Forsætisnefnd fundar um Klaustursmálið í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 10:07 Þau Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson skipa bráðabirgaforsætisnefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins. Samsett Bráðabirgðaforsætisnefnd sem skipuð var til að fara með Klaustursmálið svokallaða kemur saman á fundi í dag. Fundurinn hófst nú klukkan tíu en samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmanni Vinstri grænna og öðrum nefndarmanna, verður reynt að ganga frá umfjöllun nefndarinnar um málið á fundinum. „Við störfum samkvæmt þeim málsmeðferðarreglum sem eru skrifaðar inn í siðareglur fyrir alþingismenn,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Með henni í nefndinni er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið, sem Steinunn segir að verði birt á heimasíðu Alþingis. Það sem eftir standi nú er textavinna, nefndin hafi komist að niðurstöðu. Þá sé markmiðið að birta umfjöllun forsætisnefndar fyrir helgi. Ekki er þó ljóst hversu lengi fundurinn mun standa.Verður þetta síðasti fundur nefndarinnar um málið? „Mér finnst það líklegt, ekki nema eitthvað alveg óvænt gerist. Sem ég á ekki von á,“ segir Steinunn. Fram kom í Morgunblaðinu í morgun að siðanefnd Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins hefðu brotið siðareglur alþingsmanna með ummælum sínum á barnum Klaustri þann 20. nóvember. Hinir þingmenn Miðflokksins sem áttu í hlut, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, gerðust ekki brotleg við reglurnar, samkvæmt áliti siðanefndar. Þetta álit siðanefndar hefur forsætisnefnd haft til umfjöllunar en þingmennirnir fengu sjálfir vikufrest til að bregðast við álitinu eftir að siðanefnd skilaði því inn í júlí. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Bráðabirgðaforsætisnefnd sem skipuð var til að fara með Klaustursmálið svokallaða kemur saman á fundi í dag. Fundurinn hófst nú klukkan tíu en samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmanni Vinstri grænna og öðrum nefndarmanna, verður reynt að ganga frá umfjöllun nefndarinnar um málið á fundinum. „Við störfum samkvæmt þeim málsmeðferðarreglum sem eru skrifaðar inn í siðareglur fyrir alþingismenn,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Með henni í nefndinni er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið, sem Steinunn segir að verði birt á heimasíðu Alþingis. Það sem eftir standi nú er textavinna, nefndin hafi komist að niðurstöðu. Þá sé markmiðið að birta umfjöllun forsætisnefndar fyrir helgi. Ekki er þó ljóst hversu lengi fundurinn mun standa.Verður þetta síðasti fundur nefndarinnar um málið? „Mér finnst það líklegt, ekki nema eitthvað alveg óvænt gerist. Sem ég á ekki von á,“ segir Steinunn. Fram kom í Morgunblaðinu í morgun að siðanefnd Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins hefðu brotið siðareglur alþingsmanna með ummælum sínum á barnum Klaustri þann 20. nóvember. Hinir þingmenn Miðflokksins sem áttu í hlut, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, gerðust ekki brotleg við reglurnar, samkvæmt áliti siðanefndar. Þetta álit siðanefndar hefur forsætisnefnd haft til umfjöllunar en þingmennirnir fengu sjálfir vikufrest til að bregðast við álitinu eftir að siðanefnd skilaði því inn í júlí.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00
Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03