Eldur kom upp í bílum á stæði við Stelkshóla í Breiðholti í nótt.
Þegar slökkvilið bar að garði logaði glatt en vel gekk að slökkva eldinn.
Tveir bílanna eru gjörónýtir og tveir aðrir urðu fyrir tjóni af völdum eldsins.
Óljóst er um eldsupptök og er málið til rannsóknar hjá lögreglu.
Bílar brunnu í Breiðholti
Stefán Ó. Jónsson skrifar
