Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 22:31 Donald Trump ræðir við Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, árið 2017. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. Í frétt blaðsins er því haldið fram að Trump hafi ítrekað og við fjölmörg tækifæri spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á því hvort Bandaríkin geti keypt Grænland. Er hann sagður hafa hlustað af áhuga þegar ráðgjafar hans ræða hversu ríkt Grænland er af auðlindum og hversu hernaðarlega mikilvægt það sé bandarískum hagsmunum. Tveir heimildarmenn blaðsins segja að Trump hafi gengið svo langt að fela lögfræðiráðgjafa Hvíta hússins að kanna möguleikann á kaupunum. Þá segir einnig í frétt blaðins að sumir ráðgjafar segja að hugmyndin sé góð, á meðan aðrir telji hugmyndina fjarstæðukennda sem eigi aldrei neina möguleika á því að verða að veruleika. Þá liggur ekki fyrir hvernig Bandaríkin myndu fara að því að ganga frá kaupunum, enda viðbúið að það yrði afskaplega flókið. Og dýrt.Frá Sisimiut á vesturströnd Grænlands.Vísir/GettyGrænland er sem kunnugt er sjálfsstjórnarsvæði innan dönsku krúnunnar, en landið hlaut sjálfsstjórn árið 1979. Frá því hafa aukin völd yfir málefnum Grænlands smátt og smátt færst frá Danmörku yfir til heimamanna. Danmörk fer þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir hönd Grænlendinga.Fundar með forsætisráðherra Grænlands í Kaupmannahöfn í september Bandarísk yfirvöld líta svo á að Grænland sé hernaðarlega mjög mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna og eru hernaðarumsvif Bandaríkjahers töluverð á Grænlandi í tengslum við Thule-herstöðina. Í frétt Wall Street Journal segir að Hvíta húsið, bandaríska utanríkisráðuneytið, danska sendiráðið í Bandaríkjunum sem og talsmenn dönsku konungsfjölskyldunnar hafi ekki svarað fyrirspurnum blaðsins um málið. Þá hafi hvorki fulltrúi Grænlands í Washington né talsmaður forsætisráðherra Grænlands svarað fyrirspurnum um málið. Ráðgert er að Trump fundi með forystumönnum Grænlendinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Spurning er hvort mögulega landakaup Bandaríkjanna beri á góma við það tækifæri. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. Í frétt blaðsins er því haldið fram að Trump hafi ítrekað og við fjölmörg tækifæri spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á því hvort Bandaríkin geti keypt Grænland. Er hann sagður hafa hlustað af áhuga þegar ráðgjafar hans ræða hversu ríkt Grænland er af auðlindum og hversu hernaðarlega mikilvægt það sé bandarískum hagsmunum. Tveir heimildarmenn blaðsins segja að Trump hafi gengið svo langt að fela lögfræðiráðgjafa Hvíta hússins að kanna möguleikann á kaupunum. Þá segir einnig í frétt blaðins að sumir ráðgjafar segja að hugmyndin sé góð, á meðan aðrir telji hugmyndina fjarstæðukennda sem eigi aldrei neina möguleika á því að verða að veruleika. Þá liggur ekki fyrir hvernig Bandaríkin myndu fara að því að ganga frá kaupunum, enda viðbúið að það yrði afskaplega flókið. Og dýrt.Frá Sisimiut á vesturströnd Grænlands.Vísir/GettyGrænland er sem kunnugt er sjálfsstjórnarsvæði innan dönsku krúnunnar, en landið hlaut sjálfsstjórn árið 1979. Frá því hafa aukin völd yfir málefnum Grænlands smátt og smátt færst frá Danmörku yfir til heimamanna. Danmörk fer þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir hönd Grænlendinga.Fundar með forsætisráðherra Grænlands í Kaupmannahöfn í september Bandarísk yfirvöld líta svo á að Grænland sé hernaðarlega mjög mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna og eru hernaðarumsvif Bandaríkjahers töluverð á Grænlandi í tengslum við Thule-herstöðina. Í frétt Wall Street Journal segir að Hvíta húsið, bandaríska utanríkisráðuneytið, danska sendiráðið í Bandaríkjunum sem og talsmenn dönsku konungsfjölskyldunnar hafi ekki svarað fyrirspurnum blaðsins um málið. Þá hafi hvorki fulltrúi Grænlands í Washington né talsmaður forsætisráðherra Grænlands svarað fyrirspurnum um málið. Ráðgert er að Trump fundi með forystumönnum Grænlendinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Spurning er hvort mögulega landakaup Bandaríkjanna beri á góma við það tækifæri.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06