Vill að kynfaðir sinn verði sóttur til saka Gígja Hilmarsdóttir skrifar 5. ágúst 2019 23:22 Jess Philips, þingmaður, segir Vicky eiga að vera skilgreinda sem þolandi í kynferðisbroti sem móðir hennar varð fyrir. Vísir/Getty Bresk kona sem segist hafa orðið til í kjölfar nauðgunar vonast til að geta notað erfðaefni sitt til að sækja kynföður sinn til saka. Hún hefur lýst sjálfri sér sem „gangandi glæpavettvangi“. Konan, sem vill ekki láta nafns sín getið og notar viðurnefnið Vicky, fæddist í Birmingham á Englandi á áttunda áratugnum og var ættleidd þegar hún var sjö mánaða gömul. Þegar hún varð átján ára fékk hún ættleiðingarskjölin sín og komst að því að kynmóðir hennar var þrettán ára þegar hún átti hana og var það eftir að henni var nauðgað af eldri karlmanni. „Mér hefur alltaf þótt það rangt að kynfaðir minn var aldrei sóttur til saka,“ sagði konan í þætti Victoriu Derbyshire á BBC. „Þá hugsaði ég að ég hefði DNA-sönnunargögn, ég væri sönnunargagnið. Ég er gangandi glæpavettvangur,“ sagði Vicky. Hún vonast til að geta sótt mál sem kallað er „málsókn án fórnarlambs“, þar sem hún er ekki lagalega skilgreind sem þolandi í málinu og kynmóðir hennar vill ekki taka þátt í málsókninni. Vicky segir að í skjölum hennar komi fram að kynmóður hennar hafi verið nauðgað af 35 ára gömlum fjölskylduvini á heimili hans þar sem hún gætti barnanna hans. „Það kemur fram á sjö blaðsíðum skjalanna að þetta hafi verið nauðgun. Sú staðreynd að hún hafi verið þrettán ára staðfestir það enda var hún undir lögaldri,“ segir hún. Hún telur meðferð málsins hafa verið óréttláta þar sem móðir hennar sé svört og hafi komið af verkamannafjölskyldu. „Ég vil réttlæti fyrir móður mína og réttlæti fyrir mig. Ég er afleiðing gjörða föður míns og það hefur mótað líf mitt, hann hefur komist upp með það og bara lifað sínu lífi,“ segir Vicky. Jess Phillips, þingmaður í Birmingham, sem hefur barist fyrir réttindum kvenna til fjölda ára segir við Guardian: „Við sem höfum barist í þágu kvenréttinda höfum barist fyrir því að börn sem flækjast í ofbeldisástandi eigi ekki aðeins að teljast vanmáttugir aðstandendur í þessum glæpum, þetta hefur djúpstæð áhrif á líf þeirra." Vicky eigi að vera skilgreind sem þolandi í málinu. Bretland England Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira
Bresk kona sem segist hafa orðið til í kjölfar nauðgunar vonast til að geta notað erfðaefni sitt til að sækja kynföður sinn til saka. Hún hefur lýst sjálfri sér sem „gangandi glæpavettvangi“. Konan, sem vill ekki láta nafns sín getið og notar viðurnefnið Vicky, fæddist í Birmingham á Englandi á áttunda áratugnum og var ættleidd þegar hún var sjö mánaða gömul. Þegar hún varð átján ára fékk hún ættleiðingarskjölin sín og komst að því að kynmóðir hennar var þrettán ára þegar hún átti hana og var það eftir að henni var nauðgað af eldri karlmanni. „Mér hefur alltaf þótt það rangt að kynfaðir minn var aldrei sóttur til saka,“ sagði konan í þætti Victoriu Derbyshire á BBC. „Þá hugsaði ég að ég hefði DNA-sönnunargögn, ég væri sönnunargagnið. Ég er gangandi glæpavettvangur,“ sagði Vicky. Hún vonast til að geta sótt mál sem kallað er „málsókn án fórnarlambs“, þar sem hún er ekki lagalega skilgreind sem þolandi í málinu og kynmóðir hennar vill ekki taka þátt í málsókninni. Vicky segir að í skjölum hennar komi fram að kynmóður hennar hafi verið nauðgað af 35 ára gömlum fjölskylduvini á heimili hans þar sem hún gætti barnanna hans. „Það kemur fram á sjö blaðsíðum skjalanna að þetta hafi verið nauðgun. Sú staðreynd að hún hafi verið þrettán ára staðfestir það enda var hún undir lögaldri,“ segir hún. Hún telur meðferð málsins hafa verið óréttláta þar sem móðir hennar sé svört og hafi komið af verkamannafjölskyldu. „Ég vil réttlæti fyrir móður mína og réttlæti fyrir mig. Ég er afleiðing gjörða föður míns og það hefur mótað líf mitt, hann hefur komist upp með það og bara lifað sínu lífi,“ segir Vicky. Jess Phillips, þingmaður í Birmingham, sem hefur barist fyrir réttindum kvenna til fjölda ára segir við Guardian: „Við sem höfum barist í þágu kvenréttinda höfum barist fyrir því að börn sem flækjast í ofbeldisástandi eigi ekki aðeins að teljast vanmáttugir aðstandendur í þessum glæpum, þetta hefur djúpstæð áhrif á líf þeirra." Vicky eigi að vera skilgreind sem þolandi í málinu.
Bretland England Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira