvær aðrar fjölskyldur séu í nákvæmlega sömu stöðu. Hjón frá Senegal eigi tvö börn sem hafi fæðst hér á landi á árunum 2014 og hitt 2017 og svo fjölskylda frá Albaníu sem eigi dóttur sem hafi fæðst hér árið 2017.„Þess má helst geta að í þessum málum að yfirvöld og Útlendingastofnun koma fram við börn eins og þau séu farangur frekar en manneskjur. Það kemur t.d. berlega í ljós í tilfelli barnsins sem er fætt 2014 og er orðið fimm ára en samt á að vísa því úr landi,“ segir Elínborg. Elínborg segir að hjónin frá Senegal sé að kæra úrskurð Útlendingastofnunar til dómstóla og mál albönsku stúlkunnar fari fyrir Landsrétt en það sé gegn þjóðskrá sem hafi skráð börnin með svokallaða utangarðskennitölu. „Sem gerir þjóðskrá kleift að skrá þau ekki með búsetu hér sem Útlendingastofnun kleift að rökstyðja það að börnin hafi ekki átt óslitna búsetu hér þó þau hafi ekki farið neitt annað,“ segir Elínborg: Hún segir að þau málaferli byggi einnig á á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að það megi ekki mismuna börnum. „Mál þeirrar stúlku er á leið til Landsréttar en mögulega verður stúlkan farin úr landi þegar það verður tekið fyrir þar sem kærunefnd Útlendingamála sendi stúlkunni bréf fyrir nokkrum vikum að hún hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún ólögleg hér,“ segir Elínborg að lokum. Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Elsta barnið er á fimmta ári. Talskona No Borders á Íslandi segir yfirvöld ekki koma fram við börnin eins og manneskjur heldur eins og þau séu farangur foreldrana.Við sögðum í fréttum í gær frá máli georgískrar fjölskyldu sem ætlar að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun á grundvelli þess að sonur þeirra hafi átt óslitna búsetu hér á landi frá fæðingu en í lögum um útlendinga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur hér eða hafi átt frá fæðingu óslitið heima hér. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá samtökunum No Borders segir að tvær aðrar fjölskyldur séu í nákvæmlega sömu stöðu. Hjón frá Senegal eigi tvö börn sem hafi fæðst hér á landi á árunum 2014 og hitt 2017 og svo fjölskylda frá Albaníu sem eigi dóttur sem hafi fæðst hér árið 2017.„Þess má helst geta að í þessum málum að yfirvöld og Útlendingastofnun koma fram við börn eins og þau séu farangur frekar en manneskjur. Það kemur t.d. berlega í ljós í tilfelli barnsins sem er fætt 2014 og er orðið fimm ára en samt á að vísa því úr landi,“ segir Elínborg. Elínborg segir að hjónin frá Senegal sé að kæra úrskurð Útlendingastofnunar til dómstóla og mál albönsku stúlkunnar fari fyrir Landsrétt en það sé gegn þjóðskrá sem hafi skráð börnin með svokallaða utangarðskennitölu. „Sem gerir þjóðskrá kleift að skrá þau ekki með búsetu hér sem Útlendingastofnun kleift að rökstyðja það að börnin hafi ekki átt óslitna búsetu hér þó þau hafi ekki farið neitt annað,“ segir Elínborg: Hún segir að þau málaferli byggi einnig á á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að það megi ekki mismuna börnum. „Mál þeirrar stúlku er á leið til Landsréttar en mögulega verður stúlkan farin úr landi þegar það verður tekið fyrir þar sem kærunefnd Útlendingamála sendi stúlkunni bréf fyrir nokkrum vikum að hún hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún ólögleg hér,“ segir Elínborg að lokum.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30