Umfjöllun: Ludogorets - Valur 4-0 | Valsmenn rassskelltir í Razgrad Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2019 19:30 Kristinn Freyr náði sér ekki á strik gegn Ludogorets. VÍSIR/BÁRA Valur er úr leik í Evrópudeildinni eftir 4-0 tap fyrir Ludogorets á útivelli í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í kvöld. Ludogorets vann einvígið, 5-1 samanlagt, en liðin gerðu jafntefli, 1-1, í fyrri leiknum á Hlíðarenda. Búlgörsku meistararnir skoruðu tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum í leiknum í kvöld og voru heilt yfir miklu betri. En Valsmenn fengu góð færi í leiknum og áttu að skora. Áður en Ludogorets náði forystunni hafði Valur fengið tvö afbragðs færi. Á 4. mínútu slapp Patrick Pedersen í gegnum vörn heimamanna en skot hans var slakt og Plamen Iliev, markvörður Ludogorets, varði með fætinum. Mínútu síðar átti Eiður Aron Sigurbjörnsson skalla beint á Iliev eftir langt innkast Lasse Petry og skalla Hauks Páls Sigurðssonar. Skömmu síðar fór Jorginho einu sinni sem oftar upp hægri kantinn og sendi fyrir á Biton sem átti skot sem fór af Sebastian Hedlund og í netið. Annað markið kom eftir góða sókn heimamanna upp vinstri kantinn. Mavis Tchibota sendi fyrir á fjærstöngina á hægri bakvörðinn Ikoko sem kom á ferðinni og skallaði boltann framhjá Hannesi Þór Halldórsson sem átti að gera betur í markinu. Hann varði hins vegar vel frá Jorginho á lokamínútu fyrri hálfleiks. Hannes fór meiddur af velli í hálfleik og í hans stað kom Anton Ari Einarsson. Rúmenski framherjinn Claudiu Keserü skaut framhjá úr dauðafæri á 58. mínútu. Tveimur mínútum síðar slapp Pedersen inn fyrir vörn Ludogorets en fór of nálægt Iliev sem varði. Kaj Leo í Bartalsstovu tók frákastið en skaut framhjá. Varamaðurinn Jakub Swierczok skoraði tvö síðustu mörk Ludogorets með mínútu millibili. Heimamenn hefðu getað bætt fleiri mörkum við undir lokin en létu fjögur nægja.Af hverju vann Ludogorets? Kantspil búlgörsku meistaranna var mjög skemmtilegt og Valsmenn réðu ekkert við það. Jorginho var í stuði á hægri kantinum, dyggilega studdur af Ikoko. Vinstra megin voru þeir Tchibota og Anton Nedyalkov einnig hættulegir. Ísraelinn Biton var alltaf ógnandi en sem betur fer fyrir Val fann Keserü sig ekki í framlínunni. Swierczok kom hins vegar sterkur inn á og skoraði tvö mörk. Vörn Lugogorets virkaði ekkert sérstaklega sannfærandi og Valur fékk svo sannarlega færi til að skora. Þau bestu féllu Pedersen í skaut en hann brenndi af í bæði skiptin. Áhugavert hefði verið að sjá hvað hefði gerst ef Daninn hefði skorað úr færinu sem hann fékk í upphafi leiks. Gegn jafn öflugum andstæðingi og Ludogorets verður lið eins og Valur að nýta þau færi sem það fær.Hverjir stóðu upp úr? Jorginho var besti maður vallarins og gerði Valsmönnum lífið leitt allan leikinn. Eins og áður sagði voru Ikoko, Tchibota, Nedyalkov, Biton og Swierczok einnig góðir í liði Ludogorets. Petry var besti leikmaður Vals. Eftir rólega byrjun á tímabilinu hefur danski miðjumaðurinn vaxið mjög í leik sínum og hann lék vel í kvöld.Hvað gekk illa? Pedersen fór illa með dauðafæri í byrjun leiks og var afleitur eftir það. Daninn missti boltann nánast í hvert einasta skipti sem hann fékk hann og klúðraði svo öðru dauðafæri í seinni hálfleik. Valsmenn áttu í miklu vandræðum með að verjast kantspili Ludogorets. Ívar Örn Jónsson átti sérstaklega erfitt uppdráttar gegn hinum leiftursnögga Jorginho. Hann labbaði framhjá Ívari í tíma og ótíma og var alltaf stórhættulegur. Ívar fékk reyndar takmarkaða hjálp frá samherjum sínum í ójafnri baráttu við Jorginho. Birkir Már Sævarsson átti heldur ekki góðan leik og Eiður Aron misreiknaði sig illilega í fjórða markinu. Hannes hefði svo átt að verja skalla Ikokos í öðru marki Ludogorets.Hvað gerist næst? Þátttöku Vals í Evrópudeildinni er lokið en við tekur barátta um að tryggja sér sæti í henni á næsta tímabili. Framundan hjá Val eru tveir heimaleikir í röð, gegn Fylki á miðvikudaginn og FH sunnudaginn 11. ágúst. Ludogorets mætir The New Saints frá Wales í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA
Valur er úr leik í Evrópudeildinni eftir 4-0 tap fyrir Ludogorets á útivelli í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í kvöld. Ludogorets vann einvígið, 5-1 samanlagt, en liðin gerðu jafntefli, 1-1, í fyrri leiknum á Hlíðarenda. Búlgörsku meistararnir skoruðu tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum í leiknum í kvöld og voru heilt yfir miklu betri. En Valsmenn fengu góð færi í leiknum og áttu að skora. Áður en Ludogorets náði forystunni hafði Valur fengið tvö afbragðs færi. Á 4. mínútu slapp Patrick Pedersen í gegnum vörn heimamanna en skot hans var slakt og Plamen Iliev, markvörður Ludogorets, varði með fætinum. Mínútu síðar átti Eiður Aron Sigurbjörnsson skalla beint á Iliev eftir langt innkast Lasse Petry og skalla Hauks Páls Sigurðssonar. Skömmu síðar fór Jorginho einu sinni sem oftar upp hægri kantinn og sendi fyrir á Biton sem átti skot sem fór af Sebastian Hedlund og í netið. Annað markið kom eftir góða sókn heimamanna upp vinstri kantinn. Mavis Tchibota sendi fyrir á fjærstöngina á hægri bakvörðinn Ikoko sem kom á ferðinni og skallaði boltann framhjá Hannesi Þór Halldórsson sem átti að gera betur í markinu. Hann varði hins vegar vel frá Jorginho á lokamínútu fyrri hálfleiks. Hannes fór meiddur af velli í hálfleik og í hans stað kom Anton Ari Einarsson. Rúmenski framherjinn Claudiu Keserü skaut framhjá úr dauðafæri á 58. mínútu. Tveimur mínútum síðar slapp Pedersen inn fyrir vörn Ludogorets en fór of nálægt Iliev sem varði. Kaj Leo í Bartalsstovu tók frákastið en skaut framhjá. Varamaðurinn Jakub Swierczok skoraði tvö síðustu mörk Ludogorets með mínútu millibili. Heimamenn hefðu getað bætt fleiri mörkum við undir lokin en létu fjögur nægja.Af hverju vann Ludogorets? Kantspil búlgörsku meistaranna var mjög skemmtilegt og Valsmenn réðu ekkert við það. Jorginho var í stuði á hægri kantinum, dyggilega studdur af Ikoko. Vinstra megin voru þeir Tchibota og Anton Nedyalkov einnig hættulegir. Ísraelinn Biton var alltaf ógnandi en sem betur fer fyrir Val fann Keserü sig ekki í framlínunni. Swierczok kom hins vegar sterkur inn á og skoraði tvö mörk. Vörn Lugogorets virkaði ekkert sérstaklega sannfærandi og Valur fékk svo sannarlega færi til að skora. Þau bestu féllu Pedersen í skaut en hann brenndi af í bæði skiptin. Áhugavert hefði verið að sjá hvað hefði gerst ef Daninn hefði skorað úr færinu sem hann fékk í upphafi leiks. Gegn jafn öflugum andstæðingi og Ludogorets verður lið eins og Valur að nýta þau færi sem það fær.Hverjir stóðu upp úr? Jorginho var besti maður vallarins og gerði Valsmönnum lífið leitt allan leikinn. Eins og áður sagði voru Ikoko, Tchibota, Nedyalkov, Biton og Swierczok einnig góðir í liði Ludogorets. Petry var besti leikmaður Vals. Eftir rólega byrjun á tímabilinu hefur danski miðjumaðurinn vaxið mjög í leik sínum og hann lék vel í kvöld.Hvað gekk illa? Pedersen fór illa með dauðafæri í byrjun leiks og var afleitur eftir það. Daninn missti boltann nánast í hvert einasta skipti sem hann fékk hann og klúðraði svo öðru dauðafæri í seinni hálfleik. Valsmenn áttu í miklu vandræðum með að verjast kantspili Ludogorets. Ívar Örn Jónsson átti sérstaklega erfitt uppdráttar gegn hinum leiftursnögga Jorginho. Hann labbaði framhjá Ívari í tíma og ótíma og var alltaf stórhættulegur. Ívar fékk reyndar takmarkaða hjálp frá samherjum sínum í ójafnri baráttu við Jorginho. Birkir Már Sævarsson átti heldur ekki góðan leik og Eiður Aron misreiknaði sig illilega í fjórða markinu. Hannes hefði svo átt að verja skalla Ikokos í öðru marki Ludogorets.Hvað gerist næst? Þátttöku Vals í Evrópudeildinni er lokið en við tekur barátta um að tryggja sér sæti í henni á næsta tímabili. Framundan hjá Val eru tveir heimaleikir í röð, gegn Fylki á miðvikudaginn og FH sunnudaginn 11. ágúst. Ludogorets mætir The New Saints frá Wales í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti