Lífið

Antonio Banderas hélt að dagar sínir væru taldir

Andri Eysteinsson skrifar
Banderas í Marbella á Spáni.
Banderas í Marbella á Spáni. Getty/Daniel Perez
Spænski stórleikarinn Antonio Banderas lítur öðrum augum á lífið eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrir tveimur árum síðan. Banderas sagði frá hugarfarsbreytingunni í viðtali við Independent.

„Ég hélt ég væri að fara að deyja, nú skil ég djúpstæðri merkingu lífsins,“ sagði Banderas sem telur nú að hjartaáfallið sé eitt það besta sem hefur komið fyrir hann.

„Ég fjarlægðist hluti sem ekki skipta máli og einbeitti mér á að ná bata auk þess sem að ég einbeitti mér að fjölskyldu og vinum,“ sagði hinn 59 ára gamli Banderas.

Banderas lék síðast í stórmynd Pedró Almodóvar, Pain and Glory eða Dolor y Gloria, sem skilaði honum verðlaunum fyrir besta leik í aðalhlutverki á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þar lék hann á móti samlanda sínum, Penélope Cruz. Banderas hefur sagt að samvinnan með Almodovar hafi verið ein sú fallegasta reynsla sem hann hefur öðlast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.