Íslenski boltinn

Guðjón segir að „ömurlegur Þorvaldur“ hafi verið skíthræddur við Víkinga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Pétur Lýðsson, miðjumaður Breiðablik, var ekki par sáttur með dómarann, Þorvald Árnason, eftir undanúrslitaleik Breiðablik gegn Víkingi í gærkvöldi.

Breiðablik tapaði 3-1 í hörkuleik í Víkinni í gær eftir að hafa komist yfir úr vítaspyrnu Thomas Mikkelsen í fyrri hálfleik. Mörkin úr leiknum má sjá hér.

Guðjón Pétur lýsti reiði sinni á Þorvaldi í viðtali við Jóhann Inga Hafþórsson á Morgunblaðinu eftir leikinn og lét allt flakka.

„Við reyndum allan tímann að gera eins mikið og við gátum en því miður var þetta ekki okk­ar dagur. Mér fannst Þorvaldur líka ömurlegur. Hann leyfði þeim að tefja allan seinni hálfleikinn og var skíthræddur við þá," sagði Guðjón Pétur.

„Honum fannst eitthvað erfitt að tala við Kára. Kári sparkaði með hnéð í andlitið á mér en hann þorði ekki að dæma spjald. Hann hamraði niður í lokin, boltinn löngu farinn, en aftur þorði hann ekki að rífa upp spjaldið."

„Hann var tefjandi allan leikinn en hann reif aldrei upp spjald, dómarinn var glataður," sagði Guðjón enn fremur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×