United var betri aðilinn í fyrri hálfleik og komst yfir á 27. mínútu. Marcus Rashford sendi þá boltann á Anthony Martial sem skoraði með góðu skoti með vinstri fæti. Frakkinn skoraði einnig í 4-0 sigrinum á Chelsea í síðustu umferð. Markið í kvöld var fimmtugasta mark Martials fyrir United.
#MUFC goal no.for #AM9#WOLMUNpic.twitter.com/WVp8Se2C37
— Manchester United (@ManUtd) August 19, 2019
Á 54. mínútu skallaði Raúl Jiménez í stöng og í kjölfarið fengu Úlfarnir hornspyrnu. Portúgalinn Joao Moutinho tók hana og sendi á landa sinn, Rúben Neves. Hann tók við boltanum, þrumaði honum í slá og inn og jafnaði í 1-1.
Á 67. mínútu felldi Conor Coady Pogba innan vítateigs og Jon Moss bendi á punktinn. Þrátt fyrir að Rashford hafi skorað úr víti gegn Chelsea fór Pogba á punktinn en Rui Patrício varði frá honum. Pogba hefur klúðrað fjórum vítum í ensku úrvalsdeildinni frá byrjun síðasta tímabils.
4 - Paul Pogba has missed four penalties in the Premier League since the start of last season; the most of any player in the competition. Fluffed. pic.twitter.com/NI1odCCBg5
— OptaJoe (@OptaJoe) August 19, 2019
Fleiri urðu mörkin ekki og liðin urðu að sætta sig við jafntefli.
United er með fjögur stig í 4. sæti deildarinnar en Wolves í 13. sætinu með tvö stig.