Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan ellefu í kvöld um að maður með haglabyssu væri á ferð í hverfinu.
Tilkynningin var tekin mjög alvarlega og var viðbúnaður sérsveitar og lögreglu í samræmi við hana. Ítarleg leit stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund en skilaði ekki árangri. Þá var farið yfir myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu og skilaði það heldur ekki árangri.
Á meðan aðgerðum stóð var götum lokað tímabundið við Krummahóla. Aðgerðum er nú lokið
