Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 21:00 Höfundar kynntu skýrsluna á blaðamannafundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Vísir/Friðrik Þór Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. Skýrsluhöfundar leggja til að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið. Skýrslan sem unnin var af svokallaðri sérfræðinefnd Orkunnar okkar var kynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu síðdegis. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir afleiðingar orkulöggjafar ESB á efnahags- og atvinnumál landsins, að mati nefndarinnar. Í hópi þeirra sem mættir voru á fundinn við kynningu skýrslunnar var Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sem fyrr um daginn kom fyrir utanríkismálanefnd þar sem hann lýsti verulegum efasemdum um ágæti orkupakkans. Sjá einnig: Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Þeir Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson eru ritstjórar skýrslunnar en meðal höfunda eru Jón Baldvin Hannibalsson, Styrmir Gunnarsson og Hjörleifur Guttormsson. Skýrslan er 82 blaðsíður en í henni komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að rökrétt væri að Alþingi hafni orkupakkanum. „Það markmið sem ESB hefur í huga, með því að láta Ísland ganga í orkusambandið, það er að fá að leggja þennan sæstreng, fá að flytja út orku til Evrópu, það stækkar mjög markað íslenskra orkuframleiðenda og það hækkar raforkuverð hérna heima og hefur ýmsar aðrar hættur í för með sér,“ segir Jónas Elíasson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands, og einn skýrsluhöfunda. Orkan okkar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.Vísir/Friðrik ÞórÞessar niðurstöður stangast að miklu leyti á við það sem fram hefur komið í álitsgerðum fjölmargra sérfræðinga. „Við höfum rannsakað þessi mál, við höfum kynnt okkur það sem stendur í orkupakkanum, við til dæmis vitum það alveg að það er engin lagaleg skylda til að gera eitthvað svona lagað í orkupakkanum, við undirgöngumst hins vegar erlent dómsvald í raforkumálum með því að taka upp orkupakkann,“ segir Jónas. Fulltrúar orkunnar okkar munu koma fyrir utanríkismálanefnd á öðrum fundi hennar sem fram fer á mánudag. Þriðji orkupakkinn Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. Skýrsluhöfundar leggja til að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið. Skýrslan sem unnin var af svokallaðri sérfræðinefnd Orkunnar okkar var kynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu síðdegis. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir afleiðingar orkulöggjafar ESB á efnahags- og atvinnumál landsins, að mati nefndarinnar. Í hópi þeirra sem mættir voru á fundinn við kynningu skýrslunnar var Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sem fyrr um daginn kom fyrir utanríkismálanefnd þar sem hann lýsti verulegum efasemdum um ágæti orkupakkans. Sjá einnig: Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Þeir Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson eru ritstjórar skýrslunnar en meðal höfunda eru Jón Baldvin Hannibalsson, Styrmir Gunnarsson og Hjörleifur Guttormsson. Skýrslan er 82 blaðsíður en í henni komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að rökrétt væri að Alþingi hafni orkupakkanum. „Það markmið sem ESB hefur í huga, með því að láta Ísland ganga í orkusambandið, það er að fá að leggja þennan sæstreng, fá að flytja út orku til Evrópu, það stækkar mjög markað íslenskra orkuframleiðenda og það hækkar raforkuverð hérna heima og hefur ýmsar aðrar hættur í för með sér,“ segir Jónas Elíasson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands, og einn skýrsluhöfunda. Orkan okkar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.Vísir/Friðrik ÞórÞessar niðurstöður stangast að miklu leyti á við það sem fram hefur komið í álitsgerðum fjölmargra sérfræðinga. „Við höfum rannsakað þessi mál, við höfum kynnt okkur það sem stendur í orkupakkanum, við til dæmis vitum það alveg að það er engin lagaleg skylda til að gera eitthvað svona lagað í orkupakkanum, við undirgöngumst hins vegar erlent dómsvald í raforkumálum með því að taka upp orkupakkann,“ segir Jónas. Fulltrúar orkunnar okkar munu koma fyrir utanríkismálanefnd á öðrum fundi hennar sem fram fer á mánudag.
Þriðji orkupakkinn Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira