Forsætisnefnd fundar um Klaustursmálið í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 10:07 Þau Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson skipa bráðabirgaforsætisnefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins. Samsett Bráðabirgðaforsætisnefnd sem skipuð var til að fara með Klaustursmálið svokallaða kemur saman á fundi í dag. Fundurinn hófst nú klukkan tíu en samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmanni Vinstri grænna og öðrum nefndarmanna, verður reynt að ganga frá umfjöllun nefndarinnar um málið á fundinum. „Við störfum samkvæmt þeim málsmeðferðarreglum sem eru skrifaðar inn í siðareglur fyrir alþingismenn,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Með henni í nefndinni er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið, sem Steinunn segir að verði birt á heimasíðu Alþingis. Það sem eftir standi nú er textavinna, nefndin hafi komist að niðurstöðu. Þá sé markmiðið að birta umfjöllun forsætisnefndar fyrir helgi. Ekki er þó ljóst hversu lengi fundurinn mun standa.Verður þetta síðasti fundur nefndarinnar um málið? „Mér finnst það líklegt, ekki nema eitthvað alveg óvænt gerist. Sem ég á ekki von á,“ segir Steinunn. Fram kom í Morgunblaðinu í morgun að siðanefnd Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins hefðu brotið siðareglur alþingsmanna með ummælum sínum á barnum Klaustri þann 20. nóvember. Hinir þingmenn Miðflokksins sem áttu í hlut, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, gerðust ekki brotleg við reglurnar, samkvæmt áliti siðanefndar. Þetta álit siðanefndar hefur forsætisnefnd haft til umfjöllunar en þingmennirnir fengu sjálfir vikufrest til að bregðast við álitinu eftir að siðanefnd skilaði því inn í júlí. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Bráðabirgðaforsætisnefnd sem skipuð var til að fara með Klaustursmálið svokallaða kemur saman á fundi í dag. Fundurinn hófst nú klukkan tíu en samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmanni Vinstri grænna og öðrum nefndarmanna, verður reynt að ganga frá umfjöllun nefndarinnar um málið á fundinum. „Við störfum samkvæmt þeim málsmeðferðarreglum sem eru skrifaðar inn í siðareglur fyrir alþingismenn,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Með henni í nefndinni er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið, sem Steinunn segir að verði birt á heimasíðu Alþingis. Það sem eftir standi nú er textavinna, nefndin hafi komist að niðurstöðu. Þá sé markmiðið að birta umfjöllun forsætisnefndar fyrir helgi. Ekki er þó ljóst hversu lengi fundurinn mun standa.Verður þetta síðasti fundur nefndarinnar um málið? „Mér finnst það líklegt, ekki nema eitthvað alveg óvænt gerist. Sem ég á ekki von á,“ segir Steinunn. Fram kom í Morgunblaðinu í morgun að siðanefnd Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins hefðu brotið siðareglur alþingsmanna með ummælum sínum á barnum Klaustri þann 20. nóvember. Hinir þingmenn Miðflokksins sem áttu í hlut, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, gerðust ekki brotleg við reglurnar, samkvæmt áliti siðanefndar. Þetta álit siðanefndar hefur forsætisnefnd haft til umfjöllunar en þingmennirnir fengu sjálfir vikufrest til að bregðast við álitinu eftir að siðanefnd skilaði því inn í júlí.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00
Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03