Innlent

Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Um talsverðan eld var að ræða.
Um talsverðan eld var að ræða. Mynd/Hákon Sigþórsson
Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjórinn í Hveragerði, birti myndband af eldsvoðanum á Facebook í kvöld og þar má sjá að um talsverðan eld var að ræða.

„Hér skíðlogar brekkan eftir flugeldasýning. Þetta er búið að vera alveg rosalegt,“ má heyra Aldísi segja. Slökkvistarf virðist þó hafa gengið greiðlega, ef marka má orð Aldísar.

„Slökkviliðið er nú að ná tökum á þessu, sem betur fer. Guð minn góður,“ bætti hún við. Ekki hefur náðst í Brunarvarnir Árborgar vegna eldsvoðans.

Fjölmenni var í Hveragerði í dag vegna hátíðarinnar auk Ísdagsins vinsæla sem haldinn er á vegjum Kjörís á hverju ári. Fjallað var um Ísdaginn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en myndband Aldísar má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×