Leitin að ást
Alltaf þegar ég ætla að fara skrifa um þann málaflokk, þá finn ég að ég varla nenni því. Þetta er svo… leiðinlegt málefni.
Ég velti því oft fyrir mér og hef eytt dálítið mörgum klukkustundum í að spá í af hverju við gerum ekki róttǽkari breytingar á lífstíl okkar þrátt fyrir vitneskjuna um að við erum eiginlega svolítið mikið komin í djúpan skít. Pínu skrúvd.
Í vikunni rann það svo upp fyrir mér.
Hvert mannsbarn sem fæðist hér á þessa jörð, þráir aðeins eitt í grunninn. Skilyrðislausa ást.
Ég fer ekki ofan af því. Við erum bara mis-tilbúin í að sjá það.
Skilyrðislaus ást er svo ótrúlega vandfundin. Þið vitið, að elska einhvern sama hvernig hann er. Hvort sem hann borar í nefið, grætur mikið eða talar of hátt.
En það sem við erum að gera allan daginn, alla daga, er að leita að þessari ást. Við föttum það bara ekki alltaf og áttum okkur ekki á því að hún finnst bara hjá sjálfum okkur.
Ef mig, sem manneskju, skortir þessa tegund af ást hjá sjálfri mér, (finnst ég bara ekki nóg eins og ég er) þá fer ég að leita út á við. Ég gæti farið í það verkefni að búa til pall heima hjá mér, finna mér fínni vinnu af því hin er ekki nógu klassý, kaupa mér flottari bíl, skipta út húsgögnum, farða mig meira, borða meira eða nota einhverskonar efni.
Svo gæti ég farið í vilja fá viðurkenningu frá öðrum og fer að haga mér eins og ég held að aðrir vilji að ég hagi mér. Svo fer ég að segja já við öllu og hjartað mitt öskrar samt nei.
Svo gæti ég farið að líta út eins og allir hinir. Kaupa mér allt það sem aðir kaupa, af því ég trúi ekki að mín skoðun eða skynjun sé rétt. Þess vegna læt ég bara mata mig og geri bara eins og hinir. Hinir eru örugglega betri en ég.
Og svo héldi ég bara áfram að leita, því að fá eitthvað nýtt eða viðurkenningu, gefur stundarfrið og ákveðna egóíska gleði. Ég myndi hanga á netinu og skoða flíkur eða drasl því þannig næði ég að fóðra þetta hol sem skortur af sjálfsást býr til.
Öll þessi árangurslitla leit er ógeðslega þreytandi. Öll þessi leit grefur dýpri holu.
Öll þessu leit er neysla. Í einhverju formi.
Að búa til eina flík eyðir um 2.700 lítrum að vatni. Að panta hlut af netinu sem mun enda í ruslinu einn daginn, eyðir stjarnfræðilega mörgum lítrum af olíu. Að eyða mörgum klukkustundum í að velta fyrir sér hvaða veraldlega hugtak kemur næst inn í líf okkar er orkueyðsla á marga vegu.
Við vitum alveg innst inni að í hvert skipti sem við kaupum okkur hlut þá mun hann enda einhverstaðar. Hvort sem það er í hafinu eða haugunum, erum við ábyrg fyrir þessum hlut. Við tökum þátt í að fylla heiminn af drasli.
Stundum er bara svo óþægilegt að vera hugsa svona. Niðurdrepandi. Skemmir stemmninguna.
Stundum nenni ég ekki að lesa um þessa hluti. Ég nenni ekki að velta þessu fyrir mér og stundum langar mig bara að segja æji fokkit og kaupa bara fullt af einnota pokum í Bónus.
Mig langar ekki alltaf til að breytast. Mig langar til að keyra útum allt. Mig langar til að ferðast. Mig langar til að lita á mér hárið. Mig langar til að klífa upp metorðastigann. Mig langar til að fá viðurkenningu út á það sem ég geri eða hvernig ég hegða mér. Ég nenni ekki að flokka allt þetta drasl. Mig langar að búa í húsnæði með fallegum munum og borða hlaup úr dýrabeinum. Mig langar að keyra um á diesel bíl og hanga á netinu í leit af einhverju sem ég veit ekki einu sinni hvað er.
En allar þessar langanir mínar, eru byggðar á þeirri þörf að fá ást frá öðrum og sjálfri mér. Í einhverju formi.
Þá daga sem ég upplifi algjörlega skilyrðislausa ást frá sjálfri mér, þá hverfur allt hitt í skuggann. Þá fæ ég að eiga augnablikið með mér. Finna lykt, heyra, sjá. Þá brosi ég framan í ókunnuga og elska einhvern veginn lífið það mikið að ég þarf ekki að dæma aðra, kaupa mér neitt eða plana næsta dag. Ég þarf bara að vera.
Það er svo klikkað ástand krakkar! Ég óska ykkur öllum að fá að dvelja þar sem lengst.
Ég þarf ekkert nema mig, hversu dásamlegar fréttir eru það? Við þurfum ekkert nema okkur sjálf! Ég elska þessa staðreynd. Það gefur mér von. Þá þurfum við ekki að gera utanaðkomandi massa breytingar. Þurfum bara að elska okkur sjálf!
Ef mannkynið ætlar að lifa eitthvað mikið lengur, þurfum við ekkert að gera einhverjar reglugerðir. Við þurfum bara að elska okkur. Hljómar rosa korny. En þaðerbaraþannig. Ég held samt að við föttum það ekki öll fyrr en eftir nokkur hundruð ár. En það kallast víst þróun. Við breytum ekki þróunarsögunni. En þangað til ætla ég að vera kolruglaða óþægilega konan og halda þessu fram, óhögguð.
Megi það byrja hjá mér.
Kærleikur,
ykkar Sigga.
Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Skoðun
Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Með styrka hönd á stýri í eigin lífi
Árni Sigurðsson skrifar
Hjólað inní framtíðinna
Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn.
Stefán Jón Hafstein skrifar
Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð
Sara María Júlíudóttir skrifar
Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Upprætum óttann við óttann
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar
Hér er kona, um konu…
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna greinar Snorra Mássonar
Guðmundur Andri Thorsson skrifar
Ertu á krossgötum?
Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins?
Sigurjón Þórðarson skrifar
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg?
Gunnar Ármannsson skrifar
Máttur kaffibollans
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar
Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin
Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Árið 1975 er að banka
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar?
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Val Vigdísar
Skúli Ólafsson skrifar
Friður á jörðu
Þröstur Friðfinnsson skrifar
Af hverju eru kennarar að fara í verkfall?
Anton Már Gylfason skrifar
Opið bréf til Íslandspósts ohf.
Gróa Jóhannsdóttir skrifar
Gaza getur ekki beðið lengur
Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar
Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar
SVEIT – Kastið inn handklæðinu
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar
Skjáfíkn - vísindi eða trú?
Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Evrópusambandið eða nasismi
Snorri Másson skrifar
Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað
Andri Þorvarðarson skrifar
Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi
Sæunn Kjartansdóttir skrifar
Listin að styðja en ekki stýra
Árni Sigurðsson skrifar