Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 07:00 Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur upp úr áliti siðanefndar í máli Klaustursþingmannanna, sem blaðið hefur undir höndum. Hinir þingmennirnir sem tóku þátt í samræðunum umrætt kvöld gerðust ekki brotlegir með ummælum sínum að mati siðanefndar. Morgunblaðið birtir álit siðanefndar auk andsvara þingmannanna, áðurnefndra Bergþórs og Gunnars Braga, svo og Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur. Ummæli Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar voru einnig til skoðunar hjá nefndinni. Siðanefnd skilaði áliti sínu um Klaustursmálið í júlí. Þingmennirnir fengu vikufrest til að bregðast við álitinu en málið er nú á borði forsætisnefndar. Samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Þóru Árnadóttur, nefndarmanni í forsætisnefnd, hefur nefndin komist að niðurstöðu í málinu og mun birta niðurstöðu sína fyrir helgi. Í áliti siðanefndar segir að Bergþór og Gunnar Bragi hafi með ummælum sínum á Klaustri brotið gegn c- og d-lið 1. mgr. 5. gr. og 8. gr. siðareglna alþingismanna. Er vísað í ummæli Bergþórs um Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann, Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar og Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Siðanefnd kemst að þeirri niðurstöðu að ummæli Bergþórs séu „öll af sömu rótinni sprottin“. Þau séu ósæmileg og í þeim felist vanvirðing er lýtur að kynferði þeirra kvenna sem um er rætt. Einnig séu þau til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. Þá vísar siðanefnd til ummæla Gunnars Braga um áðurnefndar Albertínu Friðbjörgu, Lilju auk Ragnheiðar Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi. Komist er að sömu niðurstöðu og í máli Bergþórs, þ.e. að í ummælunum felist vanvirðing í garð umræddra kvenna og þau séu til þess fallin að skaða ímynd Alþingis.Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Ummæli Bergþórs og Gunnars Braga sem siðanefnd tók til skoðunar eru útlistuð hér að neðan eins og þau birtast í áliti nefndarinnar:Ummæli Bergþórs:Um Ingu Sæland, alþingismann og formann Flokks fólksins, sagði Bergþór Ólason eftirfarandi:„[…] þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins, sem þið ráðið ekkert við. Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég mundi ekki ráða við hana, Sigmundur mundi ekki. Hún er fokking tryllt. […]“Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Bergþór Ólason um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.:„Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér […] Ég vakna úr nærbuxunum.“ „Þetta er sú þingkona sem hélt lengstu MeToo ræðuna. Og við sátum bara „what the fuck is going on.““ „Ég mun segja, ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér í alvöru?“Um Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, sagði Bergþór Ólason: „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur.“Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Bergþór Ólason:„Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða.“ „Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í.“Ummæli Gunnars Braga:Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Gunnar Bragi Sveinsson um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.:„Ég sagði bara nei […] en það var bara suðað. Þá var bara eins og einhver hefði verið líflátinn. Hún var brjáluð, hún trylltist, hún grenjaði og öskraði. Ég bara hugsaði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjörlega kreisí.“„Það getur vel verið að við ákveðnar aðstæður, ég ætla ekki að segja hvaða aðstæður, að ég þurfi að labba að henni og segja: Ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér?“Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Gunnar Bragi Sveinsson:„Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina. Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“Um Ragnheiði Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi, sagði Gunnar Bragi Sveinsson: „Já sundkellingin þarna, voruði að lemja hana? [hlátur].“ Brutu ekki siðareglur með því að sitja hjá Einnig var óskað eftir áliti siðanefndar á því hvort þingmennirnir á Klaustri hefðu mögulega sýnt af sér ósæmilega framkomu með því að láta hjá líða að hafa áhrif á framgang umræðnanna. Í áliti siðanefndar segir að þingmennirnir hafi ekki gerst brotleg gegn siðareglum alþingismanna vegna athafnaleysis. Morgunblaðið fjallar einnig um afstöðu þingmannanna sem þeir lýstu í bréfum til forsætisnefndar í lok júlí. Í bréfi sínu gerir Bergþór alvarlegar athugasemdir við verklag siða- og forsætisnefndar. Þá lýsir hann því einnig að hann álíti sig þolanda í samskiptum sínum við Albertínu Friðbjörgu, sem hann segir hafa gengið nærri sér kynferðislega Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Forsætisnefnd komin að niðurstöðu í Klaustursmálinu Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. 30. júlí 2019 18:20 Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur upp úr áliti siðanefndar í máli Klaustursþingmannanna, sem blaðið hefur undir höndum. Hinir þingmennirnir sem tóku þátt í samræðunum umrætt kvöld gerðust ekki brotlegir með ummælum sínum að mati siðanefndar. Morgunblaðið birtir álit siðanefndar auk andsvara þingmannanna, áðurnefndra Bergþórs og Gunnars Braga, svo og Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur. Ummæli Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar voru einnig til skoðunar hjá nefndinni. Siðanefnd skilaði áliti sínu um Klaustursmálið í júlí. Þingmennirnir fengu vikufrest til að bregðast við álitinu en málið er nú á borði forsætisnefndar. Samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Þóru Árnadóttur, nefndarmanni í forsætisnefnd, hefur nefndin komist að niðurstöðu í málinu og mun birta niðurstöðu sína fyrir helgi. Í áliti siðanefndar segir að Bergþór og Gunnar Bragi hafi með ummælum sínum á Klaustri brotið gegn c- og d-lið 1. mgr. 5. gr. og 8. gr. siðareglna alþingismanna. Er vísað í ummæli Bergþórs um Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann, Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar og Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Siðanefnd kemst að þeirri niðurstöðu að ummæli Bergþórs séu „öll af sömu rótinni sprottin“. Þau séu ósæmileg og í þeim felist vanvirðing er lýtur að kynferði þeirra kvenna sem um er rætt. Einnig séu þau til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. Þá vísar siðanefnd til ummæla Gunnars Braga um áðurnefndar Albertínu Friðbjörgu, Lilju auk Ragnheiðar Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi. Komist er að sömu niðurstöðu og í máli Bergþórs, þ.e. að í ummælunum felist vanvirðing í garð umræddra kvenna og þau séu til þess fallin að skaða ímynd Alþingis.Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Ummæli Bergþórs og Gunnars Braga sem siðanefnd tók til skoðunar eru útlistuð hér að neðan eins og þau birtast í áliti nefndarinnar:Ummæli Bergþórs:Um Ingu Sæland, alþingismann og formann Flokks fólksins, sagði Bergþór Ólason eftirfarandi:„[…] þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins, sem þið ráðið ekkert við. Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég mundi ekki ráða við hana, Sigmundur mundi ekki. Hún er fokking tryllt. […]“Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Bergþór Ólason um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.:„Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér […] Ég vakna úr nærbuxunum.“ „Þetta er sú þingkona sem hélt lengstu MeToo ræðuna. Og við sátum bara „what the fuck is going on.““ „Ég mun segja, ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér í alvöru?“Um Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, sagði Bergþór Ólason: „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur.“Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Bergþór Ólason:„Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða.“ „Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í.“Ummæli Gunnars Braga:Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann vændi Gunnar Bragi Sveinsson um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar, og sagði m.a.:„Ég sagði bara nei […] en það var bara suðað. Þá var bara eins og einhver hefði verið líflátinn. Hún var brjáluð, hún trylltist, hún grenjaði og öskraði. Ég bara hugsaði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjörlega kreisí.“„Það getur vel verið að við ákveðnar aðstæður, ég ætla ekki að segja hvaða aðstæður, að ég þurfi að labba að henni og segja: Ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér?“Um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra sagði Gunnar Bragi Sveinsson:„Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina. Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“Um Ragnheiði Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi, sagði Gunnar Bragi Sveinsson: „Já sundkellingin þarna, voruði að lemja hana? [hlátur].“ Brutu ekki siðareglur með því að sitja hjá Einnig var óskað eftir áliti siðanefndar á því hvort þingmennirnir á Klaustri hefðu mögulega sýnt af sér ósæmilega framkomu með því að láta hjá líða að hafa áhrif á framgang umræðnanna. Í áliti siðanefndar segir að þingmennirnir hafi ekki gerst brotleg gegn siðareglum alþingismanna vegna athafnaleysis. Morgunblaðið fjallar einnig um afstöðu þingmannanna sem þeir lýstu í bréfum til forsætisnefndar í lok júlí. Í bréfi sínu gerir Bergþór alvarlegar athugasemdir við verklag siða- og forsætisnefndar. Þá lýsir hann því einnig að hann álíti sig þolanda í samskiptum sínum við Albertínu Friðbjörgu, sem hann segir hafa gengið nærri sér kynferðislega
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Forsætisnefnd komin að niðurstöðu í Klaustursmálinu Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. 30. júlí 2019 18:20 Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Forsætisnefnd komin að niðurstöðu í Klaustursmálinu Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. 30. júlí 2019 18:20
Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Fréttamiðillinn Viljinn birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. 31. júlí 2019 23:03