Innlent

Útileguvænt veður fram á mánudag

Birgir Olgeirsson skrifar
Tjaldbúðir í Herjólfsdal.
Tjaldbúðir í Herjólfsdal. Vísir/Vilhelm
Ágætis hæð er rétt austur af landinu og er því hægviðri á mest alls staðar, en hafgolan gæti komið inn um eða upp úr hádegi á mörgum stöðum. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings en bjart er að mestu fyrir norðan, en eitthvað skýjaðra sunnan og suðvestanlands. Fremur hlýtt er í veðri og lítil sem engin úrkoma. Landsmenn eiga því áfram von á rólegu og útileguvænu veðri um helgina og fram á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×