Guðjón Pétur Lýðsson, miðjumaður Breiðablik, var ekki par sáttur með dómarann, Þorvald Árnason, eftir undanúrslitaleik Breiðablik gegn Víkingi í gærkvöldi.
Breiðablik tapaði 3-1 í hörkuleik í Víkinni í gær eftir að hafa komist yfir úr vítaspyrnu Thomas Mikkelsen í fyrri hálfleik. Mörkin úr leiknum má sjá hér.
Guðjón Pétur lýsti reiði sinni á Þorvaldi í viðtali við Jóhann Inga Hafþórsson á Morgunblaðinu eftir leikinn og lét allt flakka.
„Við reyndum allan tímann að gera eins mikið og við gátum en því miður var þetta ekki okkar dagur. Mér fannst Þorvaldur líka ömurlegur. Hann leyfði þeim að tefja allan seinni hálfleikinn og var skíthræddur við þá," sagði Guðjón Pétur.
„Honum fannst eitthvað erfitt að tala við Kára. Kári sparkaði með hnéð í andlitið á mér en hann þorði ekki að dæma spjald. Hann hamraði niður í lokin, boltinn löngu farinn, en aftur þorði hann ekki að rífa upp spjaldið."
„Hann var tefjandi allan leikinn en hann reif aldrei upp spjald, dómarinn var glataður," sagði Guðjón enn fremur.
Guðjón segir að „ömurlegur Þorvaldur“ hafi verið skíthræddur við Víkinga

Tengdar fréttir

Ágúst: Víkingar voru öflugir og komust upp með að vera grimmir
Þjálfari Breiðabliks var vonsvikinn eftir tapið fyrir Víkingi R. í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár
Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september.

Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband
Varnarmaður Breiðabliks missti stjórn á skapi sínu í leiknum gegn Víkingi R. í kvöld.

Sjáðu magnað aukaspyrnumark Óttars og hin mörkin þegar Víkingar komust í bikarúrslit
Víkingur R. mætir FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla 14. september.

Ekki í fyrsta sinn sem leikmaður tekur rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni | Myndbönd
Í annað sinn á fimm árum tók leikmaður rauða spjaldið af dómaranum Þorvaldi Árnasyni.