Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 08:02 Fólk var harmi slegið eftir árásina. Vísir/EPA Tuttugu féllu og tuttugu og sex særðust í skotárás í stórmarkaðinum Walmart í borginni El Paso í Texas-ríki Bandaríkjanna í gær. Ríkisstjóri Texas, Greg Abbott, segir þessa árás hafa verið þá mannskæðustu í sögu ríkisins. 21 árs karlmaður er í haldi en lögreglan sagði hann vera íbúa Allen-borgar nærri Dallas sem er um þúsund kílómetra austur af El Paso. Fjölmiðlar vestanhafs segja árásarmanninn heita Patrick Crusius. Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter að þessi árás væri verk heiguls. Hann sagði enga ástæðu eða afsökun geta réttlæt dráp á saklausu fólki.Today's shooting in El Paso, Texas, was not only tragic, it was an act of cowardice. I know that I stand with everyone in this Country to condemn today's hateful act. There are no reasons or excuses that will ever justify killing innocent people....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2019 El Paso er nokkrum kílómetrum frá landamærum Mexíkó en forseti landsins segir þrjá Mexíkóa hafa verið á meðal þeirra sem voru myrtir. Árásin átti sér stað tæpri viku frá því unglingur skaut þrjá til bana á matarhátíð í Kaliforníu. Skotárásin í Texas er sú áttunda mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Lögreglan og alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú hvort að nafnlaus stefnuyfirlýsing þjóðernissinna, sem birt var á netspjalli, hafi verið skrifuð af árásarmanninum. Í stefnuyfirlýsingunni er rætt um árás á spænskt samfélag. Lögreglustjórinn í El Paso, Greg Allen, sagði tilkynningu um skotárás hafa borist lögreglu rétt fyrir klukkan ellefu að staðartíma í gær. Voru viðbragðsaðilar mættir á vettvang sex mínútum síðar.Mikil samstaða myndaðist í El Paso eftir árásina.Vísir/APFjöldi var mættur í Walmart-verslunina til að kaupa varning tengdan námi enda skólahald að hefjast á næstunni. Karlmaðurinn ungi er sá eini sem er í haldi en lögreglan segist ekki hafa þurft að hleypa af skotvopnum sínum vettvangi. Fjölmiðlar hafa rætt við Kiönnu Long sem var í Walmart ásamt eiginmanni sínum þegar þau heyrðu skothljóð. „Fólk var ofsahrætt og hljóp um öskrandi að það væri árásarmaður í versluninni. Long sagði að hún og eiginmaður hennar hefðu hlaupið inn á lager þar sem þau földu sig ásamt öðrum viðskiptavinum. Glendon Oakly sagði við CNN að hann hefði verið í íþróttavöruverslun í nálægum verslunarkjarna þegar barn kom hlaupandi inn og sagði tilræðismann vera í Walmart. Oakly sagði engan hafa tekið orðum barnsins alvarlega en nokkrum mínútum síðar heyrði hann skothvelli. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Tuttugu féllu og tuttugu og sex særðust í skotárás í stórmarkaðinum Walmart í borginni El Paso í Texas-ríki Bandaríkjanna í gær. Ríkisstjóri Texas, Greg Abbott, segir þessa árás hafa verið þá mannskæðustu í sögu ríkisins. 21 árs karlmaður er í haldi en lögreglan sagði hann vera íbúa Allen-borgar nærri Dallas sem er um þúsund kílómetra austur af El Paso. Fjölmiðlar vestanhafs segja árásarmanninn heita Patrick Crusius. Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter að þessi árás væri verk heiguls. Hann sagði enga ástæðu eða afsökun geta réttlæt dráp á saklausu fólki.Today's shooting in El Paso, Texas, was not only tragic, it was an act of cowardice. I know that I stand with everyone in this Country to condemn today's hateful act. There are no reasons or excuses that will ever justify killing innocent people....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2019 El Paso er nokkrum kílómetrum frá landamærum Mexíkó en forseti landsins segir þrjá Mexíkóa hafa verið á meðal þeirra sem voru myrtir. Árásin átti sér stað tæpri viku frá því unglingur skaut þrjá til bana á matarhátíð í Kaliforníu. Skotárásin í Texas er sú áttunda mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Lögreglan og alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú hvort að nafnlaus stefnuyfirlýsing þjóðernissinna, sem birt var á netspjalli, hafi verið skrifuð af árásarmanninum. Í stefnuyfirlýsingunni er rætt um árás á spænskt samfélag. Lögreglustjórinn í El Paso, Greg Allen, sagði tilkynningu um skotárás hafa borist lögreglu rétt fyrir klukkan ellefu að staðartíma í gær. Voru viðbragðsaðilar mættir á vettvang sex mínútum síðar.Mikil samstaða myndaðist í El Paso eftir árásina.Vísir/APFjöldi var mættur í Walmart-verslunina til að kaupa varning tengdan námi enda skólahald að hefjast á næstunni. Karlmaðurinn ungi er sá eini sem er í haldi en lögreglan segist ekki hafa þurft að hleypa af skotvopnum sínum vettvangi. Fjölmiðlar hafa rætt við Kiönnu Long sem var í Walmart ásamt eiginmanni sínum þegar þau heyrðu skothljóð. „Fólk var ofsahrætt og hljóp um öskrandi að það væri árásarmaður í versluninni. Long sagði að hún og eiginmaður hennar hefðu hlaupið inn á lager þar sem þau földu sig ásamt öðrum viðskiptavinum. Glendon Oakly sagði við CNN að hann hefði verið í íþróttavöruverslun í nálægum verslunarkjarna þegar barn kom hlaupandi inn og sagði tilræðismann vera í Walmart. Oakly sagði engan hafa tekið orðum barnsins alvarlega en nokkrum mínútum síðar heyrði hann skothvelli.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira