„Mjög stoltur og þetta er mikill heiður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2019 14:08 Arnar gerði ÍBV að þreföldum meisturum á sínu síðasta tímabili með liðið. vísir/andri marinó „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög stoltur og finnst mjög mikill heiður að vera boðið að taka landslið að mér,“ sagði Arnar Pétursson í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Eyjamaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við HSÍ. Hann tekur við kvennalandsliðinu af Axel Stefánssyni sem var með það í þrjú ár.Axel ákvað að framlengja ekki samning sinn við HSÍ sem hafði þá samband við Arnar. Hann segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar honum var boðið að taka við kvennalandsliðinu. „Í raun og veru ekki. Þetta kom upp á ágætis tíma hjá mér hvað varðar þjálfun. Þessi baktería lifir ansi sterkt í manni,“ sagði Arnar. Hann starfar við fiskútflutning og segir að þjálfun landsliðs henti betur með því en þjálfun félagsliðs. „Það gerir það. Ég verð að viðurkenna það. Þetta eru nokkrar tarnir og þægilegra við að eiga með annarri vinnu.“ Fer brattur inn í þettaUndir stjórn Arnars varð ÍBV tvisvar sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikar- og deildarmeistari og vann auk þess 1. deildina.mynd/hsíFyrsta verkefni Arnars með kvennalandsliðið er undankeppni EM 2020 sem hefst í haust. Ísland er þar í mjög sterkum riðli ásamt heims- og Evrópumeisturum Frakklands, Króatíu og Tyrklandi. „Ég fer svolítið brattur inn í þetta. Auðvitað er verkefnið krefjandi og ansi stórt,“ sagði Arnar en fyrstu leikirnir í undankeppninni eru útileikur gegn Króatíu og heimaleikur gegn Frakklandi í lok september. „Það sem ég vonast eftir að gerist á þeim tíma sem ég er með liðið er að við tökum skref fram á við og bætum okkar leik.“ Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 en uppskera síðustu ára hefur verið frekar rýr. Arnar segir að íslenska liðið eigi nokkuð langt í land til að komast aftur á þann stall sem það var á en hann sér sóknarfæri í stöðunni. „Draumamarkmiðið er að ná því en við þurfum nokkuð mörg skref til þess og það tekur tíma,“ sagði Arnar sem líst vel á leikmannahóp íslenska liðsins. „Það er góð blanda í liðinu. Við erum með reynslumikla og frábæra leikmenn sem hafa skilað sínu í gegnum tíðina í bland við ungar stelpur sem hafa komið sterkar inn í liðið. Mér líst mjög vel á þetta,“ sagði Arnar að endingu. Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Axel hættir með kvennalandsliðið Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið. 31. júlí 2019 20:35 Arnar Pétursson tekur við kvennalandsliðinu í handbolta Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf. 1. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög stoltur og finnst mjög mikill heiður að vera boðið að taka landslið að mér,“ sagði Arnar Pétursson í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Eyjamaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við HSÍ. Hann tekur við kvennalandsliðinu af Axel Stefánssyni sem var með það í þrjú ár.Axel ákvað að framlengja ekki samning sinn við HSÍ sem hafði þá samband við Arnar. Hann segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar honum var boðið að taka við kvennalandsliðinu. „Í raun og veru ekki. Þetta kom upp á ágætis tíma hjá mér hvað varðar þjálfun. Þessi baktería lifir ansi sterkt í manni,“ sagði Arnar. Hann starfar við fiskútflutning og segir að þjálfun landsliðs henti betur með því en þjálfun félagsliðs. „Það gerir það. Ég verð að viðurkenna það. Þetta eru nokkrar tarnir og þægilegra við að eiga með annarri vinnu.“ Fer brattur inn í þettaUndir stjórn Arnars varð ÍBV tvisvar sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikar- og deildarmeistari og vann auk þess 1. deildina.mynd/hsíFyrsta verkefni Arnars með kvennalandsliðið er undankeppni EM 2020 sem hefst í haust. Ísland er þar í mjög sterkum riðli ásamt heims- og Evrópumeisturum Frakklands, Króatíu og Tyrklandi. „Ég fer svolítið brattur inn í þetta. Auðvitað er verkefnið krefjandi og ansi stórt,“ sagði Arnar en fyrstu leikirnir í undankeppninni eru útileikur gegn Króatíu og heimaleikur gegn Frakklandi í lok september. „Það sem ég vonast eftir að gerist á þeim tíma sem ég er með liðið er að við tökum skref fram á við og bætum okkar leik.“ Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 en uppskera síðustu ára hefur verið frekar rýr. Arnar segir að íslenska liðið eigi nokkuð langt í land til að komast aftur á þann stall sem það var á en hann sér sóknarfæri í stöðunni. „Draumamarkmiðið er að ná því en við þurfum nokkuð mörg skref til þess og það tekur tíma,“ sagði Arnar sem líst vel á leikmannahóp íslenska liðsins. „Það er góð blanda í liðinu. Við erum með reynslumikla og frábæra leikmenn sem hafa skilað sínu í gegnum tíðina í bland við ungar stelpur sem hafa komið sterkar inn í liðið. Mér líst mjög vel á þetta,“ sagði Arnar að endingu.
Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Axel hættir með kvennalandsliðið Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið. 31. júlí 2019 20:35 Arnar Pétursson tekur við kvennalandsliðinu í handbolta Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf. 1. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Axel hættir með kvennalandsliðið Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið. 31. júlí 2019 20:35
Arnar Pétursson tekur við kvennalandsliðinu í handbolta Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf. 1. ágúst 2019 13:00
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti