Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2019 11:45 Seth Meyers, Stephen Colbert, Donald Trump, Jimmy Kimmel og Jimmy Fallon. Vísir Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleift að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. Kröfðust helstu spjallþáttastjórnendur ytra tafarlausra aðgerða frá yfirvöldum til þess að gera einstaklingum erfiðara um vik að eignast jafn öflug skotvopn og notuð hafa verið í skotárásum í Bandaríkjunum. Skotárásir eru tíðar þar í landi og fórnarlömbin orðin mörg á undanförnum árum. Samt sem áður næst lítill árangur í því að draga úr slíkum árásum. Repúblikinn Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings var í gærkvöldi aðalskotspónn spjallþáttastjórnenda á borð við Jimmy Kimmel, Jimmy Fallon, Stephen Colbert, Trevor Noah og Seth Meyers. McConnell hefur á þingi komið í veg fyrir að hertari skotvopnalöggjöf nái fram að ganga. Hann varð fyrir því ólani að axlarbrotna um helgina og var það oftar en ekki miðpunktur brandara háðfuglanna á hans kostnað, en ekki var mikið um grín þegar málið var tekið fyrir af þeim félögum um helgina. Meðal þess sem þeir tóku fyrir voru ummæli Donald Trump um að mögulega væri að hluta til hægt að kenna tölvuleikjum um þann mikla fjölda skotárása sem Bandaríkjamenn hafa mátt þola. „Það hljómar eins og ágætis röksemdarfærsla,“ sagði Trevor Noah, áður en hann reif hann í sundur með því að skipta út Crocs-skóm út fyrir tölvuleiki. Í þætti sínum fór hann einnig yfir það hversu ítarleg skref eru stigin til þess að auka öryggi í samgöngum og færði hann rök fyrir því að það sama ætti að gilda varðandi byssur. Seth Meyers lauk sínum þætti með því að biðla til þingmanna um að taka sig saman í andlitinu og grípa til aðgerða á meðan Jimmy Kimmel gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna harkalega og áherslu hans á að kenna mætti falsfréttum um sem flest sem aflaga er í Bandaríkjunum. „Vitið þið hvað er hægt að tengja við skotárásir. Byssur eru tengdar við skotárásir. Vandamálið er ekki falsfréttir, það eru alvöru byssur,“ sagði Kimmel en sjá má helstu atriði fimmenninga um skotárásirnar hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. 5. ágúst 2019 14:55 Gerðu harkalegt grín að Cohen og vitnisburði hans Það komst varla neitt annað að hjá spjallþáttastjórnendum í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi en vitnisburður Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjanna í gær. 28. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Sjá meira
Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleift að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. Kröfðust helstu spjallþáttastjórnendur ytra tafarlausra aðgerða frá yfirvöldum til þess að gera einstaklingum erfiðara um vik að eignast jafn öflug skotvopn og notuð hafa verið í skotárásum í Bandaríkjunum. Skotárásir eru tíðar þar í landi og fórnarlömbin orðin mörg á undanförnum árum. Samt sem áður næst lítill árangur í því að draga úr slíkum árásum. Repúblikinn Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings var í gærkvöldi aðalskotspónn spjallþáttastjórnenda á borð við Jimmy Kimmel, Jimmy Fallon, Stephen Colbert, Trevor Noah og Seth Meyers. McConnell hefur á þingi komið í veg fyrir að hertari skotvopnalöggjöf nái fram að ganga. Hann varð fyrir því ólani að axlarbrotna um helgina og var það oftar en ekki miðpunktur brandara háðfuglanna á hans kostnað, en ekki var mikið um grín þegar málið var tekið fyrir af þeim félögum um helgina. Meðal þess sem þeir tóku fyrir voru ummæli Donald Trump um að mögulega væri að hluta til hægt að kenna tölvuleikjum um þann mikla fjölda skotárása sem Bandaríkjamenn hafa mátt þola. „Það hljómar eins og ágætis röksemdarfærsla,“ sagði Trevor Noah, áður en hann reif hann í sundur með því að skipta út Crocs-skóm út fyrir tölvuleiki. Í þætti sínum fór hann einnig yfir það hversu ítarleg skref eru stigin til þess að auka öryggi í samgöngum og færði hann rök fyrir því að það sama ætti að gilda varðandi byssur. Seth Meyers lauk sínum þætti með því að biðla til þingmanna um að taka sig saman í andlitinu og grípa til aðgerða á meðan Jimmy Kimmel gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna harkalega og áherslu hans á að kenna mætti falsfréttum um sem flest sem aflaga er í Bandaríkjunum. „Vitið þið hvað er hægt að tengja við skotárásir. Byssur eru tengdar við skotárásir. Vandamálið er ekki falsfréttir, það eru alvöru byssur,“ sagði Kimmel en sjá má helstu atriði fimmenninga um skotárásirnar hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. 5. ágúst 2019 14:55 Gerðu harkalegt grín að Cohen og vitnisburði hans Það komst varla neitt annað að hjá spjallþáttastjórnendum í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi en vitnisburður Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjanna í gær. 28. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. 5. ágúst 2019 14:55
Gerðu harkalegt grín að Cohen og vitnisburði hans Það komst varla neitt annað að hjá spjallþáttastjórnendum í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi en vitnisburður Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjanna í gær. 28. febrúar 2019 19:45