Ólafía Þórunn breytti plönunum sínum og verður með á Íslandsmótinu í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 09:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Getty/Jorge Lemus Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, verður meðal keppenda á Íslandsmótinu í golfi í vikunni en þetta er í fyrsta sinn sem hún verður með eftir að hún vann sér þátttökurétt á bandarísku mótaröðinni. „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur ákveðið taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Grafarholtsvelli 8.-11. ágúst,“ segir í tilkynningu frá Ólafíu og KPMG á Íslandi. Það verður nóg að gera hjá Ólafíu Þórunni næstu daga því hún tók þátt í Einvíginu á Nesinu í gær og helgina eftir Íslandsmótið er mót á Symetra mótaröðinni. Þar með er ekki allt talið því á mánudeginum í kjölfarið á mótinu á Symetra mótaröðinni tekur hún þátt í úrtökumóti fyrir LPGA mót sem fer fram helgina þar á eftir. „Það er mjög óvænt að ég taki þátt í Íslandsmótinu. Ég var að spila Grafarholtið um daginn og fannst það svo rosalega gaman. Mig kitlaði í fingurna að vera með í mótinu, þannig að ég hugsaði þetta í nokkra daga og í framhaldinu ákvað ég að breyta plönunum mínum aðeins og láta vaða. Það verður gaman að spila aftur á Íslandi, sérstaklega í Grafarholtinu þar sem ég ólst upp,“ sagði Ólafía Þórunn í fyrrnefndri fréttatilkynningu. Ólafía Þórunn var síðast með á Íslandsmótinu í golfi árið 2016 og varð þá Íslandsmeistari í þriðja sinn. Hún vann einnig árin 2011 og 2014. Ólafía Þórunn setti met á Íslandsmótinu á Akureyri 2016 þegar hún lék á ellefu höggum undir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur hins vgegar átt frekar erfitt uppdráttar á þessu tímabili og hefur bara einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á LPGA-mótum ársins. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hefur tekið þátt í sex LPGA mótum í ár og er í 176. sæti á peningalistanum. Ólafía er með keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni. Þar hefur hún tekið þátt í sjö mótum og er í 148. sæti peningalistans. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu þremur mótum þar sem hún endaði í 45., 51. og 56. sæti. Íslandsmótið fer fram í Grafarholti á 85 ára afmæli klúbbsins og það eru frábærar fréttir fyrir GR að besti kvennkylfingurinn í sögu þess spili á mótinu. Hún ætti líka að þekkja vel til í Grafarholtinu. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, verður meðal keppenda á Íslandsmótinu í golfi í vikunni en þetta er í fyrsta sinn sem hún verður með eftir að hún vann sér þátttökurétt á bandarísku mótaröðinni. „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur ákveðið taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Grafarholtsvelli 8.-11. ágúst,“ segir í tilkynningu frá Ólafíu og KPMG á Íslandi. Það verður nóg að gera hjá Ólafíu Þórunni næstu daga því hún tók þátt í Einvíginu á Nesinu í gær og helgina eftir Íslandsmótið er mót á Symetra mótaröðinni. Þar með er ekki allt talið því á mánudeginum í kjölfarið á mótinu á Symetra mótaröðinni tekur hún þátt í úrtökumóti fyrir LPGA mót sem fer fram helgina þar á eftir. „Það er mjög óvænt að ég taki þátt í Íslandsmótinu. Ég var að spila Grafarholtið um daginn og fannst það svo rosalega gaman. Mig kitlaði í fingurna að vera með í mótinu, þannig að ég hugsaði þetta í nokkra daga og í framhaldinu ákvað ég að breyta plönunum mínum aðeins og láta vaða. Það verður gaman að spila aftur á Íslandi, sérstaklega í Grafarholtinu þar sem ég ólst upp,“ sagði Ólafía Þórunn í fyrrnefndri fréttatilkynningu. Ólafía Þórunn var síðast með á Íslandsmótinu í golfi árið 2016 og varð þá Íslandsmeistari í þriðja sinn. Hún vann einnig árin 2011 og 2014. Ólafía Þórunn setti met á Íslandsmótinu á Akureyri 2016 þegar hún lék á ellefu höggum undir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur hins vgegar átt frekar erfitt uppdráttar á þessu tímabili og hefur bara einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á LPGA-mótum ársins. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hefur tekið þátt í sex LPGA mótum í ár og er í 176. sæti á peningalistanum. Ólafía er með keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni. Þar hefur hún tekið þátt í sjö mótum og er í 148. sæti peningalistans. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu þremur mótum þar sem hún endaði í 45., 51. og 56. sæti. Íslandsmótið fer fram í Grafarholti á 85 ára afmæli klúbbsins og það eru frábærar fréttir fyrir GR að besti kvennkylfingurinn í sögu þess spili á mótinu. Hún ætti líka að þekkja vel til í Grafarholtinu.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira