Segir það hvorki vera merki um mannvonsku né kúgunartilburði að vilja fara að lögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 20:38 Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, segir að með því að stefna Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, sé bankinn ekki að veitast að Ara persónulega. Verið sé að nýta ákvæði laganna til að fá túlkun dómstóls á lagaákvæðum sem deilt er um. Stefán sendi fréttatilkynningu í dag þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum Seðlabankans í málinu og hvers vegna hann hafi ákveðið að höfða mál gegn Ara. Ari sendi í nóvember Seðlabankanum fyrirspurn um launakjör og hlunnindi sem bankinn hafi veitt starfsfólki sínu. Spurt var um samning sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits, eiga að hafa gert sín á milli. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst síðan að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að bankanum bæri að afhenda gögnin sem Ari sóttist eftir.Seðlabankinn hefur stefnt Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins.Anton Brink/Vilhelm/SamsettÍ framhaldinu stefndi Seðlabankinn Ara til að ná fram frestun réttaráhrifa á úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála og var málið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Blaðamannafélag Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem vinnubrögð Seðlabankans voru fordæmd. Öllum mætti vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varðaði almenning. „Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár.“ Vinnubrögðin beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Í yfirlýsingu frá Stefáni segir hann að stofnanir á borð við Seðlabankann sé alla jafna ekki heimilt að veita upplýsingar um fjárhagsleg málefni viðskiptamanna eða starfsmanna. „Það hefur ekkert með sjálfstæði bankans að gera, eins og leiðarhöfundur Fréttablaðsins virðist halda, heldur varðar þetta ákvæði um þagnarskyldu í lögum um bankann eða eftir atvikum ákvæði annarra laga um rétt til upplýsinga um persónuleg málefni fólks. Lög og reglur ákvarða þannig margt í starfi stofnana á borð við Seðlabanka Íslands eins og flest fjölmiðlafólk skilur, m.a. eftir fjölmarga úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál.“ Stefán segir að verði stofnunum á að veita of miklar upplýsingar geti þær átt á hættu að brjóta lög. Það sé því ekki af neinni leyndarhyggju að stofnun eins og Seðlabankinn veiti ekki umbúðalaust allar umbeðnar upplýsingar. Hann segir málið ekki vera persónulegt gagnvart Ara. „Sá blaðamaður sem óskað hefur upplýsinga hefur að mínu viti unnið verk sitt í þessum efnum vel og samviskusamlega og þótt formið krefjist þess að honum verði birt stefna, sem ýmsum kynni að finnast óþægilegt, þá er ekki verið að veitast að honum persónulega, og reynt er að milda honum leiðina eins og fram kemur í stefnunni og birtist m.a. í því að Seðlabankinn gerir ekki kröfu um greiðslu málskostnaðar þó svo hann myndi vinna málið.“ Stefán segir að lög geti meinað stofnunum að veita upplýsingar eins og til dæmis um persónuleg eða viðskiptaleg málefni. „Það er því ekki merki um neina mannvonsku eða kúgunartilburði, svo vitnað sé til orðalags ályktunar Blaðamannafélags Íslands, þótt fólk reyni að vanda sig og fara að lögum. Það vita flestir og skilja. Upplýsingalögum er ætlað að vera bæði blaðamönnum og stofnunum rammi og leiðbeining“ Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57 „Ég er bara að reyna vinna mína vinnu“ Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. ágúst 2019 15:30 Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00 Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Sjá meira
Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, segir að með því að stefna Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, sé bankinn ekki að veitast að Ara persónulega. Verið sé að nýta ákvæði laganna til að fá túlkun dómstóls á lagaákvæðum sem deilt er um. Stefán sendi fréttatilkynningu í dag þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum Seðlabankans í málinu og hvers vegna hann hafi ákveðið að höfða mál gegn Ara. Ari sendi í nóvember Seðlabankanum fyrirspurn um launakjör og hlunnindi sem bankinn hafi veitt starfsfólki sínu. Spurt var um samning sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits, eiga að hafa gert sín á milli. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst síðan að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að bankanum bæri að afhenda gögnin sem Ari sóttist eftir.Seðlabankinn hefur stefnt Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins.Anton Brink/Vilhelm/SamsettÍ framhaldinu stefndi Seðlabankinn Ara til að ná fram frestun réttaráhrifa á úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála og var málið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Blaðamannafélag Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem vinnubrögð Seðlabankans voru fordæmd. Öllum mætti vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varðaði almenning. „Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár.“ Vinnubrögðin beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Í yfirlýsingu frá Stefáni segir hann að stofnanir á borð við Seðlabankann sé alla jafna ekki heimilt að veita upplýsingar um fjárhagsleg málefni viðskiptamanna eða starfsmanna. „Það hefur ekkert með sjálfstæði bankans að gera, eins og leiðarhöfundur Fréttablaðsins virðist halda, heldur varðar þetta ákvæði um þagnarskyldu í lögum um bankann eða eftir atvikum ákvæði annarra laga um rétt til upplýsinga um persónuleg málefni fólks. Lög og reglur ákvarða þannig margt í starfi stofnana á borð við Seðlabanka Íslands eins og flest fjölmiðlafólk skilur, m.a. eftir fjölmarga úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál.“ Stefán segir að verði stofnunum á að veita of miklar upplýsingar geti þær átt á hættu að brjóta lög. Það sé því ekki af neinni leyndarhyggju að stofnun eins og Seðlabankinn veiti ekki umbúðalaust allar umbeðnar upplýsingar. Hann segir málið ekki vera persónulegt gagnvart Ara. „Sá blaðamaður sem óskað hefur upplýsinga hefur að mínu viti unnið verk sitt í þessum efnum vel og samviskusamlega og þótt formið krefjist þess að honum verði birt stefna, sem ýmsum kynni að finnast óþægilegt, þá er ekki verið að veitast að honum persónulega, og reynt er að milda honum leiðina eins og fram kemur í stefnunni og birtist m.a. í því að Seðlabankinn gerir ekki kröfu um greiðslu málskostnaðar þó svo hann myndi vinna málið.“ Stefán segir að lög geti meinað stofnunum að veita upplýsingar eins og til dæmis um persónuleg eða viðskiptaleg málefni. „Það er því ekki merki um neina mannvonsku eða kúgunartilburði, svo vitnað sé til orðalags ályktunar Blaðamannafélags Íslands, þótt fólk reyni að vanda sig og fara að lögum. Það vita flestir og skilja. Upplýsingalögum er ætlað að vera bæði blaðamönnum og stofnunum rammi og leiðbeining“
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57 „Ég er bara að reyna vinna mína vinnu“ Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. ágúst 2019 15:30 Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00 Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Sjá meira
Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57
„Ég er bara að reyna vinna mína vinnu“ Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. ágúst 2019 15:30
Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00
Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15