Hækkuðu um á aðra milljón eftir að þeir losnuðu undan kjararáði Jakob Bjarnar og Kjartan Kjartansson skrifa 17. ágúst 2019 14:05 Bankastjóri Landsbankans hefur hækkað mest í launum af öllum ríkisforstjórum frá því að kjararáð hætti að ákvarða laun þeirra. Vísir/Vilhelm Laun þriggja ríkisforstjóra hafa hækkað um á aðra milljón króna frá því að þeir voru færðir undan kjararáði fyrir tveimur árum. Mest hafa laun forstjóra Landsbankans hækkað, um rúmar 1,7 milljónir króna eða 82%. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Þorsteinn óskaði svara um heildarlaunabreytingar forstjóra fyrirtækja í eigu ríkisins frá því að þeir voru færðir undan kjararáði 1. júlí árið 2017. Ákvarðanir um laun forstjóranna voru færðar til stjórna fyrirtækjanna. Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 1,3 milljónir króna frá júní 2017 til apríl á þessu ári, úr 2,1 milljón króna á mánuði í 3,4 milljónir. Á sama tíma hækkaði forstjóri Landsnets um 1,1 milljón króna, úr 1,7 milljónum í 2,8 milljónir. Um er að ræða heildarlaun ásamt bifreiðahlunnindum eða styrk. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að alls hafi laun ríkisforstjóra hækkað um tæpan fjórðung að meðaltali á tímabilinu. Ekki hafa þó allir ríkisforstjórar hækkað í launum. Laun forstjóra Íslandsbanka lækkuðu um 946.000 krónur á tímabilinu og Nýja Landspítalans um 197.000 krónur. Þorsteinn Víglundsson, fyrirspyrjandinn, furðar sig á misræmi sem honum sýnist vera í launaþróun milli einstakra fyrirtækja sem tengjast hinu opinbera. „Og svo auðvitað oft á tíðum miklar hækkanir. Alþingi Kjaramál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Laun þriggja ríkisforstjóra hafa hækkað um á aðra milljón króna frá því að þeir voru færðir undan kjararáði fyrir tveimur árum. Mest hafa laun forstjóra Landsbankans hækkað, um rúmar 1,7 milljónir króna eða 82%. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Þorsteinn óskaði svara um heildarlaunabreytingar forstjóra fyrirtækja í eigu ríkisins frá því að þeir voru færðir undan kjararáði 1. júlí árið 2017. Ákvarðanir um laun forstjóranna voru færðar til stjórna fyrirtækjanna. Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 1,3 milljónir króna frá júní 2017 til apríl á þessu ári, úr 2,1 milljón króna á mánuði í 3,4 milljónir. Á sama tíma hækkaði forstjóri Landsnets um 1,1 milljón króna, úr 1,7 milljónum í 2,8 milljónir. Um er að ræða heildarlaun ásamt bifreiðahlunnindum eða styrk. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að alls hafi laun ríkisforstjóra hækkað um tæpan fjórðung að meðaltali á tímabilinu. Ekki hafa þó allir ríkisforstjórar hækkað í launum. Laun forstjóra Íslandsbanka lækkuðu um 946.000 krónur á tímabilinu og Nýja Landspítalans um 197.000 krónur. Þorsteinn Víglundsson, fyrirspyrjandinn, furðar sig á misræmi sem honum sýnist vera í launaþróun milli einstakra fyrirtækja sem tengjast hinu opinbera. „Og svo auðvitað oft á tíðum miklar hækkanir.
Alþingi Kjaramál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira