Fótbolti

Segir að Neymar yrði eins og sprengja í búningsklefann hjá Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hristo Stoichkov.
Hristo Stoichkov. vísir/getty
Hristo Stoichkov, sem lék tæplega 250 leiki með Barcelona á árunum 1990 til 1995, skilur ekkert í sínu gamla félagi að vera fá Neymar aftur til félagsins.

Börsungar eru nú í viðræðum við PSG, þar sem Neymar er samningsbundinn, um að klófesta hann á nýjan leik en Neymar lék með Barcelona til ársins 2017 er hann skipti til PSG.

Búlgarinn Stoichkov skilur hins vegar lítið í því afhverju sitt gamla félag sé að fá Neymar og ber honum ekki söguna vel.







„Barcelona þarf ekki Neymar. Það er ekkert pláss því það eru nú þegar mikilvægir leikmenn,“ sagði Stoichkov við Univison. Hann hélt áfram:

„Þeir eru með Dembele, Griezmann, Suarez og Messi. Hvar er hann að fara spila? Hann myndi vera eins og sprengja í búningsklefann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×