Flugferðum áfram aflýst í Hong Kong vegna mótmælanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 10:05 Mótmælendur á flugvellinum í Hong Kong halda um augun. Margir þeirra hafa vakið athygli á atviki þar sem svo virðist sem að lögregla hafi skotið gúmmíkúlu í auga ungrar konu á mótmælum á sunnudag. Vísir/EPA Yfirvöld í Hong Kong hafa aflýst flugferðum til og frá borgarinnar vegna fjölmennra mótmæla, annan daginn í röð. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, biðlaði til mótmælenda um að steypa borginni ekki niður í „hyldýpi‟. Svartklæddir mótmælendur hafa andæft lögregluofbeldi og krafist lýðræðis á alþjóðaflugvellinum í dag. Washington Post segir að engu að síður hafi flugsamgöngur verið að komast aftur í fastar skorður eftir að ferðum var aflýst í gær þegar innritun fyrir brottfarir var frestað tímabundið. Þá höfðu mótmælendur komið upp vegartálmum með farangurskerrum og hindrað brottfararfarþega.Á blaðamannafundi fyrr í dag sagði Lam að Hong Kong væri komin í „hættulega stöðu‟. Ofbeldi á mótmælunum myndi ýta borginni niður „leið þaðan sem ekki er afturkvæmt‟. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fréttamenn hafi reiðst Lam þegar hún vék sér undan spurningum þeirra. Þeir hafi ítrekað hrópað og gripið fram í fyrir henni. Tíu vikur eru nú frá því að mótmælin í Hong Kong hófust. Upphaflega beindust þau að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á Hong Kong-búum í hendur kínverskra yfirvalda. Mótmælin hafa haldið áfram þrátt fyrir að fallið hafi verið frá frumvarpinu. Beinast þau nú fremur að því að tryggja frelsið sem Hong Kong hefur notið sem sérstök stjórnsýslueining innan Kína. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælin í Hong Kong verða ofbeldisfyllri Enn ein átökin brutust út milli lögreglu og mótmælanda í Hong Kong í dag en mótmælin hafa farið reglulega fram síðastliðnar tíu vikur. Lögreglan veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur létu það ekki á sig fá. 11. ágúst 2019 21:42 Flugi til og frá Hong Kong aflýst vegna mótmæla Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. 12. ágúst 2019 11:37 Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. 6. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Yfirvöld í Hong Kong hafa aflýst flugferðum til og frá borgarinnar vegna fjölmennra mótmæla, annan daginn í röð. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, biðlaði til mótmælenda um að steypa borginni ekki niður í „hyldýpi‟. Svartklæddir mótmælendur hafa andæft lögregluofbeldi og krafist lýðræðis á alþjóðaflugvellinum í dag. Washington Post segir að engu að síður hafi flugsamgöngur verið að komast aftur í fastar skorður eftir að ferðum var aflýst í gær þegar innritun fyrir brottfarir var frestað tímabundið. Þá höfðu mótmælendur komið upp vegartálmum með farangurskerrum og hindrað brottfararfarþega.Á blaðamannafundi fyrr í dag sagði Lam að Hong Kong væri komin í „hættulega stöðu‟. Ofbeldi á mótmælunum myndi ýta borginni niður „leið þaðan sem ekki er afturkvæmt‟. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fréttamenn hafi reiðst Lam þegar hún vék sér undan spurningum þeirra. Þeir hafi ítrekað hrópað og gripið fram í fyrir henni. Tíu vikur eru nú frá því að mótmælin í Hong Kong hófust. Upphaflega beindust þau að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á Hong Kong-búum í hendur kínverskra yfirvalda. Mótmælin hafa haldið áfram þrátt fyrir að fallið hafi verið frá frumvarpinu. Beinast þau nú fremur að því að tryggja frelsið sem Hong Kong hefur notið sem sérstök stjórnsýslueining innan Kína.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mótmælin í Hong Kong verða ofbeldisfyllri Enn ein átökin brutust út milli lögreglu og mótmælanda í Hong Kong í dag en mótmælin hafa farið reglulega fram síðastliðnar tíu vikur. Lögreglan veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur létu það ekki á sig fá. 11. ágúst 2019 21:42 Flugi til og frá Hong Kong aflýst vegna mótmæla Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. 12. ágúst 2019 11:37 Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. 6. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Mótmælin í Hong Kong verða ofbeldisfyllri Enn ein átökin brutust út milli lögreglu og mótmælanda í Hong Kong í dag en mótmælin hafa farið reglulega fram síðastliðnar tíu vikur. Lögreglan veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur létu það ekki á sig fá. 11. ágúst 2019 21:42
Flugi til og frá Hong Kong aflýst vegna mótmæla Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa tekið þá ákvörðun að fresta öllu flugi til og frá borginni vegna mótmælanna sem þar geisa. 12. ágúst 2019 11:37
Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. 6. ágúst 2019 08:42