Samráðsmál Byko fer fyrir Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2019 15:41 Byko var dæmt til að greiða 325 milljónir króna í sekt. Fréttablaðið/Ernir Hæstirréttur hefur veitt Samkeppniseftirlitinu áfrýjunarleyfi vegna samráðsmáls eftirlitsins gegn Byko. Þann 14. júní staðfesti Landsréttur að Byko hefði framið alvarleg brot á samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljóna króna sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hækkað sekt Byko í 400 milljónir króna. Byko áfrýjaði málinu til Landsréttar sem lækkaði sekt Byko í 325 milljónir króna. Í niðurstöðu Landsréttar kom fram að rétturinn teldi að þegar brot Byko á samkeppnislögum væru metin heildstætt yrði að leggja til grundvallar að um væri að ræða alvarleg brot sem beindust gegn mikilsverðum hagsmunum neytenda. Brotin hefðu verið framin af ásetningi. Lækkun Landsréttar á 400 milljóna króna sektinni sem ákveðin var í héraðsdómi byggði meðal annars á því að Landsréttur féllst ekki á það með Samkeppniseftirlitinu að Byko hefði einnig brotið gegn EES-samningnum. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að eftirlitið telji að Landsréttur hafi ekki beitt banni EES samningsins við samkeppnishamlandi samráði með réttum hætti. Þá telur eftirlitið að sú sekt sem Landsréttur taldi hæfilega byggi á röngum forsendum og tryggi ekki nægjanleg varnaðaráhrif. Sökum þessa óskaði Samkeppniseftirlitið eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar. Hefur Hæstiréttur nú samþykkt þá beiðni Samkeppniseftirlitsins.Múrbúðin leitaði til Samkeppniseftirlitsins Aðdragandi málsins er sá að í maí 2015 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Var um að ræða verðsamráð á mikilvægum byggingavörum. Málið hófst þegar Múrbúðin snéri sér til Samkeppniseftirlitsins og gerði grein fyrir tilraunum Byko og gömlu Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til að taka þátt í hinu ólögmæta samráði. Taldi Samkeppniseftirlitið að um alvarleg brot væri að ræða og lagði 650 milljóna króna sekt á Norvik, móðurfélag Byko. Norvik og Byko kærðu ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í október 2015 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Byko hefði tekið þátt í ólögmætu verðsamráði og brotið gegn samkeppnislögum. Hins vegar féllst nefndin ekki á að ákvæði EES-samningsins hefðu verið brotin. Einnig taldi nefndin að brot Byko hafi ekki verið jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar. Taldi nefndin því hæfilegt að lækka sekt Byko úr 650 milljónum króna í 65 milljónum króna. Héraðsdómur taldi hins vegar brotin mun alvarlegri og hækkaði sekt Byko að kröfu Samkeppniseftirlitsins. Féllst héraðsdómur einnig á það með eftirlitinu að Byko hefði brotið gegn banni EES samningsins við samkeppnishamlandi samráði. Dómsmál Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. 1. desember 2016 16:53 BYKO áfrýjar til Landsréttar Í tilkynningu segir að niðurstaðan valdi fyrirtækinu vonbrigðum og að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað til Landsréttar enda sé fyrirtækið sannfært um sakleysi sitt. 17. maí 2018 19:24 Staðfesti að Byko hafi framið alvarleg samkeppnisbrot en lækkaði sektina Landsréttur staðfesti í dag með dómi sínum að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum. 14. júní 2019 17:24 Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hæstirréttur hefur veitt Samkeppniseftirlitinu áfrýjunarleyfi vegna samráðsmáls eftirlitsins gegn Byko. Þann 14. júní staðfesti Landsréttur að Byko hefði framið alvarleg brot á samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljóna króna sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hækkað sekt Byko í 400 milljónir króna. Byko áfrýjaði málinu til Landsréttar sem lækkaði sekt Byko í 325 milljónir króna. Í niðurstöðu Landsréttar kom fram að rétturinn teldi að þegar brot Byko á samkeppnislögum væru metin heildstætt yrði að leggja til grundvallar að um væri að ræða alvarleg brot sem beindust gegn mikilsverðum hagsmunum neytenda. Brotin hefðu verið framin af ásetningi. Lækkun Landsréttar á 400 milljóna króna sektinni sem ákveðin var í héraðsdómi byggði meðal annars á því að Landsréttur féllst ekki á það með Samkeppniseftirlitinu að Byko hefði einnig brotið gegn EES-samningnum. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að eftirlitið telji að Landsréttur hafi ekki beitt banni EES samningsins við samkeppnishamlandi samráði með réttum hætti. Þá telur eftirlitið að sú sekt sem Landsréttur taldi hæfilega byggi á röngum forsendum og tryggi ekki nægjanleg varnaðaráhrif. Sökum þessa óskaði Samkeppniseftirlitið eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar. Hefur Hæstiréttur nú samþykkt þá beiðni Samkeppniseftirlitsins.Múrbúðin leitaði til Samkeppniseftirlitsins Aðdragandi málsins er sá að í maí 2015 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Var um að ræða verðsamráð á mikilvægum byggingavörum. Málið hófst þegar Múrbúðin snéri sér til Samkeppniseftirlitsins og gerði grein fyrir tilraunum Byko og gömlu Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til að taka þátt í hinu ólögmæta samráði. Taldi Samkeppniseftirlitið að um alvarleg brot væri að ræða og lagði 650 milljóna króna sekt á Norvik, móðurfélag Byko. Norvik og Byko kærðu ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í október 2015 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Byko hefði tekið þátt í ólögmætu verðsamráði og brotið gegn samkeppnislögum. Hins vegar féllst nefndin ekki á að ákvæði EES-samningsins hefðu verið brotin. Einnig taldi nefndin að brot Byko hafi ekki verið jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar. Taldi nefndin því hæfilegt að lækka sekt Byko úr 650 milljónum króna í 65 milljónum króna. Héraðsdómur taldi hins vegar brotin mun alvarlegri og hækkaði sekt Byko að kröfu Samkeppniseftirlitsins. Féllst héraðsdómur einnig á það með eftirlitinu að Byko hefði brotið gegn banni EES samningsins við samkeppnishamlandi samráði.
Dómsmál Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. 1. desember 2016 16:53 BYKO áfrýjar til Landsréttar Í tilkynningu segir að niðurstaðan valdi fyrirtækinu vonbrigðum og að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað til Landsréttar enda sé fyrirtækið sannfært um sakleysi sitt. 17. maí 2018 19:24 Staðfesti að Byko hafi framið alvarleg samkeppnisbrot en lækkaði sektina Landsréttur staðfesti í dag með dómi sínum að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum. 14. júní 2019 17:24 Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. 1. desember 2016 16:53
BYKO áfrýjar til Landsréttar Í tilkynningu segir að niðurstaðan valdi fyrirtækinu vonbrigðum og að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað til Landsréttar enda sé fyrirtækið sannfært um sakleysi sitt. 17. maí 2018 19:24
Staðfesti að Byko hafi framið alvarleg samkeppnisbrot en lækkaði sektina Landsréttur staðfesti í dag með dómi sínum að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum. 14. júní 2019 17:24
Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00