Trúfélag án skráðra meðlima er möguleiki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2019 07:00 Henry Alexander Henrysson situr í álitsnefnd um skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga. Fréttablaðið/Ernir „Við höfum stundum efast um að þeir sem eru á félagatali séu raunverulega í félagi. Það er ekkert mál að safna undirskriftum,“ segir Henry Alexander Henrysson, aðjunkt við Háskóla Íslands, sem situr í álitsnefnd sem metur umsóknir um trú- og lífsskoðunarfélög. „En almennt erum við sem álitsnefnd ekki að leggja stein í götu fólks heldur að gæta anda laganna.“ Henry segir að þegar félag er til skoðunar sé litið til þess hvort til séu fyrirmyndir erlendis, grundvöllur að stofnsáttmála, hver fjöldi félagsmanna sé og dreifing þeirra, hvort félagið sinni merkingarbærum athöfnum og hvort það gangi gegn almennu siðferði og allsherjarreglu. Nefndin gerir ekki vettvangsrannsóknir eða ræðir við þá sem að umsókninni standa. Samkvæmt reglugerð dómsmálaráðherra er lágmarksfjöldi meðlima 25 og ber að skila nákvæmu félagatali við umsókn, þar sem koma fram nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleira. Ekki er þó skilyrt að þessi fjöldi sé skráður í félagið til Þjóðskrár, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar hjá Sýslumannsembættinu á Siglufirði þar sem skráning félaganna er afgreidd.Halldór Þormar Halldórsson.Nýlega fjallaði Fréttablaðið um málefni lífsskoðunarfélagsins Vitundar, sem stofnað var í febrúar síðastliðnum, en í júní voru aðeins þrír skráðir meðlimir. Halldór staðfestir að félagatali með lágmarksfjölda hafi verið skilað í því tilviki. Alls eru níu trú- eða lífsskoðunarfélög sem hafa færri en 25 skráða meðlimi hjá Þjóðskrá. „Samkvæmt lögum höfum við eftirlit með því að félög haldi áfram að uppfylla þau skilyrði sem liggja að baki skráningu, svo sem um fjölda og virkni,“ segir Halldór. Hann segir hins vegar að eftirfylgnin sé ekki mikil þar sem lögin séu barn síns tíma og til standi að efla eftirlitsþáttinn með nýrri lagasetningu. Í vor var fjallað um að veikleikar í lagaumgjörðinni settu Ísland í sérstakan áhættuflokk hjá FATF, stofnun sem berst gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Það er alveg hægt að sjá fyrir sér að félag geti verið með skráningu án þess að það sé nein raunveruleg starfsemi þar að baki,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Trúmál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira
„Við höfum stundum efast um að þeir sem eru á félagatali séu raunverulega í félagi. Það er ekkert mál að safna undirskriftum,“ segir Henry Alexander Henrysson, aðjunkt við Háskóla Íslands, sem situr í álitsnefnd sem metur umsóknir um trú- og lífsskoðunarfélög. „En almennt erum við sem álitsnefnd ekki að leggja stein í götu fólks heldur að gæta anda laganna.“ Henry segir að þegar félag er til skoðunar sé litið til þess hvort til séu fyrirmyndir erlendis, grundvöllur að stofnsáttmála, hver fjöldi félagsmanna sé og dreifing þeirra, hvort félagið sinni merkingarbærum athöfnum og hvort það gangi gegn almennu siðferði og allsherjarreglu. Nefndin gerir ekki vettvangsrannsóknir eða ræðir við þá sem að umsókninni standa. Samkvæmt reglugerð dómsmálaráðherra er lágmarksfjöldi meðlima 25 og ber að skila nákvæmu félagatali við umsókn, þar sem koma fram nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleira. Ekki er þó skilyrt að þessi fjöldi sé skráður í félagið til Þjóðskrár, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar hjá Sýslumannsembættinu á Siglufirði þar sem skráning félaganna er afgreidd.Halldór Þormar Halldórsson.Nýlega fjallaði Fréttablaðið um málefni lífsskoðunarfélagsins Vitundar, sem stofnað var í febrúar síðastliðnum, en í júní voru aðeins þrír skráðir meðlimir. Halldór staðfestir að félagatali með lágmarksfjölda hafi verið skilað í því tilviki. Alls eru níu trú- eða lífsskoðunarfélög sem hafa færri en 25 skráða meðlimi hjá Þjóðskrá. „Samkvæmt lögum höfum við eftirlit með því að félög haldi áfram að uppfylla þau skilyrði sem liggja að baki skráningu, svo sem um fjölda og virkni,“ segir Halldór. Hann segir hins vegar að eftirfylgnin sé ekki mikil þar sem lögin séu barn síns tíma og til standi að efla eftirlitsþáttinn með nýrri lagasetningu. Í vor var fjallað um að veikleikar í lagaumgjörðinni settu Ísland í sérstakan áhættuflokk hjá FATF, stofnun sem berst gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Það er alveg hægt að sjá fyrir sér að félag geti verið með skráningu án þess að það sé nein raunveruleg starfsemi þar að baki,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Trúmál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira