Billie Jean King vill að bandarísku landsliðskonurnar kljúfi sig út úr knattspyrnusambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 14:30 Billie Jean King er skemmtileg týpa. Getty/ Kevork Djansezian Tennisgoðsögnin Billie Jean King barðist á sínum tíma fyrir jafnrétti kynjanna innan tennisheimsins og nú hefur hún blandað sér inn í baráttuna fyrir jafnrétti í launum fyrir bandarísku landsliðskonurnar í knattspyrnu. Bandarísku landsliðskonurnar ætla með mál sitt fyrir dómstóla eftir að ekkert kom út málamiðlun á milli þeirra og bandaríska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn bandaríska knattspyrnusambandsins eru ekki tilbúnir að stíga alla leið hvað varðar að koma á sömu launum hjá landsliðskörlum og landsliðskonum. Vandamál þeirra er að landsliðskonurnar gefa ekki þumlung eftir ekki frekar en inn á knattspyrnuvellinum sjálfum. „Við sættum okkur við ekkert annað en sömu laun,“ sagði stórstjarnan og fyrirliðinn Megan Rapinoe í sjónvarpsþættinum Good Morning America. Nú síðast hafa bandarísku landsliðskonurnar fengið liðsinni frá konu sem þekkir það vel að vera í slíkri baráttu í karlaheimi. Á áttunda áratugnum fékk Billie Jean King átta aðrar tenniskonur í fremstu röð til að hóta því að neita að spila ef tennisforystan færi ekki að borga þeim jafnmikið og körlunum. Þetta mál náði síðan ákveðnu hámarki þegar Billie Jean King vann Bobby Riggs í „Battle of the Sexes" tennisleiknum og átti með því stóran þátt að tenniskonur hafa verið í forystu þegar kemur að standa jafnfætis körlunum hvað varðar athygli og verðlaunafé.MCMANUS: Should @USWNT break away from US Soccer? Billie Jean King says YES!https://t.co/I5ZDW1Bqyk@BillieJeanKing@janesportspic.twitter.com/IKldxpNZYw — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 17, 2019„Kannski ættu konurnar að kljúfa sig út úr knattspyrnusambandinu,“ sagði Billie Jean King í viðtali við Daily News en sagði jafnframt að hún geri sér vel grein fyrir því að það er allt annað en auðvelt. Alþjóða knattspyrnusambandið ræður og þar er á ferðinni mikið karlaveldi. Konurnar á HM í sumar fengu sem dæmi aðeins tíu prósent af því verðlaunafé sem karlarnir fengu á HM 2018. Bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla þar af tvo í röð. Það eru þær sem hafa komið bandarískri knattspyrnu á kortið en ekki karlaliðið sem komst ekki einu sinni inn á síðasta heimsmeistaramót. Billie Jean King er líka sannfærð um að róttæk aðgerð eins og hún nefndi hér á undan yrði vel tekið. „Þær yrðu hetjur. Þær myndu fá meiri stuðning en þeim getur dreymt um,“ sagði King. King segir að bandaríska knattspyrnusambandið hafi enga gilda afsökun fyrir því að borga kynjunum ekki það sama. Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti Fleiri fréttir Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira
Tennisgoðsögnin Billie Jean King barðist á sínum tíma fyrir jafnrétti kynjanna innan tennisheimsins og nú hefur hún blandað sér inn í baráttuna fyrir jafnrétti í launum fyrir bandarísku landsliðskonurnar í knattspyrnu. Bandarísku landsliðskonurnar ætla með mál sitt fyrir dómstóla eftir að ekkert kom út málamiðlun á milli þeirra og bandaríska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn bandaríska knattspyrnusambandsins eru ekki tilbúnir að stíga alla leið hvað varðar að koma á sömu launum hjá landsliðskörlum og landsliðskonum. Vandamál þeirra er að landsliðskonurnar gefa ekki þumlung eftir ekki frekar en inn á knattspyrnuvellinum sjálfum. „Við sættum okkur við ekkert annað en sömu laun,“ sagði stórstjarnan og fyrirliðinn Megan Rapinoe í sjónvarpsþættinum Good Morning America. Nú síðast hafa bandarísku landsliðskonurnar fengið liðsinni frá konu sem þekkir það vel að vera í slíkri baráttu í karlaheimi. Á áttunda áratugnum fékk Billie Jean King átta aðrar tenniskonur í fremstu röð til að hóta því að neita að spila ef tennisforystan færi ekki að borga þeim jafnmikið og körlunum. Þetta mál náði síðan ákveðnu hámarki þegar Billie Jean King vann Bobby Riggs í „Battle of the Sexes" tennisleiknum og átti með því stóran þátt að tenniskonur hafa verið í forystu þegar kemur að standa jafnfætis körlunum hvað varðar athygli og verðlaunafé.MCMANUS: Should @USWNT break away from US Soccer? Billie Jean King says YES!https://t.co/I5ZDW1Bqyk@BillieJeanKing@janesportspic.twitter.com/IKldxpNZYw — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 17, 2019„Kannski ættu konurnar að kljúfa sig út úr knattspyrnusambandinu,“ sagði Billie Jean King í viðtali við Daily News en sagði jafnframt að hún geri sér vel grein fyrir því að það er allt annað en auðvelt. Alþjóða knattspyrnusambandið ræður og þar er á ferðinni mikið karlaveldi. Konurnar á HM í sumar fengu sem dæmi aðeins tíu prósent af því verðlaunafé sem karlarnir fengu á HM 2018. Bandaríska kvennalandsliðið hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla þar af tvo í röð. Það eru þær sem hafa komið bandarískri knattspyrnu á kortið en ekki karlaliðið sem komst ekki einu sinni inn á síðasta heimsmeistaramót. Billie Jean King er líka sannfærð um að róttæk aðgerð eins og hún nefndi hér á undan yrði vel tekið. „Þær yrðu hetjur. Þær myndu fá meiri stuðning en þeim getur dreymt um,“ sagði King. King segir að bandaríska knattspyrnusambandið hafi enga gilda afsökun fyrir því að borga kynjunum ekki það sama.
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Jafnréttismál Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti Fleiri fréttir Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira