Flogið út fyrir nokkrar sekúndur Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Arnmundur Ernst Backman FBL/daníel Þegar blaðamaður náði tali af Arnmundi Ernst Backman var hann staddur í London, nýbúinn í tökum með engum öðrum en Will Ferrell. Í London fara nú fram tökur á Eurovision, mynd sem skartar Will Ferrell og Rachael McAdams í aðalhlutverkum. Í myndinni leika þau keppendur Íslands í söngvakeppninni sívinsælu. Nokkrir Íslendingar hafa því verið kallaðir til að leika í myndinni.Ferrell stóðst allar væntingar „Ég er í London og kom hingað til að leika í örsenu í Eurovision. Ég var bara að hitta Will Ferrell áðan. Það var geggjað. Ég hef litið svo lengi upp til þessa manns og fundist hann flottur leikari. Það er svo gaman þegar maður hittir svona fólk og það algjörlega stenst allar væntingar. Hann var ótrúlega ljúfur og stuðningsríkur.“ Arnmundur segir Will ekki hafa verið með neina stæla eða vesen. „Maður hefur heyrt sögur af aðalleikurum sem bara klára sínar línur og ef það er ekki upptaka í gangi, þá eru þeir farnir. En hann var alls ekki þannig. En við skulum samt líka hafa það á hreinu að þetta hlutverk mitt, ég er bara í mesta lagi sjö sekúndur í mynd. Þetta var mjög lítið, en alveg mjög gaman.“ Nokkrir aðrir íslenskir leikarar hafa fengið hlutverk í myndinni, þar á meðal Björn Hlynur Haraldsson, Hlynur Þorsteinsson og Nína Dögg Filippusdóttir. „Ég leik það sem kallað er sviðstjóri. Mér var flogið út til að leika þetta hlutverk þessar sjö sekúndur,“ segir Arnmundur hlæjandi og bætir svo við: „Þetta er svo sérstakt, stundum er manni flogið út fyrir svona örstutt atriði. Um daginn var mér flogið út til að leika á móti Antonio Banderas, eða að því er ég hélt. Svo var búið að breyta því, og á endanum var senan klippt út.“ Arnmundur leikur í Þjóðleikhúsinu í vetur. „Í haust leik ég í Atómstöðinni og svo öðru verki, sem ég er ekki með á hreinu að búið sé að tilkynna um. Svo ég læt vera að nefna það, en því er leikstýrt af Góa, Guðjóni Davíð Karlssyni. Í því leik ég einmitt með Ingvari E. sem er með mér í Hvítum, hvítum degi og öðrum frábærum leikurum.“Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni.Vísir/GettyMamma var besti gagnrýnandinn Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið í myndinni Hvítur, hvítur dagur en Hlynur Pálmason leikstýrir henni. Í myndinni stelur hin tíu ára gamla Ída Mekkín Hlynsdóttir senunni sem Salka, dótturdóttir persónu Ingvars. Myndin var frumsýnd í Cannes. „Mér bauðst að fara með þangað en náði ekki að púsla því alveg saman, því miður. Ég er líka heldur ekki með neitt gríðarlega stórt hlutverk í henni, en ég er samt mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að leika það. Þetta var einstaklega skemmtilegt hlutverk. Ein sena í myndinni er ein sú allra skemmtilegasta sem ég hef leikið í,“ segir hann. Arnmundur vill ekki gefa of mikið upp um senuna sjálfa en hún var tekin upp í einni samfelldri töku í sama rýminu. Í þeirri senu leikur hann á móti Ingvari, Ídu og Sigga Sigurjóns. Faðir Arnmundar, Björn Ingi Hilmarsson, leikur einnig í myndinni, þótt þeir séu ekki í neinum senum saman. „Verandi í þessum iðnaði sem leiklistin er, þessi iðnaður er ekki það stór á Íslandi. Þannig að nálægðin við pabba er alltaf mikil. Maður er alltaf einhvern veginn í næsta nágrenni við föður sinn. Því miður ekki mömmu, það hefði verið gaman að eiga þá reynslu og leika með henni.“ Móðir Arnmundar var Edda Heiðrún Backman, ein ástsælasta leikkona Íslendinga fyrr og síðar. Hún lést fyrir aldur fram úr sjúkdómnum MND árið 2016. „Hún leikstýrði mér þegar ég var 15 ára í verki sem hét Mýrarljós, það var mjög gaman að fá að upplifa það. Svo var hún líka alltaf sú fyrsta sem ég leitaði til eftir ráðum. Hún var aðalgagnrýnandinn sem ég hlustaði á eftir sýningar. Hennar skoðun og ráð skiptu mig mestu. Hún var mjög góð í að miðla þekkingu og ábendingum.“ Heilagt andrúmsloft á tökustað Arnmundur segir ótrúlega góðan anda hafa ríkt á setti við gerð myndarinnar Hvítur, hvítur dagur. „Þegar maður býr að ákveðinni reynslu, sem ég er mjög heppinn að búa að þrátt fyrir ungan aldur, þá getur maður mjög fljótlega fundið það hvernig stemningin er á tökustað. Hvernig andi ríkir yfir framleiðsluferlinu.“ Hann segir það hafa verið ótrúlega skýrt að eitthvert heilagt andrúmsloft ríkti í kringum gerð myndarinnar. „Ofboðslega þægileg orka og mikil sköpunargleði ríkti í loftinu. Ingvar var í essinu sínu og Hlynur Pálmason, leikstjórinn, ég er svo innilega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum og vinna með honum. Svo var ég þarna að vinna líka náið með Sigga Sigurjóns, hann er svo gefandi listamaður og frábær í alla stað. Framleiðandinn hann Anton hafði óbilandi trú á verkefninu og studdi vel við leikarana sem og alla á setti. Ég var þarna umkringdur fólki sem ég lít mjög mikið upp til í dag, og vona að ég fái að vinna með því öllu sem oftast.“ Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hérlendis þann 6. september. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira
Þegar blaðamaður náði tali af Arnmundi Ernst Backman var hann staddur í London, nýbúinn í tökum með engum öðrum en Will Ferrell. Í London fara nú fram tökur á Eurovision, mynd sem skartar Will Ferrell og Rachael McAdams í aðalhlutverkum. Í myndinni leika þau keppendur Íslands í söngvakeppninni sívinsælu. Nokkrir Íslendingar hafa því verið kallaðir til að leika í myndinni.Ferrell stóðst allar væntingar „Ég er í London og kom hingað til að leika í örsenu í Eurovision. Ég var bara að hitta Will Ferrell áðan. Það var geggjað. Ég hef litið svo lengi upp til þessa manns og fundist hann flottur leikari. Það er svo gaman þegar maður hittir svona fólk og það algjörlega stenst allar væntingar. Hann var ótrúlega ljúfur og stuðningsríkur.“ Arnmundur segir Will ekki hafa verið með neina stæla eða vesen. „Maður hefur heyrt sögur af aðalleikurum sem bara klára sínar línur og ef það er ekki upptaka í gangi, þá eru þeir farnir. En hann var alls ekki þannig. En við skulum samt líka hafa það á hreinu að þetta hlutverk mitt, ég er bara í mesta lagi sjö sekúndur í mynd. Þetta var mjög lítið, en alveg mjög gaman.“ Nokkrir aðrir íslenskir leikarar hafa fengið hlutverk í myndinni, þar á meðal Björn Hlynur Haraldsson, Hlynur Þorsteinsson og Nína Dögg Filippusdóttir. „Ég leik það sem kallað er sviðstjóri. Mér var flogið út til að leika þetta hlutverk þessar sjö sekúndur,“ segir Arnmundur hlæjandi og bætir svo við: „Þetta er svo sérstakt, stundum er manni flogið út fyrir svona örstutt atriði. Um daginn var mér flogið út til að leika á móti Antonio Banderas, eða að því er ég hélt. Svo var búið að breyta því, og á endanum var senan klippt út.“ Arnmundur leikur í Þjóðleikhúsinu í vetur. „Í haust leik ég í Atómstöðinni og svo öðru verki, sem ég er ekki með á hreinu að búið sé að tilkynna um. Svo ég læt vera að nefna það, en því er leikstýrt af Góa, Guðjóni Davíð Karlssyni. Í því leik ég einmitt með Ingvari E. sem er með mér í Hvítum, hvítum degi og öðrum frábærum leikurum.“Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni.Vísir/GettyMamma var besti gagnrýnandinn Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið í myndinni Hvítur, hvítur dagur en Hlynur Pálmason leikstýrir henni. Í myndinni stelur hin tíu ára gamla Ída Mekkín Hlynsdóttir senunni sem Salka, dótturdóttir persónu Ingvars. Myndin var frumsýnd í Cannes. „Mér bauðst að fara með þangað en náði ekki að púsla því alveg saman, því miður. Ég er líka heldur ekki með neitt gríðarlega stórt hlutverk í henni, en ég er samt mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að leika það. Þetta var einstaklega skemmtilegt hlutverk. Ein sena í myndinni er ein sú allra skemmtilegasta sem ég hef leikið í,“ segir hann. Arnmundur vill ekki gefa of mikið upp um senuna sjálfa en hún var tekin upp í einni samfelldri töku í sama rýminu. Í þeirri senu leikur hann á móti Ingvari, Ídu og Sigga Sigurjóns. Faðir Arnmundar, Björn Ingi Hilmarsson, leikur einnig í myndinni, þótt þeir séu ekki í neinum senum saman. „Verandi í þessum iðnaði sem leiklistin er, þessi iðnaður er ekki það stór á Íslandi. Þannig að nálægðin við pabba er alltaf mikil. Maður er alltaf einhvern veginn í næsta nágrenni við föður sinn. Því miður ekki mömmu, það hefði verið gaman að eiga þá reynslu og leika með henni.“ Móðir Arnmundar var Edda Heiðrún Backman, ein ástsælasta leikkona Íslendinga fyrr og síðar. Hún lést fyrir aldur fram úr sjúkdómnum MND árið 2016. „Hún leikstýrði mér þegar ég var 15 ára í verki sem hét Mýrarljós, það var mjög gaman að fá að upplifa það. Svo var hún líka alltaf sú fyrsta sem ég leitaði til eftir ráðum. Hún var aðalgagnrýnandinn sem ég hlustaði á eftir sýningar. Hennar skoðun og ráð skiptu mig mestu. Hún var mjög góð í að miðla þekkingu og ábendingum.“ Heilagt andrúmsloft á tökustað Arnmundur segir ótrúlega góðan anda hafa ríkt á setti við gerð myndarinnar Hvítur, hvítur dagur. „Þegar maður býr að ákveðinni reynslu, sem ég er mjög heppinn að búa að þrátt fyrir ungan aldur, þá getur maður mjög fljótlega fundið það hvernig stemningin er á tökustað. Hvernig andi ríkir yfir framleiðsluferlinu.“ Hann segir það hafa verið ótrúlega skýrt að eitthvert heilagt andrúmsloft ríkti í kringum gerð myndarinnar. „Ofboðslega þægileg orka og mikil sköpunargleði ríkti í loftinu. Ingvar var í essinu sínu og Hlynur Pálmason, leikstjórinn, ég er svo innilega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum og vinna með honum. Svo var ég þarna að vinna líka náið með Sigga Sigurjóns, hann er svo gefandi listamaður og frábær í alla stað. Framleiðandinn hann Anton hafði óbilandi trú á verkefninu og studdi vel við leikarana sem og alla á setti. Ég var þarna umkringdur fólki sem ég lít mjög mikið upp til í dag, og vona að ég fái að vinna með því öllu sem oftast.“ Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hérlendis þann 6. september.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira