Fallast á niðurstöðu siðanefndar Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 16:08 Þau Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson skipa bráðabirgaforsætisnefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins. Samsett Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur ákveðið að fallast á mat siðanefndar vegna Klausturmálsins svokallaða. Greint er frá þessu á vef Alþingis en niðurstaða siðanefndar er að tveir þingmenn Miðflokksins, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, hafi brotið gegn siðareglum Alþingis með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustur síðastliðið haust. Siðanefndin taldi að þingmenn Miðflokksins, Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ásamt þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni, þáverandi þingmönnum Flokks fólksins, hefðu ekki brotið gegn siðareglunum. Í áliti sínu vísaði siðanefnd í ummæli Bergþórs um Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann, Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar og Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Siðanefnd kemst að þeirri niðurstöðu að ummæli Bergþórs séu „öll af sömu rótinni sprottin“. Þau séu ósæmileg og í þeim felist vanvirðing er lýtur að kynferði þeirra kvenna sem um er rætt. Einnig séu þau til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. Þá vísar siðanefnd til ummæla Gunnars Braga um áðurnefndar Albertínu Friðbjörgu, Lilju auk Ragnheiðar Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi. Komist er að sömu niðurstöðu og í máli Bergþórs, þ.e. að í ummælunum felist vanvirðing í garð umræddra kvenna og þau séu til þess fallin að skaða ímynd Alþingis.Ummæli Bergþórs og Gunnars Braga sem siðanefnd tók til skoðunar eru útlistuð hér að neðan eins og þau birtast í áliti nefndarinnar:Ummæli Bergþórs:Um Ingu Sæland, alþingismann og formann Flokks fólksins, sagði Bergþór Ólason eftirfarandi:„[…] þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins, sem þið ráðið ekkert við. Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég mundi ekki ráða við hana, Sigmundur mundi ekki. Hún er fokking tryllt. […]“Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Bergþór Ólason um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.:„Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér […] Ég vakna úr nærbuxunum.“ „Þetta er sú þingkona sem hélt lengstu MeToo ræðuna. Og við sátum bara „what the fuck is going on.““ „Ég mun segja, ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér í alvöru?“Um Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, sagði Bergþór Ólason: „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur.“Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Bergþór Ólason:„Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða.“ „Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í.“Ummæli Gunnars Braga:Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Gunnar Bragi Sveinsson um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.:„Ég sagði bara nei […] en það var bara suðað. Þá var bara eins og einhver hefði verið líflátinn. Hún var brjáluð, hún trylltist, hún grenjaði og öskraði. Ég bara hugsaði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjörlega kreisí.“„Það getur vel verið að við ákveðnar aðstæður, ég ætla ekki að segja hvaða aðstæður, að ég þurfi að labba að henni og segja: Ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér?“Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Gunnar Bragi Sveinsson:„Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina. Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“Um Ragnheiði Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi, sagði Gunnar Bragi Sveinsson: „Já sundkellingin þarna, voruði að lemja hana? [hlátur].“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur ákveðið að fallast á mat siðanefndar vegna Klausturmálsins svokallaða. Greint er frá þessu á vef Alþingis en niðurstaða siðanefndar er að tveir þingmenn Miðflokksins, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, hafi brotið gegn siðareglum Alþingis með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustur síðastliðið haust. Siðanefndin taldi að þingmenn Miðflokksins, Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ásamt þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni, þáverandi þingmönnum Flokks fólksins, hefðu ekki brotið gegn siðareglunum. Í áliti sínu vísaði siðanefnd í ummæli Bergþórs um Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann, Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar og Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Siðanefnd kemst að þeirri niðurstöðu að ummæli Bergþórs séu „öll af sömu rótinni sprottin“. Þau séu ósæmileg og í þeim felist vanvirðing er lýtur að kynferði þeirra kvenna sem um er rætt. Einnig séu þau til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. Þá vísar siðanefnd til ummæla Gunnars Braga um áðurnefndar Albertínu Friðbjörgu, Lilju auk Ragnheiðar Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi. Komist er að sömu niðurstöðu og í máli Bergþórs, þ.e. að í ummælunum felist vanvirðing í garð umræddra kvenna og þau séu til þess fallin að skaða ímynd Alþingis.Ummæli Bergþórs og Gunnars Braga sem siðanefnd tók til skoðunar eru útlistuð hér að neðan eins og þau birtast í áliti nefndarinnar:Ummæli Bergþórs:Um Ingu Sæland, alþingismann og formann Flokks fólksins, sagði Bergþór Ólason eftirfarandi:„[…] þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins, sem þið ráðið ekkert við. Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég mundi ekki ráða við hana, Sigmundur mundi ekki. Hún er fokking tryllt. […]“Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Bergþór Ólason um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.:„Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér […] Ég vakna úr nærbuxunum.“ „Þetta er sú þingkona sem hélt lengstu MeToo ræðuna. Og við sátum bara „what the fuck is going on.““ „Ég mun segja, ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér í alvöru?“Um Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, sagði Bergþór Ólason: „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur.“Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Bergþór Ólason:„Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða.“ „Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í.“Ummæli Gunnars Braga:Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Gunnar Bragi Sveinsson um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.:„Ég sagði bara nei […] en það var bara suðað. Þá var bara eins og einhver hefði verið líflátinn. Hún var brjáluð, hún trylltist, hún grenjaði og öskraði. Ég bara hugsaði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjörlega kreisí.“„Það getur vel verið að við ákveðnar aðstæður, ég ætla ekki að segja hvaða aðstæður, að ég þurfi að labba að henni og segja: Ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér?“Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Gunnar Bragi Sveinsson:„Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina. Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“Um Ragnheiði Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi, sagði Gunnar Bragi Sveinsson: „Já sundkellingin þarna, voruði að lemja hana? [hlátur].“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira