Svíi handtekinn vegna sprengingarinnar í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 13:35 Töluverðar skemmdir urðu á skrifstofum dönsku skattstofunnar þegar sprengja sprakk þar fyrir utan fyrir rúmri viku. Vísir/EPA Sænska lögreglan aðstoðaði þá dönsku við að handtaka 22 ára gamlan karlmann sem grunaður er um að hafa átt þátt í öflugri sprengingu fyrir utan skattstofu Danmerkur í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Maðurinn er nú í gæsluvarðhaldi og bíður framsals til Danmerkur. Nils Norling, talsmaður lögreglunnar, segir að maðurinn hafi verið handtekinn í Malmö klukkan 22:30 að staðartíma í gærkvöldi. Danska ríkisútvarpið segir að maðurinn búi með foreldrum sínum í úthverfi borgarinnar. Dönsk yfirvöld eru sögð ætla að krefjast framsals mannsins. Leggist hann gegn því þarf að rétta um framsalskröfur í Svíþjóð. Ekkert liggur fyrir um hvort að maðurinn eigi sakaferil að baki. Annar 23 ára gamall Svíi er eftirlýstur vegna sprengingarinnar sem lögreglan telur að mennirnir hafi borið ábyrgð á. Mennirnir eru ekki taldir tengjast Danmörku og ekki er vitað hvað þeim gekk til. Eins og er hafa þeir ekki verið tengdir við aðra sprengju sem sprakk við lögreglustöð á Norðurbrú. Tveir starfsmenn voru á skrifstofu skattstofunnar í Kaupmannahöfn þegar öflug sprengja sprakk fyrir utan á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Enginn slasaðist alvarlega í sprengingunni. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar. Níu sprengjur hafa sprungið í Kaupmannahöfn síðasta hálfa árið. Málin eru óupplýst en lögreglan telur þau tengjast. Danmörk Svíþjóð Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. 12. ágúst 2019 15:15 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Sænska lögreglan aðstoðaði þá dönsku við að handtaka 22 ára gamlan karlmann sem grunaður er um að hafa átt þátt í öflugri sprengingu fyrir utan skattstofu Danmerkur í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Maðurinn er nú í gæsluvarðhaldi og bíður framsals til Danmerkur. Nils Norling, talsmaður lögreglunnar, segir að maðurinn hafi verið handtekinn í Malmö klukkan 22:30 að staðartíma í gærkvöldi. Danska ríkisútvarpið segir að maðurinn búi með foreldrum sínum í úthverfi borgarinnar. Dönsk yfirvöld eru sögð ætla að krefjast framsals mannsins. Leggist hann gegn því þarf að rétta um framsalskröfur í Svíþjóð. Ekkert liggur fyrir um hvort að maðurinn eigi sakaferil að baki. Annar 23 ára gamall Svíi er eftirlýstur vegna sprengingarinnar sem lögreglan telur að mennirnir hafi borið ábyrgð á. Mennirnir eru ekki taldir tengjast Danmörku og ekki er vitað hvað þeim gekk til. Eins og er hafa þeir ekki verið tengdir við aðra sprengju sem sprakk við lögreglustöð á Norðurbrú. Tveir starfsmenn voru á skrifstofu skattstofunnar í Kaupmannahöfn þegar öflug sprengja sprakk fyrir utan á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Enginn slasaðist alvarlega í sprengingunni. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar. Níu sprengjur hafa sprungið í Kaupmannahöfn síðasta hálfa árið. Málin eru óupplýst en lögreglan telur þau tengjast.
Danmörk Svíþjóð Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. 12. ágúst 2019 15:15 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16
Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55
Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. 12. ágúst 2019 15:15