Þaulsætni kanslarinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. ágúst 2019 09:00 Angela Merkel hefur verið kanslari í fjórtán ár. Vísir/EPA Íslendingar undirbúa nú enn eina stórheimsókn ársins. Eftir að hafa tekið á móti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands og sjálfum Ed Sheeran, sem reyndar er tónlistarmaður, er röðin nú komin að Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Já og reyndar leiðtogum hinna Norðurlandanna. Merkel kemur hingað sem sérstakur heiðursgestur á sumarfundi norrænu forsætisráðherranna og mun að auki funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra einni. Fyrirséð er að hún virði fyrir sér Þingvelli og Viðey. Fáir núverandi þjóðarleiðtogar hafa setið jafnlengi og Merkel. Hvað þá á Vesturlöndum. Hún tók við sem kanslari árið 2005 og mun, að öllu óbreyttu, sitja til ársins 2021. Þegar hún lætur af embætti eftir tvö ár verður hún komin upp í annað sæti á listanum yfir þaulsætnustu kanslarana. Með sextán ár líkt og Kohl og þannig einungis á eftir Otto von Bismarck, sem sat í 23 ár mínus einn dag. Að því er kom fram í úttekt Deutsche Welle á valdatíð kanslarans hefur Merkel-tíminn einkennst af stækkandi þýsku hagkerfi og minnkandi atvinnuleysi. Það sem hefur vakið mesta athygli er þó hvernig Merkel hefur tekist á við afar erfið pólitísk mál á borð við grísku kreppuna, sem ógnaði evrusvæðinu öllu, hina ólöglegu innlimun Rússa á Krímskaga, mikið flæði flóttafólks til Evrópu og uppgang þjóðernisöfgamanna í Þýskalandi. Merkel hefur getið sér góðan orðstír fyrir að koma á viðræðum á milli karpandi fylkinga og lýsir hinn fyrrnefndi þýski miðill henni sem afar færri í krísustjórnun. Hún hefur dregið Kristilega demókrata, alla jafna stærsta hægriflokk Þýskalands nútímans, inn á miðjuna. Til að mynda með því að opna dyrnar fyrir flóttafólki. Það bauð hins vegar upp á tækifæri fyrir öfgaflokkinn AfD og þótt útlit sé fyrir að Kristilegir demókratar verði stærstir í næstu kosningum, samkvæmt skoðanakönnunum, er fylgið langt frá þeim hæðum sem það náði þegar Merkel sótti 41,5 prósent atkvæða árið 2013. Áður en flóttamannakrísan náði hæðum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Íslendingar undirbúa nú enn eina stórheimsókn ársins. Eftir að hafa tekið á móti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands og sjálfum Ed Sheeran, sem reyndar er tónlistarmaður, er röðin nú komin að Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Já og reyndar leiðtogum hinna Norðurlandanna. Merkel kemur hingað sem sérstakur heiðursgestur á sumarfundi norrænu forsætisráðherranna og mun að auki funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra einni. Fyrirséð er að hún virði fyrir sér Þingvelli og Viðey. Fáir núverandi þjóðarleiðtogar hafa setið jafnlengi og Merkel. Hvað þá á Vesturlöndum. Hún tók við sem kanslari árið 2005 og mun, að öllu óbreyttu, sitja til ársins 2021. Þegar hún lætur af embætti eftir tvö ár verður hún komin upp í annað sæti á listanum yfir þaulsætnustu kanslarana. Með sextán ár líkt og Kohl og þannig einungis á eftir Otto von Bismarck, sem sat í 23 ár mínus einn dag. Að því er kom fram í úttekt Deutsche Welle á valdatíð kanslarans hefur Merkel-tíminn einkennst af stækkandi þýsku hagkerfi og minnkandi atvinnuleysi. Það sem hefur vakið mesta athygli er þó hvernig Merkel hefur tekist á við afar erfið pólitísk mál á borð við grísku kreppuna, sem ógnaði evrusvæðinu öllu, hina ólöglegu innlimun Rússa á Krímskaga, mikið flæði flóttafólks til Evrópu og uppgang þjóðernisöfgamanna í Þýskalandi. Merkel hefur getið sér góðan orðstír fyrir að koma á viðræðum á milli karpandi fylkinga og lýsir hinn fyrrnefndi þýski miðill henni sem afar færri í krísustjórnun. Hún hefur dregið Kristilega demókrata, alla jafna stærsta hægriflokk Þýskalands nútímans, inn á miðjuna. Til að mynda með því að opna dyrnar fyrir flóttafólki. Það bauð hins vegar upp á tækifæri fyrir öfgaflokkinn AfD og þótt útlit sé fyrir að Kristilegir demókratar verði stærstir í næstu kosningum, samkvæmt skoðanakönnunum, er fylgið langt frá þeim hæðum sem það náði þegar Merkel sótti 41,5 prósent atkvæða árið 2013. Áður en flóttamannakrísan náði hæðum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09