Íslenski hópurinn þrettán sinnum á palli í Helsinki Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. ágúst 2019 06:00 Verðlaunahafar ásamt þjálfurum, frá vinstri: Helgi Jóhannesson, landsliðsþjálfari í kata; Eydís, Aron Bjarkason, Tómas, Oddný, Aron Huynh, Þórður, Samuel, Ólafur, Viktoría, og Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari í kumite. Á myndina vantar Kristjönu. KAÍ Íslenska landsliðið í karate tók þátt í opnu móti í Helsinki í Finnlandi um helgina en íslensku keppendurnir voru tólf talsins. Alls tóku yfir 600 keppendur frá 23 löndum þátt í mótinu. Bestum árangri í íslenska liðinu náðu þeir Samuel Josh Ramos og Aron Anh Ky Huynh. Samuel keppir í U16 ára flokki í kumite. Hann vann fimm af sex viðureignum sínum í gær; tók gullið örugglega í þyngdarflokki sínum og brons í opnum flokki. Samuel skoraði 26 stig í viðureignunum sex en fékk aðeins 6 stig á sig.Aron vann svo silfur í bæði fullorðinsflokki og U21 árs flokki í kata. Aron vann alla andstæðinga sína í undanrásum beggja flokka og komst í úrslit. Þar laut hann í lægra haldi fyrir víetnamska landsliðsmanninum Khuat Huy Thang eftir jafnar og góðar viðureignir. Þess má geta Khuat er geysilega sterkur keppandi og vermir 9. sæti heimslistans í kata U21 árs karla. Samuel og Aron verða næst í eldlínunni í Laugardalshöllinni 14.-15. september, þegar Ísland heldur Smáþjóðamótið í karate. Þeir hafa báðir orðið Smáþjóðameistarar í sínum greinum, Samuel árið 2018 og Aron árið 2017, og eru til alls líklegir. Alls féllu 13 verðlaun Íslendingum í skaut á mótinu; ein gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun. Verðlaunahafar voru eftirfarandi.Samuel Josh Ramos, gull í -63kg og brons í opnum flokki, U16 kumite Aron Anh Ky Huynh, silfur í U21 kata og silfur í senior kata Viktoría Ingólfsdóttir, silfur í opnum flokki U16 kumite Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur í U16 kata og brons í U18 kata Kristjana Lind Ólafsdóttir, silfur í +59 kg flokki U18 kumite Þórður Jökull Henrysson, brons í U18 kata. Oddný Þórarinsdóttir, brons í U16 kata Tómas Pálmar Tómasson, brons í U16 kata Aron Bjarkason, brons í -67 kg flokki kumite Ólafur Engilbert Árnason, brons í -75 kg flokki kumite Íþróttir Karate Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Íslenska landsliðið í karate tók þátt í opnu móti í Helsinki í Finnlandi um helgina en íslensku keppendurnir voru tólf talsins. Alls tóku yfir 600 keppendur frá 23 löndum þátt í mótinu. Bestum árangri í íslenska liðinu náðu þeir Samuel Josh Ramos og Aron Anh Ky Huynh. Samuel keppir í U16 ára flokki í kumite. Hann vann fimm af sex viðureignum sínum í gær; tók gullið örugglega í þyngdarflokki sínum og brons í opnum flokki. Samuel skoraði 26 stig í viðureignunum sex en fékk aðeins 6 stig á sig.Aron vann svo silfur í bæði fullorðinsflokki og U21 árs flokki í kata. Aron vann alla andstæðinga sína í undanrásum beggja flokka og komst í úrslit. Þar laut hann í lægra haldi fyrir víetnamska landsliðsmanninum Khuat Huy Thang eftir jafnar og góðar viðureignir. Þess má geta Khuat er geysilega sterkur keppandi og vermir 9. sæti heimslistans í kata U21 árs karla. Samuel og Aron verða næst í eldlínunni í Laugardalshöllinni 14.-15. september, þegar Ísland heldur Smáþjóðamótið í karate. Þeir hafa báðir orðið Smáþjóðameistarar í sínum greinum, Samuel árið 2018 og Aron árið 2017, og eru til alls líklegir. Alls féllu 13 verðlaun Íslendingum í skaut á mótinu; ein gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun. Verðlaunahafar voru eftirfarandi.Samuel Josh Ramos, gull í -63kg og brons í opnum flokki, U16 kumite Aron Anh Ky Huynh, silfur í U21 kata og silfur í senior kata Viktoría Ingólfsdóttir, silfur í opnum flokki U16 kumite Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur í U16 kata og brons í U18 kata Kristjana Lind Ólafsdóttir, silfur í +59 kg flokki U18 kumite Þórður Jökull Henrysson, brons í U18 kata. Oddný Þórarinsdóttir, brons í U16 kata Tómas Pálmar Tómasson, brons í U16 kata Aron Bjarkason, brons í -67 kg flokki kumite Ólafur Engilbert Árnason, brons í -75 kg flokki kumite
Íþróttir Karate Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira